Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 20

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 20
70 FRE YR Athugasemd Forráðamenn bænda- og húsmæðraviku Búnaðarfélags íslands, hafa óskað eftir að hlustendur létu í ljósi álit sitt á til- högun og erindum þeim, sem þar eru flutt. En þar sem bændur hafa lítinn tíma til ritstarfa munu færri verða til þess en æskilegt væri. Ég vil láta ánægju mína í ljós yfir þess- ari síðastliðinni bændaviku og ósk um að áframhald geti orðið á slíkum fræðslu- vikum í útvarpinu. En aðalástæðan til þess að ég gef mér tíma til að taka mér penna í hönd er sú, að ég vildi gera athugasemd við erindi Páls Zóphóníassonar er hann flutti á síðustu bændaviku og fjallaði að vanda um kýr. Ræðumaður kvaðst furða sig á því, hvað margir virtust vera frá því bitnir að hirða kýr og vanmeta þær, og það jafnvel bænd- ur, og vildu heldur láta spretta úr spori á reiðhestinum en teyma kú. Eitthvað á þessa leið var upphaf ræð- unnar Eftir að hafa gert samanburð á nytsemi kýrinnar og hestsins, furðar hann sig mest á því að hann skuli enn vera kallaður þarfasti þjónninn, og telur nær að kalla hann óþarfasta þjóninn. Að bera saman nytsemi þessara húsdýra er mjög óskynsamlegt, þar sem þau hafa svo ólíku hlutverki að gegna, þar sem kýrin framleiðir mjólk, eina af aðalneyzlu- vörum þjóðarinnar, en hesturinn afl í þarfir framleiðslunnar og er auk þess eitt af aðal farartækjunum, einkum til sveita. Mér finnst mjög hæpið að upphefja viss- ar búfjártegundir á kostnað annara, og það án þess að færa fram nokkur rök mál- inu til stuðnings. Vildi ég nú leitast við að sýna fram á hve ómaklegt það er að gera lítið úr nytsemi íslenzka hestsins. Hver er það, sem hefur dregið plóginn og önnur verkfæri, sem vinna land til tún- ræktar, og þar með skapað skilyrði til að fjölga kúnum, sem P. Z. furðar sig á að maður skuli ekki hafa ánægju af að teyma á eftir sér? Hver er það, sem flytur áburðinn á tún- in og í nýyrkjuna, og vinnur áburðinn of- an í túnin? Hver er það, sem dregur heyvinnuvél- arnar, losar, rakar, þurrkar, og flytur heim töðuna, sem kýrnar fá svo að sitja einar að, því að það þykir nú víðast of gott fóð- ur handa hestinum? Hver er það, sem verður að koma til skjalanna að vetrinum, þegar þessi nútíma flutningatæki, bílarnir sitja fastir í snjó- sköflunum með mjólkurdropann úr kúnum, og kemur honum til mjólkurbúanna? Ætli það sé ekki hesturinn, sem verður að gera allt þetta sem að framan er talið, og gerir í náinni framtíð og ótal margt fleira? Ilesturinn á vissulega engu síður lof skil- ið en kýrin, og það er engu minni þörf á að bæta kyn hans og meðferð, því hann mun ávallt verða þarfur þjónn við land- búnaðinn, þótt einhver vélaöld sé að skjóta upp kollinum og sumir trúi á hana, sem einhverja framtíðarúrlausn á vandamál- um landbúnaðarins. Það mun sannast, að til þess að hægt sé að stunda hér land- búnað og afla heyja á ræktuðu landi, verð- um við að hafa vel ræktaða sterka og þolna hesta. Það er ólíkt skárra að eiga góðhest, sem maður getur gripið til þegar manni sýnist, heldur en að fylla allt með ónauð- synlegum bílskrjóðum, sem engin þörf er fyrir, en eins og nú horfir, virðist það vera markmiðið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.