Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1946, Qupperneq 31

Freyr - 01.09.1946, Qupperneq 31
FRE YR 273 um stuðningi við þær aðgerðir, sem hún kann að verða til knúð að hefja málinu til fram- dráttar. d) Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að fela Stéttarsambandi bænda og framleiðslu- ráði þess það hlutverk, sem Búnaðarráð og verðlagsnefnd landbúnaðarafurða hafa nú með höndum. e) Fundurinn átelur að verðlagsnefnd landbún- aðarafurða ákvað verð á landbúnaðarafurð- um haustið 1945 lægra en það átti að vera samkvæmt sexmannanefndar-álitinu. Jafnframt telur fundurinn það hafa verið mjög misráðið, að ekki var flutt út nægiiega mikið af kjötinu þegar haustið 1945. f) Fundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins, samvinnufélögum, verðlagsnefnd landbúnað- arafurða, alþingi og ríkisstjórn, að vinna öt- ullega að því að lækka þann mikla milliliða- kostnað, sem nú leggst á landbúnaðarafurðir og skapar jafnvel óverðskuldaðan kala af hálfu neytenda í garð bændastéttarinnar og misskilning á kjörum hennar. Eftir allmiklar umræöur voru allar þess- ar tillögur samþykktar í einu hljóði. í sambandi við verðlagsmálin bar Haf- steinn Pétursson fram svohljóðandi til- lögu: „Fundurinn felur stjórn Stéttarsambands bænda að láta umboðsmenn sína boða þá menn, sem ætla sér að selja afsláttarhross fyrir bændur, til fundar fyrir helztu sölu- svæðin, með það fyrir augum að reyna að koma á frjálsum samtökum um að koma í veg fyrir undirboð á þessari vöru eins og öðrum söluvörum bænda. Fundina skal halda fyrir 20. þ. m. ef ástæð- ur leyfa. — ' .-'-í Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. 9. Tillögur fjárhagsnefndar: Framsögu- maður, Stefán Diðriksson, skýrði frá störf- um nefndairnnar og fjárhagsáætlun þeirri, er hún hafði samið. Lagði nefndin meðal annars fram eftirfarandi tillögu: „Til þess að standast kostnað vegna Stétt- arsambands bænda samþykkir aðalfundur sambandsins, haldinn að Hvanneyri 3.—4. sept. 1946, að fara þess á leit við búnaðar- sambönd landsins, að þau sjái um að afla Stéttarsambandinu árlegra tekna, sem svar- ar til 8 króna gjaldi, að viðbættri meðal framfærsluvísitölu næsta árs á undan, af hverjum búnaðarfélaga.“ Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. 10. Tillögur framleiðsluráðsnefndar: Framsögumaður, Hafsteinn Péturss., gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og bar fram tillögur um framleiðslumál. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, hald- inn að Hvanneyri 3.—4. sept. 1946 mælir með því að frumvarp til laga um framfærsluráð landbúnaðarins og verðskráningu og verð- miðlun á landbúnaðarvörum. sem prentað er í 1. tölublaði Félagstíðinda Stéttarsambandsins 1945, verði lögfest með þeim breytingum, að Stéttarsambandi bænda verði falið það verk- svið, sem Búnaðarfélagi íslands er ætlað, samkvæmt frumvarpinu. Þangað til fyrrnefnt frumvarp verður að lögum, ákveður fundurinn að framleiðslu- ráð sé skipað samkvæmt ákvæðum frum- varpsins, er starfi að verkefnum þeim, sem þar eru ákveðin, eftir því sem við verður komið án lagastuðnings. Kostnaður greiðis eftir samkomulagi af þeim aðilum, sem tilnefna menn í fram- leiðsluráð." 11. Kosning endurskoðenda: Þessir voru kj örnir: Hannes Jónsson, Kirkjuhvammi, Einar Halldórsson, Setbergi. Til vara: Erlendur Magnússon, Kálfatjörn. 12. Fundarlok: Sverrir Gíslason, for- maður Stéttarsambandsins, hvatti fundar- menn til þess, hvern í sínu byggðarlagi, að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.