Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 11
SSoo FREYR 93 varðar afrek hirðanna, þá er það engum efa bundið, að tæknin kemur til notkunar við hirðingu búfjár og meðferð afurðanna, en fyrst verður þó að undirbúa þannig, að henni verði komið við í fjósi og hlöðu. Hið ný'ja fyrirkomulag flutningabrautar og fóður- meysa í fjósi. Sjá textann. Þetta þýðir þá það, að byggingarfyrir- komulag þessara húsakynna hlýtur að sníð- azt með tilliti til þeirrar tækni, er nota skal °g hvergi má þó gleyma þeim kröfum, er gera verður vegna skepnanna, líðunar Þeirra og framleiðslu afurðanna. Sænska fjósið, sem áætlað er til notk- unar ásamt nefndri tækni, er ein hæð með lágu risi, en fóðurgeymsla er ekki yfir eins °g venja er til þar í landi. Fóðurgeymslan er öll í hárri og rúmgóðri hlöðu. Þar er vot- heyshlaðan undir sama þaki og þurrheyið °g hleragöt á hlið votheyshlöðu svo að létt Se að moka votheyinu í meysana þegar þeir aka framhjá með 0,1—0,4 m. hraða á sek- úndu eða eru kyrrir ef vill — á meðan i Þá er látið. Skilyrðið til þess, að nefnd tæki séu hag- kvæm í notkun, er fyrst og fremst að fóð- urgeymsla sé áföst við peningahúsin. Lög- Uu húsanna skiptir minna máli og hæð frá gólfi til lofts einnig, því að haga má útbúnaði flutningatækjanna eftir því og er talið að þeim megi koma fyrir í ýmsum gömlum byggingum. Á hinn bóginn hlýtur það að vera tak- mörkum háð hve þungan bagga útgjalda af nefndu tagi er fært að binda litlu búi. Það gildir hér, eins og með aðrar vélar og hjálparmeðul, að búið sjálft hlýtur að bera bein og óbein útgjöld, sem fylgja notk- un þeirra og taka verður meðal annars til- lit til þeirra þegar bændur hyggja að afla sér tækni. Um lágmarksstærð þeirra búa, sem hugsanlegt er að geti hagnast við notkun framangreindra nýjunga, skal ekkert fullyrt á þessu stigi málsins. Það atriði verður mjög háð staðbundnum skil- yrðum. Hvað þessari tækni líður þá er það víst, að auk þess, að fyrir höndum eru stórfelld verkefni viðvíkjandi endur- bótum og nýsköpun bygginga í sveitum landsins, þarf jafnframt að vera á verði og bændur þurfa að öðlast þau hjálpar- meðul, sem geta létt búfjárhirðinguna og aukið gæði — og um leið verðmæti — bú- fjárafurðanna. G. Salt í Danmörku. Síðastl. ár. voru framkvæmd'ar víðtækar boranir eftir salti á vestan verðu Jótlandi, skammt sunnan við Limafjörðinn á milli Strúer og Holstebro. Við ítrekaðar athuganir kom það í ljós, að saltlög eru þar á stóru svæði, en saltið er í miklu dýpi. Þurfti að bora á þriðja hundrað metra áður en komið var á salt. í einni borhol-unni reyndist matarsaltlag- ið 219 m. þykkt og í 464 m. dýpi fannst kalí.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.