Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 17

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 17
FREYR 67 Heimagerðar ungamæður. Víða eru kjúklingar aldir upp þannig, að notaðar eru mjög ófullkomnar ungamæður, aðgæsla vill þá verða tímafrek og vanhöld um of. Þar sem kostur er á rafmagni er tiltölulega ódýrt að bæta úr þessu. Heimagerð rafmagnsungamóðir er einfalt áhald og auðsmíðað. Hér á eftir fer lýsing á slíkum ungamæðrum, sem eru allmikið notaðar í Canada og hafa verið reyndar þar á hænsnaræktar-tilraunastöð ríkisins. Grindin er smíðuð úr 1” þykkum borðum, en utan á hana eru nelgdar plötur úr einhverju góðu einangrunarefni. Innan í kassann eru lagðar rafmagnsleiðslur til fjögurra lampa og 60 wolta pera látin 1 1. mynd: Ungamódir séð neðanfrá. Myndin sýnir ferhyrnt eftirlitsgat í miðju loki, enn fremur fjögur rafmagnsljós, hitamœli og skástykki í hornunum. hvern þeirra. Móðirin má vera hringlaga eða ferhyrnd, eftir vild. Ef um hringlaga móðir er að ræða, er hæfilegt þvermál 120 cm. en sé hún ferhyrnd 120 cm. á lengd og 100 á breidd. Sé ungamóðirin ferhyrnd er ráðlegt að festa skástykki innan í hornin eins og sýnt er á 1. mynd. Ef smíða á hringlaga unga- móðir, er talið hæfilegt að skipta hliðum grindarinnar í 8 hluta, og nota 1”X4” efni, verður lengdin á hverju stykki þá um 47 cm. (utanmál). Hentugt er að festa grind- ina saman með „kassajárnum", sjá mynd 5. Sömu aðferð má nota við að skeyta sam- an hornin á ferhyrndum ungamæðrum. Hæfileg hæð á ungámóðurinni er um 30 cm. Á ferhyrndum ungamæðrum er heppilegt að hafa stillanlega löpp á hverju horni til þess að geta hækkað og lækkað móð- urina eftir vild. Einnig má hafa lappir á hringmynduðu mæðrunum ef vill. Bezt er að negla lokið á ungamæðurnar til þess að þær verði sem sterkastar. Þó þarf að hafa gat á miðju lokinu, svo sem 30 cm. á hvorn veg, með hlemm yfir, svo að hægt sé að komast að því að gefa ung- unum mat og vatn, og til eftirlits. Rafmagnslamparnir eru festir á lista neðan á lokinu. Þarf að hafa tengil nálægt ungamóðurinni, svo að hægt sé að tengja lampann við raflögn hússins. Sé spennan hærri en 24 volt, þarf raflögn vélarinnar að fullnægja kröfum Rafmagnseftirlits ríkisins.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.