Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 33
FRE YR 113 Þvottahús í sveitum I vikublaði því, sem Samband sænskra búnaðarfélaga gefur út, er frá því sagt í janúarmánuöi þ. á., að óðalsbændafélagið hafi íátið framkvæma rannsóknir varð- andi þvott, og skilyrði til þvottastarfa í sveitum. Niðurstöður rannsóknanna hafa opnað ýros sjónarmið varðandi þessi efni. Meðal annars er því slegið föstu, að ætíð muni óhjákvæmilegt að þvo smábarna-fatnaö °8' ýmsar aðrar spjarir á heimilunum og að hinn rétti staður til þess starfs sé bað- herbergið. Þess vegna þurfi að hafa Þvottalaug í því eða að öðrum kosti svo rúmgott að þar megi hafa bekk, sem Þvottabalar geti staðið á. Talið er og æski- legt að á hverju sveitaheimili séu útbúin skilyrði til þess að geta hraðþurrkað barna- íatnað og annan fatnað, sem vöknar af einhverjum ástæðum. Að því er snertir aðalþvottinn er á það bent, að síðan 1939 hafi sænsk reynsla staðfest, að félags- Þvottahús þurfi að vera í hverri sveit og ríkið hljóti að leggja af mörkum langtum ríflegri upphæðir til byggingu þvottahúsa i sveitum, en verið hefir til þessa. Tillögur hafa verið samdar þess efnis, að ríkiS leggi til 80% af kostnaðarverðinu. Af þeirri upphæð séu % hlutar styrkur en Þitt sé endurgreitt með jöfnum afborg- hnum. Stærð þvottahúsanna miðist við þétt- býli og fjarlægðir. Talið er æskilegt að hús- in séu allstór en létta beri flutnings- kostnað fyrir þá sem lengst eiga að sækja. Er talið að sú aðferð muni hafa minni út- gjöld í för með sér, en ef húsin væru mörg og smá. Þá eru tillögur gerðar um teiknistofu þvottahúsanna og rannsóknarstofnun í sambandi við hana. Er svo ráð fyrir gert að ríkið leggi árlega fé til þeirrar starfsemi svo og til þess að styrkja þá, er sækja námskeið, sem haldin verða fyrir menn og konur, er hyggja að vinna á þvottahús- um. Er til þess ætlazt að námsskeiðin standi að minnsta kosti 20 vikur, en þeir sem hyggja að gerast stjórnendur þvotta- húsa nemi við þvottaskólana, en námið er þar 1—2 ár. Tillögur eru gerðar þess efnis, að bæjar- félög njóti styrks til þvottahúsa. Þó nái það ekki til þeirra bæja, sem telja yfir 50 þús. íbúa. Talið er mjög æskilegt, að hússtjórnar- ráðunautarnir í sveitunum gangist fyrir efldum samtökum, er miði að því að létta húsmæðrunum erfiðustu verkin á heim- ilunum —; stórþvottinn — og helzt að losa þær við þau störf. ★ Það var vorið 1939 að sænska Ríkis- þingið ákvað að veitt yrði af ríkisíé 25—40% af kostnaðarverði við byggingu félagsþvottahúsa í sveitunum, en á fjár- lögum var áætluð upphæð, sem aðeins nam 50 þúsund krónum. Engan dreymdi þá fyrir því, að árlega yrðu reist 40—50 slík þvottahús, vítt um sveitir landsins, því að þá var allt varðandi þessi efni mjög á gelgjuskeiði. Síðan hefir reynsla fengizt, öflug og víð- tæk, og framlagið af ríkisfé hefir aukizt. í upphafi var fjöldi húsmæðra áhugalaus og ýmsar konur voru öndverðar þeirri hugmynd að þvo í félagi eða að senda fatn- að sinn í annarra hendur til þvotta. Þar sem þvottahús eru enn ekki komin í hér- uð, eru húsmæður efablandnar og van- trúaða á lofsyrði meðsystra sinna, sem þegar hafa fengið hin nýju hjálparmeðul.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.