Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005
Fréttir W
Fórnarlamb handrukkara, Davíð Ingi Guðjónsson, segir frá hinni hrottalegu árás á Akureyri þar
sem hann var látinn afklæðast og skotinn með gasskammbyssu fyrir utan bæinn. Davíð segist hafa
verið nær dauða en lífi. Hann er þakklátur íbúum Akureyrar sem ætla að mótmæla ofbeldi á föstu-
daginn en hyggst sjálfur flytja til Danmerkur.
Ottast um líf sitt og
ætlar að flýja land
„Ég hélt ég myndi deyja," segir Davíð Ingi Guðjónsson, 17
ára Akureyringur. Davíð er drengurinn sem varð fórnar-
lamb grimmilegra handrukkara á Akureyri um þarsíðustu
helgi. Davíð Ingi segir óttann sem hafi gripið hann nær
ólýsanlegan. Þegar byssan var dregin upp hafi hann haldið
að nú ætti hann að deyja.
„Þeir hringdu í mig og sögðust
vera að koma. Ég vissi að ég væri í
vondum málum en grunaði ekki að
þeir myndu ganga svona langt,"
segir Davíð Ingi, nýkominn af Stuðl-
um þar sem hann var sendur í neyð-
arvistvm eftir atburði síðustu daga.
„Þegar þeir komu voru þeir brjálað-
ir. Sögðu að ég væri að svíkja þá og
hótuðu að skjóta mig."
Fékk dóp á Stuðlum
Davíð Ingi ber enn merki árásar-
innar þann 16. apríl. Hann er með
ljótt ör á höndinni, læri og baki eftir
jámkúlumar sem handrukkarinn
Þorsteinn Hafberg lét rigna yfir
hann. Þau ör em þó smávægileg
miðað við örin sem Davíð Ingi ber á
sálinni. Hann hefur átt erfiða æsku
og ánetjaðist snemma flknie&ium.
Síðasta árið hefur Davíð verið í
stöðugri neyslu fíkniefna og séð fyr-
ir peningum með sölu efna.
Dóp út á krít
„Ég fékk 25 grömm af am-
fetamíni hjá þessum strákum út á
krít,“ útskýrir Davíð og á þar við Þor-
stein Hafberg og félaga hans Danna.
„Ég átti að selja efhið en freistaðist
til að nota það sjálfur. Ég vissi að ég
átti slatta ahpening inni hjá hinum
og þes^pm. Á laugardeginum hringi
ég ^vo^I Danna og sagðist þurfa að
fara að vinna. Bað hann um smá
frest til að borga.“
Danni tók að sögn Davíðs ekki
vel í að veita honum frest. „Hann
sagðist æda að bruna til mín og var
kominn fimm mínútum síðar."
Hótuðu að skjóta mig
„Þeir voru fyrir utan hjá mér
og sögðu mér að koma niður,"
heldur Davíð Ingi áfram. „Þeg-
ar ég kom niður tóku þeir mig
inn í bfl. Þeir vom brjálaðir.
Sögðu að ég væri að svíkja þá
og ætlaði að flýja úr bænum og
hótuðu að skjóta mig ef ég borg-
aði ekki."
Mennimir tveir í bílnum vom
Þorsteinn Hafberg og Daníel
Christensen, oft kallaður Danni
danski. Báðir em þeir þekkt-
ir ofbeldismenn, með
dóma á bakinu og báðir á skilorði.
Davíð segir Steina hafa verið undir
stýri. Hann hafi skutíað Danna í lack
and Jones-búðina en farið sjálfur
heim til Danna að ná í eitthvað.
„Mig grunar að það hafi verið
byssan," segir Davíð.
Skalf af hræðslu
Næst var ferðinni heitið upp á
Vaðlaheiði, afskekktan stað skammt
frá bænum. Aðspurður um fíðan
sína á þessum tímapunkti segist
Davíð hafa verið skjálfandi af
hræðslu. ,AUar hurðimar á bflnum
vom læstar og ég var skíthræddur.
Enda enginn nálægt til að hjálpa
mér ef eitthvað myndi gerast," bæt-
ir hann við.
Og sannarlega kom enginn Dav-
íð til bjargar þegar ofbeldismenn-
imir gerðu hótanir sínar að vem-
leika.
„Steini öskraði á mig og síðan
skaut hann einhverjum átta skotum
á mig, skipti um skothylki og sagði
mér að fara úr fötunum. Ég gleymi
aldrei svipnum á honum. Hann
glotti og hló eins og hann hefði
aldrei skemmt sér betur."
Afklæddur og skotinn
Davíð segist hafa klætt sig úr öll-
um fötunum. Nærbuxunum, sokk-
unum, öllu. „Þegar ég var kominn úr
tæmdi hann aftur hylkið á mig.
Steini gekk síðan að mér og sagði
mér að veita mér í snjónum. Eitt
skotið hafði farið inn í höndina á
mér og það fossblæddi. Samt velti
ég mér í einhveijum snjóskafli fyrir
ffaman þá og þegar ég stopp-
aði spörkuðu þeir í mig
til að ég héldi áfram."
Á endanum segir
Davíð að hann hafi öskrað hvort
ekki væri komið nóg. Danni hafi
sagt, „jú, það er komið nóg," og
stoppað Steina. Svo sögðu þeir mér
að fara inn í bíl en ég man að Steini
sagðist ætla að drepa mig ef það
kæmi blóð í sætið."
Laug að lögreglunni
„Eg lá í aftursætinu alblóðug-
ur,“ segir Davíð. „Ég sagði ekki
neitt heldur lá bara og vonaði að
ég myndi lifa þetta af. Þegar við
nálguðumst bæinn stoppaði Steini
bílinn og sagði mér að drulla mér
út. Ég gekk smá spöl eftir veginum
og reyndi að hringja á hjálp. Það
hvarflaði samt aldrei að mér að
„Steini öskraði á mig og sagðist
ætla að drepa mig. Síðan skaut
jf hann einhverjum átta skotum á mig,
skipti um skothylki og sagði mér að
fara úr fötunum. Ég gleymi aldrei
svipnum á honum. Hann
glotti og hló eins og hann
hefði aldrei skemmt sér
betur."
segja frá þessu. Þeir sögðu að ef ég
kjaftaði myndu þeir drepa mig."
Davíð segir vini sína hafa
keyrt sig á spítalann þar sem lög-
reglan hafi verið kölluð til. Hann
hafi þó ekki „kjaftað" í lögregluna
heldur skáldað upp einhverja
sögu. „Ég vildi ekki láta þá halda
að éghefði verið handrukkaður,"
segir Davíð.
Ætlaði að borga
Eftír erfiðan dag á spítalanum
var Davíð sagt að hann ætti að fara í
aðgerð morguninn eftir. Ein af járn-
kúlunum var föst inn í hönd Davíðs
og þurfti aðgerð til að ná henni út. í
stað þess að bíða eftir aðgerðinni
segist Davíð að hafa flúið af spítal-
anum um kvöldið. Hann hafi verið
viti sínu fjær af hræðslu og ffekar
viljað útvega pening til að klára að
borga skuldina en liggja á spítala.
Sendur á Stuðla
„Daginn eftir var ég búinn að fá
nóg. Allir félagar mínir sögðu mér að
kæra og ég ákvað að segja lögregl-
unni sannleikan. Ég áttaði mig á því
að ef ég kærði myndu þeir ekki gera
mér neitt," segir Davíð sem á þriðju-
deginum var sendur með flugvél í
lögreglufylgd á Stuðla.
Þorsteinn og Dam'el vom hand-
teknir en Davíð eyddi næstu dögum
í einangrun innan veggja meðferð-
arheimilisins.
Vakning í bænum
Á Stuðlum fékk Davíð Ingi ekki
að sjá nein blöð og hafði því ekki
hugmynd um þá reiði sem mál hans
vakti. Akureyringum blöskraði að á
miðvikudaginn, aðeins fáeinum
dögum eftir hina fólskulegu árás,
vom Þorsteinn Hafberg og Dam'el
Christensen báðir lausir úr haldi.
Ungir menntaskólanemar tóku
af skarið og hafa skipulagt mótmæli
gegn ofbeldi á Akureyri næstkom-
andi fösmdag.
Þakklátur fyrir stuðninginn
„Ég er rosalega þakklátm fyrir
allan þennan stuðning," segir Davíð
Ingi en fréttimar af mótmælunum
komu honum á óvart. „Það er gott
að vita að fólk standi með manni og
mig langar að þakka stúlkunum í
MA sem skipuleggja þessi mót-
mæli."
Davíð Ingi segist vera á tímamót-
um. „Nú stend ég héma á götunni í
Reykjavík með ekkert nema farmið-
ann úr landi," segir hann og játar að
hann vilji hreinlega komast burt.
„Eftir þetta vil ég bara komast
eitthvert annað. Ég á ættingja í Dan-
mörku og vona að þeir taki mér vel."
simon@dv.is