Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 37
FREYR
117
‘-'úgmjöl eða hveiti eins og eftirfarandi
efnagreiningar sýna:
Kartöflu- Rúg- Hveiti
mjöl mjöl
Eggjahvíta....... 7,7 5,9 9,2
Kolvetni ........ 78,9 75,7 76,8
Pita ............. 0,3 0,7 1,1
Steinefni ........ 2,8 1,1 0,3
Vatn ............ 10,2 11,0 12,0
Eins og tölurnar sýna er efnainnihaldið
i greindu kartöflumjöli svipað og í öðru
n'döli, nema steinefnamagnið sem er meira.
Mjöl þetta var notað til brauðgerðar til
Þi’iðjunga með öðru mjöli.
Venjulegar kartöflur getum við notað í
brauð, aðeins í langtum minna mæli, en
íyrst þurfum við að auka neyzlu kartaflna
a venjulegan hátt og síðan að blanöa ögn
af þeim í brauðið. Venjulega notum við
aðeins 80—90 kg. af kartöflum á mann
áriega eða minna, en aðrar þjóðir nota
tvöfallt þetta magn eða 'meira.
Allt með rafafli
„Allt með rafafli, þannig á það að vera“,
Var yfirskrift annars meginþáttar sýning-
ar þeirrar, sem ’ búnaðarfélög Sjálands
eíhdu til í Kaupmannahöfn 26.—30. júní
s- 1. sumar.
Þess er áreiðanlega þörf, að fá rafaflið
^eim á sveitaheimilin og að fá rafmagnið
'heð því verði, að það geti virkilega orðið
á hvers manns færi að hagnýta það til
allra hluta, eða að minnsta kosti sem
tlestra.
A tímum eins og þeim, sem nú rikja,
þegar húsmóðirin getur enga hjálp fengið,
hvað sem í boði er, er þörf þeirra vél-
gengu hjálparmeðala, sem kostur er á.
Á nefndri sýningu var hagnýting raf-
aflsins, til bæði innan og utanhúss-verka,
sýnd á óbrotinn og auðskilinn hátt. Hér
voru vélarnar í gangi, knúðar með rafafli.
Rafeldavélar, hitaskápar, vatnsofnar,
frystiskápar, kjötkvarnir, hrærivélar,
brauðristar, þvottavélar, uppþvottavélar,
taurúllur, straujárn, .strauvélar, og yfirleitt
allt, sem húsmóðirin getur hugsað sér að
hagnýta rafafl til. Já, meira að segja var
saumavélin rafknúin — nýjasta gerð
heimsins, undravél frá Sviss, sem getur
framkvæmt allt það sem hægt er að nota
nál til — og svo ryksugan.
Við landbúnaðarstörfin kemur rafaflið
að gagni við mjaltir, til þess að knýja hin-
ar og þessar vélar, til þess að þurrka heyið
eða blása sundurskornu grasinu upp í há-
ar votheyshlöður og margt og margt fleira.
Spurningin er og verður bara: Hvað
kostar það? Og þvr er hægt að svara þegar
vitað er hvað kilowatt-stundin kostar. Til
þess að mjólka 40 kýr, eða unga út 20
kjúklingum, eða sjóða hafragraut handa
20 manns, eða hita kaffi handa 50 manns,
þarf eina kilowatt-stund. Hvað kostar
hún?
Og bændurnir og húsfreyjurnar i ís-
lenzkum sveitum spyrja: Hve nær fáun:
við þessi þægindi, sem okkur liggur lífið
á að öðlast sem fyrst og auðvitað sem
ódýrust.