Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1946, Síða 32

Freyr - 01.09.1946, Síða 32
274 FRE YR Lan.dbúnaBarráhstefn.ur Nú í septembermánuði eru haldnar þr j ár alþj óða-landbúnaðarráðstefnur í Kaupmannahöfn. Aðal ráðstefnan er haldin af Matvæla- og landbúnaðarstofn- un hinna sameinuðu þjóða. Þá hefir stofnun ein, sem nefnist Inter- national Federation of Agricultural Pro- ducters (IFAP), sem á íslenzku mætti kalla Alþjóðasamband landbúnaðarvöru- framleiðenda, fund um sama leyti. Stofn- un þessi var sett á fót í London í maímán- uði í vor, þar sem fulltrúar frá 31 þjóð voru mættir. Var þar ákveðið að leita sambands við framleiðendur af landbún- aðarvörum í sem flestum löndum og finna samvinnuleið til þess að geta fullnægt þörfinni, sem alls staðar er ríkjandi, að því er matvæli snertir. Hlutverk þessa alþjóðasambands er á- kveðið: a) að vera ráðgjafi og til aðstoðar við starfsemi FAO, en sú stofnun hefir umsjón með dreifingu og sölu mat- vælanna um heiminn. aðstoða stjórn búnaðarsambandsins um innheimtu á félagsgjöldum. Þá þakkaði hann fundarmönnum ánægjulegt samstarf á fundinum. Bjarni Ásgeirsson, form. Búnaðarfél. ís- lands, árnaði Stéttarsambandinu allra heilla í framtíðinni, og sagði að nú væru veðrabrigði byrjunarstigsins að baki en vorið og starfið framundan. Fundarmenn þökkuðu formanni og fundarstjóra störf þeirra með lófataki og þar með var fundi slitið. b) að efla landbúnaðarframleiðsluna og sölu landbúnaðarafurða. c) að kerfisbinda félagsskap hinna ýmsu landa og starfsaðferðir allar í þeim tilgangi að bæta kjör þeirra, er hafa landbúnað að atvinnu. Auk þessara tveggja ofangreindu stofn- ana hefir landbúnaðarráð Dana boðið full- trúum frá bændafélögum Norðurlanda til fundar innan þeirrar stofnunar. Bænda- félag Norðurlanda er stofnun, sem sett var á laggirnar laust fyrir stríð og hefir haldið nokkra fundi. Meðlimir hennar eru stjórnarnefnda- menn og ýmsir oddvitar innan búnaðar- félagsskapar og samvinnufélagsskapar á Norðurlöndunum fjórum. Hvorki búnað- arfélögin né samvinnufélögin íslenzku eiga hlutdeild í þessari norrænu starfsemi, er hefir það hlutverk fyrst og fremst að koma fram á alþjóðavettvangi, sem nor- rænn, félagslega heilsteyptur aðili, á sviði búmenningar og búmegunar. Verkfæranefnd Vélasjóbur Tjarnargöfu 10, Reykjavík. Sími 4373

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.