Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 19

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 19
FRE YR 69 4. mynd: Ferhyrnd ungamóðir, fullsmíðuð. oerginu. En að tveim til þrem dögum liðnum á að gefa ungun- um að eta og drekka fyrir utan móðurina, hvort sem hlýtt er eða kalt í herberginu. Rétt er að sverta perurnar ef hægt er, til þess að draga úr birt- unni af þeim. Að líkindum er þetta þó ekki bráðnauðsynlegt. Það virðist vera betra að hafa tjald utan á ungamóðurinni fyrstu vikuna eða fyrstu tvær vikurnar, sérstaklega ef hún stendur í koldu herbergi, þó er það ekkert aðalatriði. Þurrt rusl skal nota bæöi inni í móður- inni og í kringum hana. Ekki ætti að þurfa að skipta um það fyrstu tvær vikurnar, nema það verði rakt af einhverjum ástæð- um. Leitast skal við að halda ruslinu nokk- urn veginn hreinu. Fyrstu dagana þarf að girða kringum ungamóðurina í svo sem 50 cm. fjarlægð með þéttu vírneti eða plötum um 30 cm. háum, svo að ungarnir villist ekki írá móðurinni. En brátt átta þeir sig á því hvar hitagjafinn er; og þá má taka girð- inguna burtu. 5. mynd. Grindin fest saman með kassajárnum. þúrfa þeir lítils eftirlits með í þessum ungamæðrum. (Þýtt). Stundum taka ungarnir upp á því, að pikka í hliðarnar á ungamóðurinni með nefinu. Má verja hliðarnar með því að líma á þær þykkt bómullarklæði. Eftir að ungarnir eru orðnir þriggja vikna gamlir þarf að koma í veg fyrir að þeir dríti ofan á ungamóðurina. Má gera það með vírnetsgirðingu, svo sem 30 cm. hárri, sem fest er á efri brún móðurinnar allt í kring. Að sjálfsögðu þarf að viðhafa venjulega natni við ungana, að því er snertir fóðrun, vatnsgjöf og þess háttar, en að öðru leyti Þaö, sem til er af Búnaðar- ritinu fæst ennþá fyrir kr. 30,00, að viðbættu burðargjaldi, en það eru 1. árg., 3.—14. árg., 36. —46. árg. og 48.—56. árg. Alls 33 árg. fyrir kr. 30,00 og eru það góð kaup, því að í ritinu er margt fróðiegt að finna.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.