Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1946, Page 18

Freyr - 01.09.1946, Page 18
260 FREYR gleðiefni, og gleðin yfir því, að geta nú snúið sér að daglegu störfunum á ný, ó- háður því valdi og því oki, sem legið hefir á herðum fólksins um undanfarin ár, þetta voru atriði, sem hlutu að vekja bjartsýni og ekki bölsýni á meðal einstaklinganna. Frelsið til orðs og æðis hafði þá líka gefið tilefni til, að Bændafélagið sneri sér til systurstofnana utan Noregs og bauð þeim að senda fulltrúa á þessa fagnaðar- hátíð þeirra. Því voru þarna, sem gestir í boði Bændafélagsins, menn frá Svíþjóð, Danmörku og íslandi, en Finnar voru hindraðir. Gestrisni Norðmanna ber réttilega að lofa að verðleikum, enda var ekkert það Þar er hátíðabragur, sem Norðmenn mœtast, klœddir hinum fögru norsku þjóöbúningum. sparað, sem verða mátti til ánægju og upp- örvunar fyrir gestina, þá daga sem hátíð- in stóð. Farið var um sveitir í grennd við Þránd- heim, heim á forna sögustaði og einnig var þeim sýnd hin forna og fræga dómkirkja, ásamt eldri og nýrri mannvirkjum í borg- inni, þar á meðal skipakvíar fyrir neðan- sjávarbáta, sem Þjóðverjar höfðu í smíðum þegar stríðinu lauk, — byggingum — sem minna fremur á tröllaborgir en manna verk. ★ Fundahöldin snérust að sjálfsögðu um dagskrármálin og þau voru auðvitað þrungin þeirri alvöru, sem lífið og starfið í sveitunum nú einu sinni hefir við að etja. Bændafélag Noregs hefir þrískipta starf- semi. í fyrsta lagi er það sjálft Bænda- félagið. í öðru lagi er Bændakvennafélagið (Bondekvinnelag) og í þriðja lagi kemur Sveitaungmennafélagið (Bygdeungdoms- lag). Allar þessar deildir sátu fundi og stóðu að hátíðahöldunum, enda var talið að fundarmenn væru um 5.000 þegar flestir voru, og sjálfa hátíðisdagana var fjöldi tátttakenda langtum meiri. Og síðasta daginn, þegar skrúðganga — allra deilda þess — bar blaktandi fána og einkennismerki byggðanna eða félaganna, frá hinni frægu dómkirkju til samkomu- staðarins, var talið að þátttakendur væru milli 10 og 20 þúsundir. ★ Því hefir fyrr verið fundið bændafélag- inu til foráttu, að þar væri pólitísk starf- semi ráðandi í ríkari mæli en æskilegt var. Hér skal ósagt látið hvort þetta er rétt eða ekki. Hitt er staðreynd, að þessari fimmtugu stofnun verður sniðinn nokkur annar stakkur framvegis, en verið hefir. Fyrir landsfundinn hafði stjórnin samið

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.