Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 4
246
FRE YR
skurðar á heilum fjárhópum á einstökum
bæjum, en sú aðferð var reynd í nokkrum
sveitum í Skagafirði og víðar.
Hindranir á útbreiðslu garnaveikinnar
með girðingum, vörzlu, hindrun á fjársam-
göngum milli héraða, fjárskiptum á ein-
stökum bæjum o. fl. hafa eflaust orðið
nokkuð til þess að tefja útbreiðslu sjúk-
dómsins og jafnvel að stöðva hana alveg
á köflum. Þessar aðgerðir eru þó engan
veginn nsegar til þess að hindra stöðugt.
vaxandi útbreiðslu um landið.
BLÓÐPRÓFANIR
Haustið 1944 voru framkvæmdar blóð-
prófanir á sauðfé í Árnessýslu, Rangár-
vallasýslu og í nánd við Reykjavík, í þeim
tilgangi að tína með því móti garnaveika
féð úr viðkomandi fjárhópum.
Björn Sigurðsson læknir, sem stóð fyrir
prófunum þessum, hefir gert nánari grein
fyrir þeim í febrúarblaði Freys 1944 (1)
og í maíblaðinu 1945 (2).
Með blóðprófunum hefir Birni tekizt að
tína úr sjúkum fjárhópum mestan hlutann
af hinum sjúku einstaklingum. Aðferð hans
getur því orðið mjög þýðingarmikil til að
halda í við sjúkdóminn eða jafnvel til þess
að kveða hann niður um tíma.
Enn hefir þó ekki tekizt að framkvæma
þessar blóðprófanir í nægilega stórum stíl
og naumast að nokkru ráði nema í ná-
grenni Reykjavíkur. Þar eð aðal-garna-
veikisvæðin eru um Austur- og Norður-
land og blóðsöfnunin ýmsum erfiðleikum
bundin, er hætt við því, að erfitt verði að
koma við blóðprófunum nema að takmörk-
uðum hluta við útrýmingarstarfið.
GARNAVEIKISVÆÐIN
Girðingar og vörzlur eru mjög kostnað-
arsamar aðgerðir. Þar eð reynslan bendir
til þess, að þær dugi ekki að heldur til
lengdar, til þess að útrýma garnaveikinni
eða hindra útbreiðslu hennar, eru miklar
líkur til þess, að menn gefist fyrr eða síð-
ar upp við slíka starfsemi, þegar sjúkdóm-
urinn hefir breiðzt yfir mikinn hluta
landsins.
Jafnframt því sem kostnaðurinn við
girðingar og fjárvörzlu vex stöðugt, minnk-
ar þá og smám saman þýðing þessara
aðgerða.
Til þess að menn geti gert sér glöggva
grein fyrir útbreiðslu garnaveikinnar í
sauðfé hér á landi, hef ég safnað upplýs-
um um þetta atriði og látið teikna með-
fylgjandi uppdrátt.
Þar eru auk þess sýndar helztu hindranir
á fjársamgöngum um allt landið, ýmist af
völdum stórfljóta, girðinga, vörzlu eða af
öðrum ástæðum. Víða fara saman girð-
ingar með ám og jafnvel varzla, en til
þess að gera myndina ekki of ruglingslega
eru notuð sams konar merki, slitin strik,
til þess að tákna hvers konar hindranir,
sem þykja máli skipta. Upphafsstaðirnir
fimm, þar sem hinir garnaveiku karakúl-
hrútar voru hafðir, eru táknaðir með svört-
um, kringlóttum flekkjum í miðjum sýk-
ingarsvæðunum. Eins og tekið er fram á
uppdrættinum, hef ég leyft mér að skipta
sveitum eftir sýkingarmagni í þrjá flokka.
í I. sýkingarflokk koma þær sveitir, þar
sem fé hefur círepizt úr garnaveiki á
mörgum bæjum árum saman, og er þar
dekkst á uppdrættinum.
/ II. sýkingarflokk lenda sveitir, þar sem
garnaveiki hefur greinilega verið staðfest
í fé á einstökum bæjum innan sveitarinnar.
/ III. sýkingarflokk koma þau lands-
svæði, þar sem telja má líklegt, að garna-
veiki geti komið fram í sauðfé, hvenær
sem er, vegna samgangna við hin svæðin.
Uppdrátturinn sýnir ekki skiptingu
þessa nægilega ljóst í smáatriðum, og tel