Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 22
102
FREYR
kostnaðarsama tilraun og þetta lengur en
í 10 ár. Það verður því að framkvæma
fjárskipti eins fljótt og við veröur komið.
Það verður að gera það með djörfung og
festu og géra allt ,sem er í mannlegu valdi
til þess að fjárskiptin beri tilætlaðan ár-
angur. Fjárskipti kosta mikið, en það
kostar líka mikið fyrir þjóðina að missa
60.000—70.000 ær úr mæðiveiki árlega um
ófyrirsjáanlegan tíma.
Ef þröngt er í búi hjá ríkissjóði er ekki
um annað að ræða en að slá á frest um
nokkurra ára skeið byggingu einhverra
halla, kirkna, safnhúsa og annarra
steinbjálka 1 höfuðstað landsins, sem á
döfinni er að byggja og nota féð til fjár-
skiptanna. Þjóðin getur lifað menningar-
lífi þótt eitthvað færri miljónir séu settar
í stein á næstu árum en gert er ráð fyrir,
en hún lifir ekki heilbrigðu lífi hvorki fjár-
hagslega né menningarlega, nema bænda-
stéttin geti stundað arðbæran atvinnu-
veg á ókomnum árum.
Halldór Pálsson.
Sauðfjárrækt í Svíþjóð
Enda þótt flatarmál Svíþjóðar sé nær
4,5 sinnum stærra en íslands og býlatalan
liðlega 60 sinnum hærri, eru Svíar ekki
jafn sauðmargir og íslendingar og veldur
hin mikla skógrækt þar nokkru. Fyrir stríð
áttu þeir ekki nema rúmar 200 þúsund ær,
en á stríðsárunum (1939—45) fjölgaði
þeim upp í liðlega 400 þúsund. Var það
einkum ullarskorturinn í landinu, sem olli
þessari aukningu.
Þrátt fyrir hina litlu hlutdeild sauðfjár-
ins í þjóðarbúskapnum, gera Svíar miklu
meiri gagnskör að því en íslendingar að
bæta fjárstofninn. Skal það strax tekið
fram, að sauðfjárkynbætur þeirra eru af
fróðum mönnum taldar meðal hinna merk-
ustu í Norður- og Mið-Evrópu.
í mjög stuttu máli vil ég leitast við að
skýra lesendum „FREYS“ frá helztu að-
gerðum Svía á þessum vettvangi. Um ullar-
kynbætur og rannsóknir get ég þó ekki
fjallað í þessum fáu línum. Vera má að
mér gefist tækifæri til þess síðar.
Árið 1917 var sauðfjárræktarfélagið
sænska, Svenska Fáravelsföreningen,
stofnað’. Hefir það síðan verið brautryðj-
andi fjárræktar þar í landi. Var félagið svo
heppið, þegar á stofnári, að ná í ungan,
duglegan mann, að nafni Nils Insulander.
Gerðist hann gjaldkeri og ritari félagsins
og hefir gegnt því starfi síðan. Ennfremur
hefir Insulander verið ríkisráðunautur í
sauðfjárrækt síðan 1918. Störf hans í þágu
félagsins og í þágu sænskrar sauðfjár-
ræktar almennt, verða vart metin, enda
hefir hann hlotið verðskuldaða viðurkenn-
ingu fyrir, bæði utan lands og innan.
Störf félagsins eru mörg og umfangs-
mikil, enda hefir það á að skipa — auk
ráðunautarins — tveim faglærðum aðstoð-
armönnum og skrifstofustúlku. Gefur
félagið út tímarit, Svenska Fáravelsfören-
ingens Tidsskrift, sem kemur út sex sinn-
um á ári. Flytur það niðurstöðutölur vís-
inda- og eftirlitsstarfsemi á sviði sauðfjár-
ræktar, fræðandi greina, áróðursgreinar
o. fl.
Fyrir milligöngu félagsins hefir verið sett
á stofn „ullarmiðstöð,“ A.—B. Svensk ull,
og er mikjll hluti ullaþframleiðslunnar