Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005
Kærisáli DV
ESB vararvið þungtyndislyfjum
Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins hefur gefíð út strang-
ar viðvaranir til lækna og foreldra um notkun tveggja
tegunda þunglyndislyfja sem eru fyrir börn og ung-
linga. Segir að Evrópusambandið telji að ekki ætti að
nota lyfíð nema undir mjög ströngu eftirliti og með
samþykktum skilyrðum. Framkvæmd var rannsókn á
notkun tveggja tegunda lyfja, sem voru annars vegar
Prósak og Paxil og hins vegar Effexor i tengslum við
sjálfsvígshættu þeirra sem neyta lyfjanna. Var niður-
staðan sú að þeirsem tóku inn lyfín voru ekki íjafn
miklum sjálfsvigshugleiðingum og voru talsvert
minna árásarajarnir en þeir sem
Bjöm Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru
sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get-
ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is.
Hreyfing ófrískra
kvenna vinnurá
þunglyndi
Þegar konur verða ófriskar snýst um-
ræðan oftar en ekki um hvað konurnar
geta gert þannig að ófæddu barni heils-
ist vel, bæöi á meðgöngutimanum sem
og eftir fæðingu. Það má þó ekki
gleyma konunni sjálfri, sem er hætt við
margs konar heilsukvillum, andtegum
og likamlegum, i kjölfar meðgöngunn-
ar. Einn sá algengasti er þunglyndi, sem
getur herjað á konurnar bæði fyrir og
eftir fæðinguna. Nýleg rannsókn sýnir
að þær konur sem fái tækifæri til að
hreyfa sig á meðan meðgöngunni
stendur eru mun óllklegri til að verða
þunglyndar auk þess sem almennt
heilsufar verði mun betra og á það
einnig við um eftir að fæöing barnsins
er yfirstaðin. Margar konur eiga þó /
vandræöum með að stunda mikla
hreyfingu á meðgöngunni, til dæmis
vegna grindarlos, en þá gildir að leita
ráðgjöflæknis eða Ijósmóður um hvers
konar hreyfing myndi henta efþannig
bæri við.
Átak gegn líkamlegu og andlegu heilsufari meðal eldri borgara í Bandaríkjunum
Líkbíll með bar
og DVD-spilara
Ástralskur útfararstjóri býr upp á heldur
betur nýstárlega þjónustu. I likbílnum sem
stofan notar má nefnilega finna minibar,
DVD-spitara og kaffivél. Þá er bifreiðin sjálf
útbúin krómuðum handriðum fyrirkist-
una, lituðum rúðum, sérstökum glasahöld-
um og sérstaklega lágstemma og róandi
lýsingu. Líkbillinn, sem er myntugrænn að
innan, getur haft tólfsyrgjendur með I för-
inni þegar á að flytja kistu hins látna á
hinsta áfangastað sinn. Engum sögum fer
afþvl hversu langar sllkar farir geta varið i
Ástraliu, sem vissulega er mjög víðáttu-
mikil, þannig að syrgjendur fyndu sig
knúna að hella upp á kaffi og skella DVD-
mynd i spilarann á leiðinni. Leigan á lík-
bílnum kostar um 50 þúsund krónur.
Listamaður vill
eyðnismitað blóð
Listamaður frá Chile í Suður-Ameriku hef-
ur auglýst I dagbtöðum eftir eyðnismituöu
blóði. Vill hann að eyðnismitaðir
einstaklingar sendi sér blóð úr sér sem
hann mun svo nota til að mála eyðnismit-
aðan einstakling
meö viðkomandi
blóöi.Segirhanní
blaðaviðtali aö
hann þurfi hálfan
lítra af blóði til aö
klára listaverkið.
„Allirsem vilja
gefa mér blóö
ættu aö senda
mér tölvupóst á
netfangið
bnovoalongu-
eira@yahoo.es.
Vinir mlnir segja aðég
sé ruglaöur og aö ég sé að skapa mikinn
usla en ég vil horfast í augu við ótta
minn," segir listamaðurinn sem heitir
Benjamin Novoa Longuera.
Sæl veriö þiö
sálfræöingahjón
Þannig er að ég held að
drengurinn minn þjáist af
aðskilnaðarkvíða. Getið
þið frætt mig um
hvað það er, hver
sé orsökin og
hvað sé til ráða?
Með kveðju og þökk
Katrín
Sæl Katrín
Aðskilnaðar-
kvíði einkennist af miklum kvíða
við að fara af heimilinu eða fara frá
manneskju sem einstaklingurinn
er tilfinningalega tengdur, eins og
foreldrum. Börnin hræðast að eitt-
hvað komi fyrir ástvini sína þegar
þeir eru í burtu og fá martraðir
fyrir aðskilnaðinn og á meðan á
aðskilnaðinum stendur.
Eðlilegt er að mjög ung börn
finni fyrir kvíða við aðskilnað og
mörg börn eiga í einhverjum erfið-
leikum með að fara og vera í burtu
frá foreldrum sínum á fyrstu
árunum í leikskóla. Þar af leiðandi
eru þessi börn ekki greind með
aðskilnaðarkvíða. Við tölum ekki
um raunverulegan aðskilnaðar-
kvíða fyrr en barnið er orðið tölu-
vert eldra. í raun má segja að því
eldra sem barnið er þeim mun
mikilvægara er að bregðast við ein-
kennum aðskilnaðarkvíða og það
má í raun segja að þrátt fyrir að
flest börn losni við aðskilnaða-
kvíða, þá eru dæmi um einstak-
linga sem þjást ennþá af einkenn-
um aðskilnaðarkvíða eftir tvítugt.
Áætlað hefur verið að um það bil
4% barna þjáist af aðskilnaðar-
kvíða þó svo að það megi reikna
með að fleiri börn finni fyrir ein-
kennum aðskilnaðarkvíða við
ákveðnar aðstæður, þar sem ein-
kennin geta verið misalvarleg.
Vægustu einkennin væru t.d. að
eiga erfitt með að fara í skólann á
morgnana, spyrja stöðugt um
hvemig dagurinn eigi að verða, og
þurfa stöðugt að geta náð í foreldra
sína í síma ef börnin fara til vina
eða ættingja. Mun alvarlegri ein-
kenni væru t.d. að neita að sofa í
eigin herbergi, geta ekki litið af for-
eldrum sínum, gera sér upp veik-
indi, neita að fara í skóla, og
strjúka heim úr skóla og gæslu.
Orsakirnar aðskilnaðarkvíða
Orsökin fyrir aðskilnaðarkvíða
er mismunandi og er líklega í flest-
um tilfellum fleiri en einn þáttur,
og mismunandi á milli barna. í
sumum tilfellum getur verið um
uppeldisáhrif að ræða, þar sem til
Hreyfing besta öldrunarmeðalið
Besta leiðin til að vinna bug á heilsufarsvanda-
málum í ellinni er sú sama og hjá unga fólkinu -
líkamsæfingar. „Við vomm sköpuð til að hreyfa
okkur," segir Colin Milner framkvæmdarstjóri
alþjóðlegrar öldnmarstofnunar sem em regn-
hlífasamtök fyrir 4000 samtök sem láta ellina sig
varða. „Hreyfing er æskubmnnurinn, það besta
sem við eigum til að tryggja langt og gott líf.“
James Blumenthal, prófessor við læknissál-
fræði við Duke-háskóla hefur framkvæmt margar
rannsóknir sem tengir hreyfingu við færri tilfelli
um þynglyndi og minni hætm á öðm hjartaáfalli
fyrir þá sem einu sinni hafa fengið hjartaáfall.
Engu að síður segir hann að fæstir sem em eldri
en 65 ára stundi einhvers konar líkamsrækt. Ein
ástæða fyrir því gæti verið slæmt heilsufar, segir
hann. 85% í þessum hópi eiga við einhvers konar
vandamál við að stríða sem hamlar getu þeirra til
að stimda líkamsrækt. Annað vandamál segir
hann vera að fólk einblíni ffekar á að halda útlit-
inu unglegu í stað þess að vera í góðu líkamlegu
formi. Milner segir þó að þetta horfi til betri veg-
ar þar sem sífellt fleiri samtök og aðilar í heil-
brigðisgeiranum prédiki þessi skilaboð til eldri
kynslóðarinnar. Það sé samhent átak sem nái til
allra anga heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum.
Tai-Chi Kinverskur eldri borgari
stundar tai-chi æfíngar í Sjang-
Þjáist drengirinn minn
nf aðskilnibarkvíöa?
dæmis foreldri „ofverndar" barnið
sitt og þjáist kannski sjálft af eins-
konar aðskilnaðarkvíða. Viðkom-
andi foreldri á þá oft erfitt með að
sleppa barninu frá sér og talar
stöðugt um hættur við barnið.
Rannsóknir hafa meðal annars
sýnt að nokkuð algengt er að mæð-
ur barna sem þjást af aðskilnaðar-
kvíða þjáist sjálfar af kvíða, þar
sem algengasti kvíðinn er ofsa-
kvíði. Aðrar orsakir aðskilnaðar-
kvíða má rekja til aðstæðna sem
valda streitu, eins og flutningur,
eða atburðir eins og veikindi eða
dauði ástvinar, eða aðrar breyting-
ar sem valda streitu hjá barninu.
Hins vegar bregðast systkini oft
mjög mismunandi við þessum að-
stæðum sem gerir það að verkum
að hægt væri að álykta að börn
með ákveðna skapgerð séu líklegri
til að þróa með sér aðskilnaðar-
kvíða en önnur börn.
Að takast á við vandann
Þú spurðir um leiðir til að takast
á við aðskilnaðarkvíða. Sú meðferð
sem hefur reynst vel við aðkilnað-
arkvíða er hugræn atferlismeðferð,
þar sem meðal annars er unnið
með að hjálpa baminu skref fyrir
skref að takast á við aðstæður sem
valda kvíða. Mikilvægur þáttur í
þessari meðferð er að þjálfa for-
eldra í að hjálpa barninu. Þegar við
ætlum að hjálpa börnum okkar að
takast á við aðskilnaðarkvíða er
mikilvægt að hjálpa þeim skref fyr-
ir skref að takast á við „erfðari" og
„erfiðari" aðstæður. Gefa barninu
lengri aðlögunartíma að nýjum að-
stæðum og reyna að undirbúa
bamið vel með útskýringum eða
lestri bóka um nýjar aðstæður.
Reyna að leggja áherslu á að kveðja
barnið alltaf þrátt fyrir að það sé
erfitt, en reyna jafnframt að eyða
ekki of miklum tíma í það því
minningin um erfiðar langar
kveðjustundir hjálpa ekki barninu.
Leggja áherslu á að hrósa barninu
fyrir dugnað þegar það er í burtu.
Gangi þér vel
Bjöm Haröarson
sálfræöingur