Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Page 29
DV Hér&nú
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 29
Jane Fonda, fyrrum líkamsræktar-
gúru og Óskarsverðlaunahafi hef-
ur sagt að hún hafi eingöngu leik-
ið í myndinni „Monster-in law"
vegna peninganna en Jennifer
Lopezfer með eitt aðalhlutverk-
anna. Leikkonan hefur ekki leikið í
kvikmynd í 15 ár en hún býr núna
í Georgíu þar sem hún fæst við
góðgerðarstörf. „Verum bara
hreinskilin. Ég bý í Georgíu þar
sem ég sinni góðgerðastörfum. Ég
er 67 ára og ég lifi ekki að eilffu,"
segir Jane. Jane segist ætla að
nýta helming launa sinna í góð-
gerðastörfin."
Vinkonurnar Aishwarya og Svanhildur
Indverska leikkoncm Aishwarya
Rai kom fram iþættinum„Oprah /
takesyou around the world" f.
ásamt sjónvarpsstjörnunni I
Svanhildi Hólm. Aishwarya er \ #
fyrrum ungfrú heimur og mjög \ -
vinsæl leikkona i Indlandi en hún
hefur leikið i fjölda Bollywood-
mynda. Aishwarya leikur einnig i mynd-
inni„Bride and Prejudice" sem ernýkomin á
myndbandaleigurnar hér á landi. Leikkonan er
30 ára gömul og þykir ein fegursta kona heims
i ______ en hún er með samninga viðfyrir-
'/ . tækin L’Oreal, Coca Cola og
\ DeBeers demanta. Aishwarya
\ þykir vera ungum stúlkum
•i I góð fyrirmynd sem og landi
, J sinu og þjóð til sóma, rétt eins
. , JfiÉ| / og vinkona hennar Svanhildur
Hólm.
a leið tíl New York
I
Svanhildur
bauð Opru
uppá
íslenskt
brennivín
Langþráð stund rann upp á
mánudagskvöldið þegar íslenski
Opruh Winfrey-þátturinn var loks
sýndur úti í Bandaríkjunum. Eins og
Hér & nú hefur greint frá voru starfs-
menn Opruh á íslandi í vor og leituðu
að hinni fuilkomnu íslensku konu.
Hana fundu þeir í Svanhildi Hólm
Valsdóttur, sjónvarpskonu og fegurð-
ardís. Svanhildur sat fyrir svörum
Opruh í stúdíóinu hennar í Chicago
og bar sig eins og fjallkonan sjálf.
í myndbrotunum sem tekin voru
upp á Islandi voru áhorfendur leidd-
ir um Reykjavík og þeim boðið í
þorramat á veitingastaðnum Baut-
anumáAkureyri.
ísland var kynnt sem staðurinn
þar sem villtasta kynlífið væri stund-
að, böm væm geymd úti í kuldan-
um, konur gætur borðað heilan hell-
ing af súkkulaði án þess að þyngjast
og hrútspungar og kæstur hákarl
væm talin lostæti.
Svanhildur sló í gegn
Svanhildur fræddi Opruh um
hvemig kynlífi og samskiptum kynj-
anna væri háttað á íslandi: „Kynlíf er
ekkert stórmál á íslandi. Örugglega af
því að það stunda það allir. Það er
ekki eitthvað sem þú þarft að skamm-
ast þín fyrir að tala um. Ef stúlka byrj-
ar að stunda kynlíf þegar hún er 15
ára er ekki litið á hana sem lausláta.
íslenskar konur em mjög sjálfstæðar,
þær bíða ekki eftir að þeim sé boðið
út heldur taka þær sjáífar upp tólið,"
sagði Svanhildur hinni agndofa
Opruh. „Við höfúm eiginlega ekki
þetta stefnumóta-fyrirbæri. Við
myndum ekki fara á tvö til þrjú
stefnumót og svo mögulega bjóða
honum inn eftir þriðja stefiiumótið."
Þegar Oprah spurði hvort við
hefðum aðgang að amerísku sjón-
varpi svaraði Svanhildur: „Við fáum
mikið af fréttum frá Ameríku. Við
sjáum oft myndir af feitu fólki úti á
götu. Ég hugsa að þú gætir ekki
Islenski Opruh-
þátturinn var
frumsýndur í
Bandaríkjunum í
byrjun vikunnar.
Svanhildur Hólm
Valsdóttirog Þór-
unn Lárusdóttir
þóttu fara á kost-
um ogvoru góðir
fulltrúar lands og
þjóðar.
fundið jafri feitt fólk á íslandi og
feitasta fólkið er hér. Jafnvel þótt
það sé mikið af feitu fólki hafið þið
náttúrlega restina sem er mjög fal-
legt fólk. Ég hef verið að fylgjast með
sjónvarpi hérna [í Bandaríkjunum]
og ég hugsa að þið séuð með of mik-
ið af auglýsingum þess eftiis að fá
fólk til þess að megra sig.‘‘
Svanhildur sagði einnig að það
væri ekki litið niður á einstæðar
mæður á íslandi. „Þú þarft ekld eig-
inmann til þess að hafa einhvers-
konar stöðu í þjóðfélaginu."
Svanhildur kom með íslenskt
brennivín og íslenska þjóðarrétti í
myndverið og bauð Opruh upp á.
Ekki fýlgdi sögunni hvernig hún
kunni að meta gómsætið.
Þórunn Lár sagði Opruh að
sofa úti
Þórunn Lárusdóttir leikkona var
einnig kynnt í þættinum. Hún busl-
aði um í Bláa Lóninu og fræddi
bandaríska áhorfendur um jarð-
fræði íslands. „Við svömlum um í
náttúrulega hituðu vatni undir ber-
um himni. Meira að segja á veturna.
Vatnið er fullt af steinefhum þannig
að það er eins og að hafa sína eigin
heilsulind í bakgarðinum hjá sér!“
Talað var um að ísland væri
þekkt fyrir hávaxnar, ljóshærðar og
bláeygðar konur og að landið væri
þekkt fyrir að vera á toppnum í
heiminum þegar það kemur að
tísku. Hönnuðir nota innlend, nátt-
úruleg efni eins og ull í peysur og
fiskiroð notað í handtöskur.
íslandi var einnig lýst sem einu af
öruggustu löndum í heimi.
„Við höfum mjög lítið af glæpum.
Lögreglan gengur ekki einu sinni
með byssur," sagði Þórunn. „Við
höfum engar áhyggjur af því að
skilja bömin okkar úti á götu þegar
við skreppum inn í búðir. Við leyfúm
þeim einnig að sofa úti í að minnsta
kosti klukkutíma á dag. Meira að
segja á veturna. Ferska loftið er gott
fyrir þau. Oprah, þú ættir að prófa
að sofa út. Það er mjög hressandi."
Reykjavík var sögð vera þekkt
fyrir að vera skemmtanahöfuðborg
heimsins og djammið, sem ú'ðkast
allt árið, hefúr gefið Reykjavík orð-
sporið „borgin sem aldrei seftxr".
„Við förum ekki einu sinni út
úr húsi fyrr en um miðnætti og
oft djömmum við þangað til
kl. sex á morgnana," sagði
Þórunn.
Ekki er vitað
hvenær þátturinn
verður sýndur hér
á landi en líklega
verða sýnd brot
úr honum í
fréttatíma
Stöðvar 2
áður en
hann verður
sýndur í
heild sinni.
■9
*
9