Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 8

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 8
58 FRE YR JAN. FEB MAR. AP MAl. JÚN JÚU A6 ðEP. OKT. NOV DES Hœð súlnanna og tölurnar framan við línuritið sýnir hve margar kýr hafa dreyizt á hverjum mánuði. að kýr, sem fengið hafa sáralítið kjarn- fóður um dagana, virðast drepast úr bráðdauða. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi. Maður nokkur á Sauðárkróki átti kú í vor, sem var snemmbær, búin að eiga tvo kálfa. Eftir fyrsta kálfinn mjólkaði kýrin aðeins 8 kg. af mjólk á dag og fékk ekkert kjarnfóður með heygjöfinni. í fyrra vetur mjólkaði kýrin svipað og veturinn áður, en fékk þá 1,2 kg. af kjarn- fóðri á dag (0.4 kg. síldarmjöl ,og 0.8 kg. maísmjöl og rúgmjöl) með heygjöfinni. Þegar farið var að beita kúnni, var hætt við að gefa henni kjarnfóður og þremur vikum seinna datt hún niður steindauð. Nú er augljóst, að kýr geta fengið blóð- tappa og orðið bráðkvaddar eins og aðrar skepnur, en það eru þekkt svo mörg dæmi svipuð því, sem getið er um hér að fram- an, að það er ekki hægt að skrifa þau öll á kostnað þess, að kýrnar fái slag, heldur hljóta þessi dauðatilfelli að vera af sömu rótum runnin og bráðdauðinn. Ég held, að það sem fyrst og fremst styrki þá skoðun, að bráðdauðinn í kúnum orsakist af of mikilli kjarnfóðurgjöf, sé, að það eru öft hámjólkar kýr, sem farast úr honum, — kýr, sem mjólka upp undir 30 kg. af mjólk á dag. Af heygjöf eingöngu geta kýr ekki mjólkað meira en 12—14 kg. af rnjóik á dag, án þess að mjólka af sér holdin. Hámjólkar kýr verða því að fá allt að sex fóðureiningar á dag af kjarnfóðri til þess að halda nytinni eðlilega á sér. Ef hámjólkar kýr með mikla kjarnfóðurgjöf drepast, má segja, að þær drepist vegna þess, að þær mjólka of mikið, eins og af því, að þær fái of mikið kjarnfóður. Og einu má aldrei gleyma. í sambandi við hámjólkar kýr: þær eru einskonar vélar, sem knúðar eru til hins ýtrasta, og þar af leiðandi eru þær mikið næmari, við- kvæmari og veikari fyrir allskonar áhrif- um og sjúkdómum. Um kornmatargjöf kúnna þykir ekki á- stæða til að ræða mikið. Með síldarmjöli og fiskimjöli er mest notað maís og rúg- mjöl, og dálítið af hveitiklíði og möluðu heilhveiti. Þessar korntegundir eru allar fluttar inn frá útlöndum, þar sem fóðrað er með þeim í mikið stærri stíl en hér gerist, með ágætum árangri, enda taldar af hinum fróðustu mönnum lystugt, hollt og gott fóður. Vetrarfóður kúnna er aðallega heyfóð- ur, taða og úthey. Taðan er bæði af tún- um og nýræktum. Margir eru þeirrar skoð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.