Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 34
114
FREYR
Svo er mælt, að það sé mjög háð félags-
legum þroska fólks á hinum einstöku
svæðum, hvort hugmyndir og framkvæmdir
um starfrækslu félagsþvottahúsa öðlist öfl-
ugan byrr eða eigi. Því til sönnunar er
greint frá tveim sveitum. í Dölum var
efnt til félagsskapar um stofnun sam-
vinnuþvottahúss. Svo að segja hver einasta
húsmóðir var þátttakandi frá byrjun enda
þótt þær aldrei hefðu áður sent fatnað
sinn út af heimilinu til þvotta.
Samtímis, og á sama grundvelli, var
stofnað til þvottahúss á Hallandi. Þar var
helmingur húsmæðranna vantrúa eða önd-
verður gegn hugmyndinni og vildi ekki
vera með. Hafði sá hópur í engu sannfærst
við lofsyrði og hrifningu stallsystra sinna
vítt um landið, sem búnar voru að ka'sta
fornum venjum og þvoðu með nýtízku
sniði.
Eru þessi dæmi tekin sem óræk sönnun
fyrir því viðhorfi, sem ráðandi sé, eftir
því hve féiagslegur þroski einstaklinganna
er mikill.
Á öðrum nefndra staða var félagshyggja
útbreidd, á hinum var sérhyggjan rótgróin
og vanafestan órjúfanlegur veggur, sem
byrgði fjölda húsmæðra alla útsýn.
★
Rannsóknir varðandi þvott, og eðlisgerð
efna og vefnaðarvara, hafa á síðari árum
verið viðfangsefni vísindamanna í ýmsum
löndum og hafa rannsóknir varpað nýju
ljósi yfir ýmsa þætti þessa verksviðs.
Fjölbreytni vefnaðarvara þeirra, sem
sem notaðar eru nú um stundir, þvotta-
efni og þvottaaðíerðir, eru svo margþætt
viðfangsefni, að óhjákvæmilegt er talið að
gefa þeim gaum og vinna að útbreiðslu
hagnýtrar fræðslu um þessa hluti. Þess
vegna eru stofnaðir og starfræktir þvotta-
skólar. í þeim er kennt: Vefnaðarvöru-
fræði, þvottaefnafræði, vélfræði og vinnu-
fræði, ásamt og efnafræði, eðlisfræði og
fleiri greinar, sem nauðsynlegar eru og
koma að hagkvæmum notum við þvotta-
störfin.
Rannsóknir hafa á meðal annars leitt
í ljós, að erfiðið við að þvo, þegar hinar
frumstæðu aðferðir eru notaðar, er álíka
mikið og við skógarhögg, en skógarhögg
er talið til hinnar ströngustu erfiðis-
vinnu.
Þegar þetta hefir verið sannað, er ekki
óeðlilegt þó að leitað sé ráða til þess að
létta stórþvottinum af herðum húsmæðr-
anna, því þegar þess er gætt að líkamlegt
þrek kvenfólks er að meðaltali % á móts
við meðal karlmannsþrek, þá hlýtur það
að skiljast að þvotturinn er sérstakt erfið-
isverk, ef ekki eru notuð hjálparmeðul
til léttis.
Og þegar þess er að gæta, að húsmæður
sveitanna eru ofhlaðnar störfum, þá er
ekki ástæðulaust að leita leiða til þess að
losa þær við erfiðustu verkin, sem frek-
ast valda ofreynslu og heilsumissi.
★
Samvinnuþvottahús í Danmörku.
Fyrsta samvinnuþvottahús Dana var vígt
í Askov þann 26. nóvember s.l. við það
tækifæri mættu ýmsir fulltrúar og forvígis-
menn danska samvinnufélagsskaparins og
aðrir áhugamenn.
Opnun hins fyrsta samvinnufyrirtækis
af þessu tagi þar í landi, gaf tilefni til
hugleiðinga varðandi samvinnuhugsjónir
og samvinnuframkvæmdir og fluttu ýmsir
ræður við það tækifæri og var viðhöfn
þessari útvarpað, en það er sjaldgæft að
danska útvarpið sýni opnun nýrra fyrir-
tækja meiri sóma en að segja frá atburð-
unum með fáum orðum.
„Með byrjun starfrækslu þessa fyrir-