Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 9
Kúafjöldi LÍNURIT VIII. FRE YR 59 u +4* co Ö P. *tí Ö e s~. 'Ss Ö a> <u s ö s> s co Ö P. <u v. "tí s^ Ö s s^ 'S» Aí S^ Ö ö> <a •p. s^ S £> 'Ö s~ s~ S Aa •m unar, að nýræktartaða sprottin af út- lendum áburði orsaki bráðdauðann í kún- um. Þessi skoðun hefir meðal annars komið fram vegna þess, að með aukinni ræktun síðari ára hefir bráðdauiðinn breiðst út og aukizt. í viðtali við bændur reyndi ég af ýtrasta megni að fá upplýs- ingar um það, hvort þær kýr, sem far- izt hafa úr bráðdauða hefðu fengið töðu af gömlu túni eða nýrækt og hvort útlend- ur áburður eða búfjáráburður var bor- inn á túnin. En af ýmsum ástæðum var erfitt að fá glöggar upplýsingar um þetta. í fyrsta lagi er oft erfitt að greina ljóst á milli töðu af gömiu túni og nýrækt. Ný- rækt, sem er illa ræktuð (votlend, áburð- arlítil með lélegum gróðri o. s. frv.), gefur einatt af sér lélega töðu, enda þótt hún sé orðin „gamalt tún“ að árum til. Vel ræktuð nýrækt, með góðum gróðri, á fljótlega að geta gefið af sér eins gott fóður og gamalt tún. í öðru lagi er taðan af gamla túninu og nýræktinni oft sett jöfn- um höndum inn í hlöðuna eða heystæðið, svo að kýrnar fá hana blandaða saman að vetrinum. í þriðja lagi er erfitt að vita hjá mörg- um bændum, hvaða útlendar áburðarteg- undir hafa verið notaðar, og hve mikið á hektara. Það þarf því ýtarlegar rannsóknir til að gefa nákvæmar upplýsingar um þessu atriði. Þegar bráðdauðinn kemur skyndilega upp í jafn afskekktum sveitum og Hóls- fjöllum, vaknar sú spurning, hvort bænd- urnir þar hafi fóðrað kýrnar á annan veg s. 1. vetur, en undanfarin ár. Sumarið 1943 var mjög óhagstætt til heyskapar á Norðausturlandi. Vorið var kalt. Sláttur- inn gat því ekki byrjað fyr en seint. Hinn stutti heyskapartími var óvenju úrfellis- samur. Allur heyfengur eftir sumarið var hrakinn, illa verkaður og óvenju lítill. Og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.