Freyr - 01.09.1946, Page 37
FREYR
279
inga og við ýms heimilisstörf. Þó er ekki
því að leyna, að óhöpp hafa hent við notk-
un Jeppa, en þau eru vitanlega manna
sök en ekki bílanna. Jeppa-bifreiðarnar
eru byggðar sem stríðsfargögn, er geta far-
ið ur|i vegleysur og torfærur, enda hefir
verið farið í þeim í kring um Ódáðahraun
og upp á Vatnajökul í sumar.
Sökum þess að þessir bílar eru stuttir,
verður að aka þeim hægt þegar beygt er
á vegum, en þessa hefir ekki alltaf verið
gætt. Hafa Jepparnir því oltið út af vegum
og steypzt alloft og af því hlotizt meiðsli
og manntjón.
★
Á meðal þeirra þœginda, sem sveita-
býlin hafa farið á mis að mestu hingað til,
er síminn. í strjálbýlinu er hann langtum
nauðsynlegri en í bæjum og borgum og
þykizt þó enginn geta verið án hans, sem
einu sinni hefir orðið aðnjótandi þeirra
þæginda, er hann býður.
En í strjálbýlinu er dýrt að leggja síma
og er það eflaust ástæðan til þess, að sveit-
irnar hafa farið hans á mis.
Til eru þær sveitir, sem einkasími hefir
verið á flestum bæjum um all langt skeið
og fer þeim fjölgandi með hverju ári. í
fyrra var lagður sveitasími allvíða og í
sumar bætast margar sveitir í hópinn.
f stað þess að þráðurinn var áður á
staurum er báru hann uppi, er hann nú
lagður í jörð. Einangraður koparþráður
er lagður í jörð með hjálp stórvirkra tækja,
þar eð dráttarvél dregur plóg nokkurn,
sem til þess er hentur að grafa djúpa
rennu, en í hana er símaþráðurinn rak-
inn, um leið og dráttarvélin dregur plóg-
inn. Á þennan hátt geta fáeinir menn lok-
ið við að leggja jarðsíma svo kílómetrum
skiptir á dag, þegar skilyrði öll eru hag-
kvæm og verkið undirbúið.
★
í byrjun septembermánaðar var Búnað-
arráð kallað saman til þess að ræða fram-
leiðslu- og veijðlagsmál landbúnaðarins,
ásamt öðru er landbúnaðinn varðar. Sam-
timis hélt Stéttarsamband bænda' hinn
fyrsta aðalfund sinn að bændaskólanum
á Hvanneyri. Voru þar meðal annars á
dagskrá hin sömu mál og Búnaðarráð
ræddi. Samþykkti þetta þing bændanna,
ýms félagsákvæði, er miða skulu að því
að efla öryggi bóndans sem þjóðarþegns
cg skapa honum skilyrði á borð við það,
sem aðrar stéttir þj óðfélagsins eiga við
að búa, en á það hefir nokkuð skort og
leitt til þess, að fólkið flytur burt, svo að
sums staðar horfir til auðnar í sveitum.
★
Á Vestfjörðum gerðizt sá atburður hinn
3. sept., sem þess er verður að færður sé í
annála, ekki aðeins annál Vestfirðinga
heldur og allrar þjóðarinnar.
Þennan dag var opnaður vegur yfir
Þorskafjarðarheiði og þar með hinu lang-
þráða takmarki náð að tengja þennan
landshluta við aðalsamgöngukerfi lands-
ins.
Hafa leiðirnar til Vesturlandsins ætíð
verið svo ógreiðar, að þessi landshluti er
með öllu ókunnur meginþorra lands-
manna. Nú opnast þeim, sem ókunnir eru
á þessum slóðum, tækifæri til þess að
kynnast hinni sérkennilegu náttúru um
Vestfirði og því athafnafólki sem þar
byggir bæi og sveitir. Kynnisfarir sveita-
fólksins verða vonandi farnar þangað —
og þaðan — á komandi árum.
★