Freyr - 01.09.1946, Qupperneq 22
264
FRE YR
manna, sem nú heimtuðu dýrtíðaruppbót-
ina hækkaða.
Forsætisráðherra lofaði að sjálfsögðu
engu um endanlegar ráðstafanir, því að
það hlyti að vera verkefni Stórþingsins að
ráða þessum málum til lykta.
En af ummælum hans mátti skilja, að
menn skyldu ekki gera sér háar vonir
um miklar kjarabætur fyrst í stað. Það er
svo margt sem Norðmenn þurfa að reisa á
ný eða hressa við. Kvað hann það einhuga
sjónarmið núverandi landsstjórnar, að laga
allt það á 5 árum, sem aflaga hafði farið
á stríðsárunum, en til þess að það gæti
orðið hlytu menn að slá af ýmsum þeim
kröfum, sem á venjulegum tímum væru
taldar sanngjarnar.
Þess skal getið í þessu sambandi, að Stór-
þingið kom saman laust eftir að lands-
fundur bændanna hafði gert kröfur um
frekari hækkun verðlags, og verkamenn-
irnir farið fram á hækkaða dýrtíðaruppbót.
Var afgreiðsla þessara mála framkvæmd
á fáum dögum og niðurstaðan varð sú, að
kröfunum var synjað; stjórn og þing
treysti sér ekki til þess að fara inn á þær
leiðir, sem leiddu til aukinnar dýrtíðar í
landinu og heftu að meira eða minna
leyti þá uppbyggingarstarfsemi sem er
fram undan.
★
Fimm ára hernám og ánauð hefir þjak-
að norsku þjóðina. Fólkið hefir orðið að
þola þrengingar og skort á ýmsum sviðum.
En erfiðleikarnir hafa ekki bugað þrekið
né hnekkt hugrekkinu. Það mun mála
sannast, að erfiðleikarnir hafa þjappað
einstaklingunum saman í hópa og hópun-
um í fylkingar til samvinnu -— til andstöðu
gegn ofbeldi hervaldsins, og síðan her-
náminu lauk, til starfsemi í þágu uppbygg-
ingar og velferðar. Það mun víst líka
mála sannast, að þrátt fyrir allt er eining
og samlyndi í ríkari mæli ráðandi í fé-
lags- og athafnamálum Noregs en flestra
annara landa.
Víst hefir land og þjóð hlotið mörg sár,
og sum stór, af völdum stríðsins. En tíminn
græðir sárin og þjóðin leggur vit sitt og
þrótt af mörkum til uppbyggingarstarfa.
Bændastéttin norska hefir á þrenginga-
tímum síðustu ára gert sitt til þess að létta
neyð þeirra, sem bjuggu við þrengst kjör
og stundum sultu heilu hungri. í ræðu og
riti ganga sögurnar af því, hvernig leikið
var á verði fjandmanna, sem hindra skyldu
vistaflutning úr sveitinni um leynivegu.
„Bæði dropar og bitar féllu af borðum
bændanna til þeirra, sem þurfandi voru í
borg eða bæ, og ekki fylgdi alltaf reiknin-
ur með“.
Það voru ummæli borgarstjóra Þránd-
heims, þegar hann flutti Bændafélaginu
kveðju borgarbúa á landsfundinum. Svip-
uð saga er sögð um land allt.
Norska bændastéttin er reiðubúin til
þess að vinna að velferðarmálum landsins,
en til þess að það geti orðið verður hún
náttúrulega að búa við lífskjör, sem unga
kynslóðin getur sætt sig við.
Ég átti tal við nokkra af þingmönnum
Noregs á leiðinni frá Þrándheimi til Oslo,
en þeir voru að fara á þingfundi, einmitt
til þess að ræða verðlagsmál landbúnað-
arins og kaupkröfur verkamanna. Voru
þeir á einu máli um, að á venjulegum
tímum væru þessi mál talin til stórmála,
en eins og sakir standa nú, eru svo mörg
og mikilvæg verkefni fyrir hendi, varðandi
mála- og reikningslok hernámsáranna, að
þessi atriði verða að teljast til hinna
smærri.
En á eitt voru allir sáttir, bæði þing-
menn og bændur, embættismenn og verka-
menn, menn og konur, ungir og gamlir,
sem ég átti tal við, það var þetta: Norska