Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 12

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 12
62 FRE YR að mér sé kunnugt til greiningar á garna- veiki. Þessa er skylt að geta, þar eð þess misskilnings hefir orðið vart, að til hafi verið eldri komplementbindings próf við garnaveiki, sem hafi gefið góða raun. Síðast liðið ár hefir verið unnið á Rann- sóknastofu Háskólans að rannsóknum á nýju antigeni til notkunar í þess háttar prófi, unnu úr sjúkri garnaslímhúð. Hefir slíkt ekki áður verið reynt svo kunnugt sé. Prófi þessu hefir áður verið nokkuð lýst, en í stuttu máli var árangurinn sá, að blóð úr garnaveiku sauðfé reynist yfir- leitt jákvætt með þessu antigeni, en að heilbrigðar kindur svara afar sjaldan og þá aðeins veikt. Styrkleiki blóðsins er gef- inn upp í tölum og er þá talan 0,5 eða minna talin vera neikvæð, þaðan upp í 2.5 veikt jákvæð eða vafasöm, en það sem sterkara er örugglega jákvætt. Hér verður stuttlega lýst samanburðar-tilraunum á þessu nýja prófi og húðprófi með PPD Johnini. í maí 1944 voru 56 kindur fluttar að Keldum í Mosfellssveit. Kindur þessar voru af bæ, sem þá var talinn nýsýktur. Blóð þessara kinda voru prófuð nokkrum sinn- um meðan þær dvöldu á Keldum, og þær voru húðprófaðar tvisvar. í sept. 1944 var kindunum slátrað og garnir þeirra athug- aðar mjög gaumgæfilega og niðurstöðurn- ar bornar saman við útkomurnar á próf- unum, sem gerðar höfðu verið. Dr. R. E. Glover frá The National Insti- tute for Medical Research, Hampstead í Englandi var svo vænn að senda okkur dálítið af PPD Johnini, sem hann hafði lagað. Efni þetta var síðan tilreitt eftir forskrift hans. Þetta Johnin er kallað enskt Johnin í töflunni. Við framleiddum ennfremur á Rann- sóknastofunni Johnin PPD úr bakteríu- stofni, sem kallaður er ARC 127, og sem við einnig fengum frá Dr. Glover. Aðferð- in, sem notuð er við lögunina, var all- miklu einfaldari en sú, sem venja er til að nota. Dr. D. D. Green í Waybridge hefir nýlega notað hana, en ekki hefir hann birt árangur sinn af þeirri vinnu opin- berlega, heldur skýrt frá aðferðinni í bréfi til mín, og færi ég honum beztu þakkir fyrir. Við fyrstu húðprófunina 29. ágúst not- uðum við með vilja heldur sterkari upp- lausn af okkar Johnini en fyrirskrifað var af enska Johnininu, en í seinna skiptið jafn sterka upplausn af báðum, miðað við þurrefni. Húðprófanir voru síðan gerð- ar á venjulegan hátt. Þess má geta, að áð- ur hefði verið gerður lauslegur saman- burður á venjulegu gamaldags Johnini og PPD Johnini og virtist nýja Johninið greinilega betra. Eins og áður er sagt voru garnirnar skoð- aðar mjög vandlega, þegar kindurnar voru drepnar. Stór og greinileg þykknun er í töflunni gefin til kynna með + merki. Minni háttar þykknun eða greinileg breyt- ing í vessaeitlunum er gefið til kynna með (+). Þegar einhver hluti garnarinnar eða eitill var talinn grunsamlegur, en greini- leg skemmd fannst ekki, er það gefið til kynna með (-+. Afar vandleg smásjár- rannsókn fór síðan fram á hverri görn. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflunni. Hún ber með sér, að garnaveikisskemmd- ir fundust í 31 kind. Allar þeirra að einni undantekinni höfðu gefið jákvætt blóð- próf skömmu fyrir dauða. Einasta undan- tekningin (nr. 7) var kind, sem blóð hafði tapazt úr og þess vegna var ekki hægt að gera prófið þá. Blóð þessarar kindar hafði hins vegar verið jákvætt einu sinni áður. í fjórum kindum, sem höfðu haft jákvætt blóð, fundust engin merki um garnaveiki við krufninguna.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.