Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Qupperneq 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 75 Vill eftirlaunaráðherra fram í dagsljósið Nú er spénnandi að fylgjast með atganginum í framsóknarfjósinu. Eft- irlaunafrumvarpið er komið aftur á dagskrá og gaman verður að sjá Óli ÓmarÓlafsson furðarsigá samtryggingu eftirlaunaráðherra hvernig Hj álmar Ámason klórar sig út úr því í þetta skiptið. Það er ótrúlegt að sjá samtrygg- inguna í fyrrverandi ráðherrum sem þiggja þessi eftirlaun. Enginn gefur neitt upp um neitt og viðmótið er greinilega: ef þú segir ekkert um mig, segi ég ekkert um þig. Það er óþolandi þegar menn láta eins og það sé einkamál Geirs Haar- de hver er að þiggja tvöföld eftirlaun frá rikinu og hver ekki. Mér skilst að tveir þessara fyrrverandi ráherra séu ekki að þiggja og mér finnst þá að þeir ættu að stíga fram, eða einhverjir að segjahverjir það eru. Framsóknarmennimir em nú að stíga fram með einkafjármálin og Kristinn sleggja fer þama fremstur í flokki. Sýnist á öllu að hann sé skít- blankur. Sumarið er líka að detta inn. Það fer ekki á milli mála þessa dagana. Þá fer maður að geta stundað veiðina aftur. Ég segi að það sé lífsnauðsyn- legt fyrir alla að hafa gott hobbí. Ég hef veiðina, aðrir golfið. Lykilatriði að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafhi. 11 1 ÍMiÉfff i \:m. ;l lilíiÍ! : vs 1 | J M ' ! if — jj ^ IHl v 1 Maður í grænni úlpu týnir gleraugum Guðjón skrifai: Að kvöldi dagsins fyrir skír- dag keypti maður á miðjum aldri sér bjórglas á kaffihúsi á Laugaveginum í Reykjavík. Stuttu eftir að hafa keypt áð- urnefnt bjórglas, lenti hann í því að bjórnum var hellt nið- ur fyrir honum. Hann fór fram á að viðkomandi bætti sér skaðann. Viti menn, það var gerður aðsúgur að hon- um og í þessum óþægilegu aðstæðum tapaði hann gler- augum, húsfyklum og öðr- um hanskanum. Dyravörður staðarins áttaði sig ekki bet- ur en svo á gangi mála að hann dró þann óheppna út með valdi, þrátt fyrir að sá segði ítrekað að hann ætti gleraugu og lykla þarna inni. Og einnig að það hefði verið hellt niður bjór fyrir honum. Og honum þætti þetta ansi ósanngjarnt. Það var engu orði við dyra- vörðinn komið. Hann sagði bara ítrekað: „Komdu á morgun!“ Og það með þjósti! Áðurnefndur maður staldraði við útidyr stað- arins, en það þýddi ekk- ert að eiga við áðurnefndan dyravörð. Það er eins og hann þekkti til þessara gesta. Eftir þennan atburð reyndi þolandinn að hafa tal af að- standendum staðarins. Og í eitt skipti náði hann tal af viðkomandi dyraverði og annar eigandinn var þar að gera við hurðarpumpu. Nú, dyravörður- inn fór inn á staðinn og náði þar í miða með gælunafni á honum, það er að segja eigandanum „Stulli", auk GSM-símanúmeri og sagt að hafa samband á dagtíma á virkum degi. Reynt var ítrekað að hafa samband síðar við áðurnefndan eig- anda en aldrei svarað. í millitíðinni hitti ég á um- ræddum veitingastað unga konu sem er skráð sem forráðamaður við- komandi kafflhúss. Gerði hún lítið úr þessu og sagði mig að öllum líkindum hafa verið ölvaðan og með vesen. Og í síðustu viku hitti ég hinn eigandann og er hann sambýlismaður ungu konunnar og skráður for- ráðamaður annars veitinga- staðar í borginni. Hann sagði einnig að sennilega hefði ég verið fullur og átt alla sök á. Og hann benti mér að þessi dyravörður hefði unnið hjá sér í svolítinn tíma og að hann treysti honum fullkomlega til starfsins. Nið- urstaðan af þessum samræð- um leiddu til þess að ég yrði bara að leggja fram lögreglu- kæru. Ekki fékkst heldur upp hvort veitingarstaðurinn væri tryggður fyrir áföllum sem þessum. Af þessum samtölum fékkst títið uppgefið af þessu ágæta sambýlisfólki. Þeir sem urðu vitni að þessu eða vita hvar þessir munir eru niðurkomnir eru beðnir að senda tölvupóst á gleraug- un@yahoo.com eða koma þeim til óskilamunadeildar Lögreglunnar í Reykjavík, í Borgartúni. Þess má geta að maðurinn, þ.e.a.s. sá óheppni, var í grænni úlpu með loðkraga. Virðmgarfyllst, Guðjón. • •• að vera hjálpsöm og talandi lirfa? „Það er ofsalega gaman að hjálpa til þegar maður veit að hjálpin kemur til með að hjálpa bömum um allan heim að líða betur. Mér finnst hins vegar svolítið skrítið að spyrja mig hvernig sé að vera talandi lirfa því ég hef alltaf kunnað að tala. Ormurinn, vinur minn kann líka að tala og einu sinni sagði mað- ur við mig að það væri skrítið. Ég segi bara að fólk sé stundum skrítið að spyrja svona. Fegurðin kemur að innan Þegar ég var minni þá var ég svo óhamingjusöm af því að ég hélt að ég væri ljót og svo var ég líka alltaf að hugsa um hvort ég væri feit og svoleiðis. Svo hitti ég gamlan og gáfaðan orm sem sagði mér að maður ætti bara að vera góður. Þá fór ég að hugsa um alla sem eiga virkilega bágt og núna ætla ég að vera góð við þá og hjálpa þeim að líða betur. Núna er mér alveg sama um hvort ég sé ljót eða feit af því að ég veit að ég er falleg inn í mér, og fegurðin kemur innan frá, það segir ormurinn alla vega. Getum hjálpað svo mörgum Mér finnst ótrúlega gaman að UNICEF og Umhyggja vilji að ég hjálpi þeim að hjálpa öUum þessum krökkum. Þá getum við nefnUega hjálpað svo mörgum sem eiga bágt úr um aUan heim. Umhyggja og UNICEF þekkja svo mörg börn sem eiga bágt og ég hef bara svo ótrúlega gaman af því að gleðja litlu börnin, enda eru þau öU vinir mínir eins og ormurinn. Nýtir frægðina vel Annars er dáhtið skrítið að vera orðin fræg en það er bara aUt í lagi og ég er líka aUtaf í sjónvarpinu og get þá talað við litlu börnin sem mér þykir svo vænt um. Þegar maður er fræg- ur þá getur maðttr líka komið í blöðin og sjónvörpin og útvörp- in og sagt öUum að þeir eigi að vera góðir. Og svo fæ ég að ferð- ast út um aUan heim og tala aUs- konar tungumál og gleðja lítil börn.“ ta litla sem kölluð hefur verið litla lirfan Ijóta hefur tekið »ö>éraö|jiá'Pa ^lirfa^hehu^frá'ártnu 2*002 verið vinsæl á heimilum landsins og auk þess etur eldri kynslóðina að hjálpa til við sofnumna. Landkönnuður lætur lífið í ættbálkaerjum Á þessum degi árið 1521 lét portú- galski landkönnuðurinn Ferdinand MageUan lífið í stríði tveggja ættbálka á filippísku eyjunni Cebý. MageUan hafði skömmu áður varpað akkerum við eynna. Eftir að hafa snúið höfðingja annars ætt- bálksins tíl kristni sam- þykkti MageU- an að hjálpa ættbálknum í erjum við ná- grannaættbálk. Það var í þess- um erjum sem MageUan féU. MageUan var af portúgölskum aðal- sættum og barðist fyrir land sitt gegn múshmum um yfirráð yfir Indlandshafi I dag árið 1822 fæddist Ulysses S. Grant, átjándi forseti Bandaríkjanna og Marokkó. Fréttir af óviðeigandi hegðun hans oUu því að hann féU í ónáð hjá portúgalska konunginum Manúel. Þá ákvað MageUan að ganga spánska konung- inum á band í baráttu hans um landvinninga við Portúgal. Spánarkonungi hugnaðist Ula að Portúgal skyldi hafa fundið Kryddeyjar í Indónesíu. Alexander sjötti páfi hafði nýverið skipt heiminum í tvennt á miUi Spánar og Portúgal eftir núklar deUur vegna landafunda landanna. MageUan bauð sig þá fram í að finna sund í gegn- um amerísku heimsálfumar og sanna að Kryddeyjar lægu þeim megin Magellan Átti hlutí að fyrsta skipiö sigldi hringinn I kringum hnöttinn en komst sjálfur aldrei á leiðar- enda. heimsins sem Portúgal átti. Sund- ið fann hann við enda Suður-Amer- íku og hefur það síðan verið kallað MageUan-sund. Áður en það tókst lentu skip hans á Cebý. Af þeim fimm skipum sem lögðu í ferðina komust tvö í gegnum sundið og aUa leið til Krydd- eyja, án MageUan. Þar vom þau fyUt af kíyddi. Annað hélt tíl baka yfir Kyrrahaf og fórst en hitt, VUctoría, tók vesturleið- ina og komst að lokum tíl Spánar. Það var fyrsta skipið til að sigla hringinn í kringum hnöttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.