Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 15
FREY R 65 Nokkur orð til Steingríms Steinþórssonar búnaðarm.stj. Grein mín Áróöur — pólitískur, faglegur — í júlí—ágúst-hefti Freys, hefir sýnilega farið eitthvað ónotalega í taugarnar á Steingrími búnaðarmálastjóra. Virðist mér jafnvel, að búnaðarmálastjórinn í grein sinni, Andsvar, í 10.—11. tbl. Freys 1944, snúi út úr sumum atriðum í grein minni og, þótt ótrúlegt megi virðast af honum, „hagræði sánnleikanum“ þar nokkuð eftir tilfinningum sínum. Ég vil hér með leiðrétta eitt atriði í um- ræddri grein minni. Það er um fjárveit- inguna til Bf. ísl., á fjárlögum 1944. Sand- græðslan hefir sérstaka fjárveitingu og hefði ég því ekki átt að taka hana með undir Búnaðarfélagið. Ennfremur sé ég, að til Bf. ísl. eru veittar kr. 550.000 — í stað 500.000 — eins og stóð í grein minni. Hitt hefir búnaðarmálastjórinn misskilið ó- viljandi eða viljandi, að ég var að ræða um Bf. ísl. sem áróðurstæki, en ekki fjár- veitingar til landbúnaðarins í heild. En nokkuð af þeim tölum telur Steingrímur upp í grein sinni. Hann hefði þá vel get- að bætt þar við nokkrum tölum, t. d. fram- lagiriu til sauðfjárveikivarna o. fl. — Ég álít ennþá, að framlag ríkisins til Bf. ísl. sé jafnvel mörgum sinnum of lágt, þótt það sé kr. 550.000,00 á ári. Ég vil átelja það mjög, „að yfirleitt eru launakjör starfsmanna Bf. ísl. þannig, að þeir verða að fá tekjur annars staðar frá, ef þeir eiga að geta lifað sæmilegu lífi“, (úr And- svari Steingríms) jafnvel, þótt bitlingar þeir, sem þeir þurfa þá að vera á snöpum eftir væru allir, að meira og minna leyti, á sviði landbúnaðarins. Eins og ég tók fram í grein minni, er starfsorka hvers einstaklings takmörkuð og því illa farið að dreifa starfskröftum aðal starfsmanna Búnaðarfélagsins svo, að þeir geti ekki verið heilir í því starfi, sem þeir eiga að helga alla krafta sína. Ég sannfærðist ekki um, við að lesa umrætt Andsvar búnaðar- málastjórans, að ráðunautar og aðrir starfsmenn Bf. ísl. eigi að þeytast um sýktri garnaslímhúð, reyndist að þessu sinni mjög vel til greiningar á garnaveiki í sauðfé. Það var stórum betra en húðpróf- anirnar með Johnini, sem gerðar voru samtímis, þar eð margar sýktu kindanna svöruðu ekki við húðprófunina. Aðeins ein vafasöm undantekning (nr. 7) var frá því, að blóðprófið hefði upp á öllum sjúku kndunum. Fjórar kindur, sem jákvæðar voru við blóðpróf sýndu ekki garnaveiki- skemmdir,við krufningu, það er að segja nr. 16, 21, 44 og k4, en styrkleiki prófsins hjá þeim var 6.5, 8.8 og 6.5. Þegar þessi niðurstaða er athuguð, verður að hafa í huga, að svo sterk próf hafa ekki fundizt á heilbrigðum svæðum, og að það er mjög erfitt að útiloka algerlega sýkingu á kind, sem gengur í sjúkum hópi. Það virðist þess vegna ekki útilokað, að þessar kindur kunni einnig að hafa verið sýktar. 3 garnir fundust, nr. 7, 15 og 37, sem voru greinilega þykknaðar, en þó fundust ekki bakteríur í. Þetta er mjög einkenni- legt, en í samræmi við það, sem menn hafa fundið annars staðar og okkar fyrri reynslu hér á Rannsóknarstofunni. Það kemur ósjaldan fyrir, að dýr hafi greini- lega garnaveiki, án þess að í þeim finnist sýrufastir stafir. Björn Sigurðsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.