Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1946, Síða 38

Freyr - 01.09.1946, Síða 38
280 FREYR Nautgripakjöt. í sumar hefir nautgripakjöt kostað 8—16 kr. kílógrammið í verzlunum í Reykjavík. Verðið, sem framleiðendur kjötsins hafa fengið, mun hafa ver- ið 5—7 krónur. Af þessu er auðséð, að það hefir kostað margar krónur á hvert kg. af kjöti að slátra gripnum, brytja kroppinn í bita, vega þá og rétta yfir búðarborðið, að viðbættri húsaleigu. Þær 4—7 krónur, sem framleiðandinn hefir fengið fyrir kílógrammið, eru laun hans fyrir að verja land sitt og rækta það, slá og þurrka töð- una, flytja hana í hlöðu, fóðra gripinn og hirða í nokkra mánuði eða ár. Við þetta bætist húsaleiga fyrir skepnuna og fóðrið og svo — þegar að sláturdegi kemur ■— þarf að sjá fyrir flutningi hennar á ,.aftökustaðinn“. Hér skal ekki gerð tilraun til þess að reikna laun bóndans fyrir starf sitt annars vegar né kjötsalans hins vegar, en ofangreindar tölur gefa ýmsum tilefni til þess að spyrja hvort ekki muni vera nokkurt ósamræmi milli þess krónufjölda, er nefndir aðilar bera úr býtum miðað við störf þau, sem innt eru af hendi, til þess að sjá neyt- endunum fyrir nautakjöti til miðdegisverðar. * Skurðgröfur. í síðasta blaði Freys var getið um 3 skurðgröf- ur, er komu til landsins í júlímánuði. Síðan hafa fjórar gröfur bætzt í hópinn. Fóru þær á eftirtalda staði: Álftaneshrepp á Mýrum, Glæsibæjarhrepp í Eyjafirði, Mývatns- sveit og sú fjórða er tekin til starfa í Skálholti, við undirbúning jarðyrkju, á vegum hins fyrirhug- aða búnaðarskóla þar. * Hrossasala. Eins og áður hefir verið frá skýrt var það ákveðið í vor, að hjálparstofnun sameinuðu þjóð- anna keypti að minnsta kosti 7000 íslenzk hross FRE YR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023 Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. FREYR er blað landbúnaðarins. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Prentsmiðjan Edda h.f. og sendi til Póllands. Frá hálfu stofnunarinnar kom babb í bátinn og lengi var allt í óvissu um hvort nokkuð yrði af kaupunum. Niðurstaðan hefir þó orðið sú, að nú er ákveðið að 2500 hross verði seld til XJNRRA, fyrir verð, sem nemur 625 krónum að meðaltali á hross komið um borð í ís- lenzkri höfn. Hrossin eiga að vera 3—8 vetra að aldri Gerðar eru kröfur til þess, að helmingurinn sé hryssur. Þann þriðja september byrjuðu markaðir. Þegar á reynir sýnir það sig, að bændur eru mjög ófúsir að selja hrossin og er allt útlit fyrir að erfitt reynist að fá þá tölu, sem samið hefir verið um. Verður það að teljast raunaleg þröngsýni, að menn vilja ekki selja hrossin nú, einmitt þegar viðhorfið er það, að hvergi í heiminum er fóður að fá og þegar allir fækka bæði þörfum hestum og óþörfum, af því, að það eru talin síðustu forvöð að selja þau einmitt nú. Færi betur að þeir verði ekki margir íslenzku bændurnir, sem þurfa að iðrast þess á komandi vori að hafa ekki selt á þessu hausti. ★ Sauðfjárslátrun hófst við Eyjafjörð þann annan september. Fara fjárskipti fram á þessu hausti á svæðinu frá Skjálfandafljóti að Glerá við Akureyri. Slátrun á þessu svæði var lokið fyrir 20. sept. eða áður en hafin var slátrun á fé af svæðum utan mæði- veikisgirðinga.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.