Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 22

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 22
72 FRE YR ÖARÐSHORN Frá bœndciskólanum á Hólum. Hólaskóla var sagt upp 20. apríl, 21 nemandi lauk prófi og voru það þessir: Bergur Haraldsson, Unastöðum, Kolbeinsdal, Skaga- fjarðarsýslu. Björn Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum Ár- nessýslu. Björn Þorgrímsson, Syðra-Tunguköti, Blöndudal, A.-Húnavatnssýslu. Agnar Guðnason, Reykjavík. Helgi Einarsson, Holtakotum, Biskupstungum Ár- nessýslu. Loftur Kristjánsson, Pelli, Biskupstungum, Árness. Ólafur Sigfússon, Ey, Vestur-Landeyjum Rangár- vallasýslu. Pétur Steindórsson, Hraunshöfða, Öxnadal, Eyja- fjarðarsýslu. Rögnvaldur Stefánsson, Syðri-Bakka, Kelduhverfi, Norður-Þingeyjarsýslu. Samúel J. Ólsen, Færeyjum. Sigurður Jónasson, Hrauni, Öxnadal, Eyjafjarðars. Siguröur Jóelsson, Stóru-Ökrum, Blönduhlíð, Skaga- fjarðarsýslu. Jóhannes Kristjánsson, Klambraseli, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu. Steinn Snorrason, Syðri-Bægisá, Öxnadal, Eeyjaf. Þórður Sveinbjörnsson, Reykjavík. Þrúðmar Sigurðsson, Hólum í Hjaltadal. Bœndadeild: Bjarni Bjarnason, Blönduósi, A.-Húnavatnssýslu. Brjánn Guðjónsson, Skáldalæk, Svarfaðardal, Eyja- fjarðarsýslu. Frosti Gíslason, Eyhildarholti, Hegranesi, Skaga- fjarðarsýslu. Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti, Gnúpverja- hreppi, Árnessýslu. Rögnvaldur Gíslason, Eyhildarholti, Hegranesi, Skagafjarðarsýslu. Verðlaun úr verðlaunasjóði bændaskólanna hlaut Björn Erlendsson, Vatnsleysu. Vænar kindur Þessi mynd er af þingeyskri dilká og lambi hennar. Ærin heitir Sólgul og á heima að Steinkirkju í Fnjóskadal, og er eign Ingólfs Hallssonar. — 25. sept. síðastliðinn voru mæðg- inin vigtuð og vó ærin 65 kg. en lambhrúturinn 67 kg. — Sólgul er orðin átta vetra og hefir ávalt komið upp vænum dilkum, hún hefir eign- ast níu lömb, aðeins tveimur þeirra hefir verið fargað, hin sjö hafa verið látin lifa, fjórar gimbrar og þrír hrútar. — Veturgamall hrútur undan Sólgul hlaut fyrstu verðlaun á hrútasýn- ingu haustið 1941.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.