Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 13
DV Fréttir LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 13 ÓliJón hættir sem bæjarstjóri Óli Jón Gunnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Stykkishólmi í sex, ár hef- ur nú sagt því starfi lausu og mun hann hætta 1. ágúst. Óli Jón segir þetta hafa komið til af góðu en að það komi að þeim tíma- mótum hjá öllum að þurfa að horfa fram á við og breyta um starfsvettvang. Hann segist hafa fengið at- vinnutilboð sem hann ekki gat hafnað en vildi ekki gefa annað upp en það að nýr starfsvettvangur hans verð- ur á Akranesi. Laugardalnum Þrjár ær hafa nú þegar borið í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal. Söðulkolla reið á vaðið 30. apríl þegar hún bar tveimur hrútíömbum. Ekki byrjaði móðurhluverkið hjá Söðul- kollu vel því hún afneitaði öðru lambinu til að byrja með. Eftir viðeigandi ráð- stafanir hefur hún tekið bæði lömbin í sátt. Með- fylgjandi mynd er hins vegar af Golsu sem bar líka tveimur lambhrútum nokkrum dögum á eftir Söðulkollu. Sex gimbrar eiga enn eftir að bera svo það er ljóst. Það verða því lítil lömb að leik í fjöl- skyldugarðinum ff am eftir öllu sumri. Ellefu þúsund í Reykjanesbæ íbúar í Reykjanesbæ eru orðnir fleiri en 11 þúsund. Árni Sigfússon bæjarstjóri bauð af því til- efni fjölskyld- unni sem kom bæjarbúum yfir þessa tölu í heimsókn til sín á bæjarskrifstofuna þar sem hann færði þeim gjafir, meðal annars fjöl- skyldukort í sund sem gildir út sumarið. Samkvæmt skráningu var það fjögurra manna fjölskylda í Njarð- víkum sem rauf múrinn þegar hún flutti í bæinn. Nú eru íbúarnir hins vegar orðnir 11.081 talsins eins og segir á reykjanesbaer.is. Næqjusamir þjófar Innbrot í bíl var tilkynnt til Lögreglunnar í Reykjavík í gærmorgun. Reyndist hafa verið brotist inn í bíl bílaleigu við Vatnsmýrarveg. Að sögn aðal- varðstjóra lög- reglunnar hafði einhver eða ein- hverjir óprúttnir brotið rúðu í bílnum. Það eina sem þeir höfðu á brott með sér var framhlið af bílageislaspUara, harla lítill fengur. Innbrotið er óupplýst en lögregla biður þá sem urðu varir við grunsam- legar mannaferðir við Vams- mýrarveg aðfaranótt fimmtu- dags að hafa samband. Guðrún Kristín Erlingsdóttir slær í gegn á götum höfuðborgarinnar á BMW 745i Sjonvarpsþula með sjónvarp í bílnum „Við eigum hann saman,“ segir Guðrún Kristín Erlingsdóttir sjónvarpsþula sem er komin á einn fínasta bíl landsins; BMW 745i. Eiginmaður Guðrúnar er Baldur Steinarsson rafverktaki í Rafmiðlun ehf. og deila þau hjónin áhuga á fallegum bílum. Þar sameinast þau og verða eitt: „Ég hef verið með ólæknandi bfla- dellu allt frá bamæsku og við höfum átt marga góða bfla. Þessi er þó sá besti," segir sjónvarpsþulan sem státar nú af því að vera eina sjónvarpsþulan í Evrópu sem er með sjónvarp í bflnum sínum. „Það er líka nudd í sætunum og svo er allt leðurklætt. Þetta er frábær bfll.“ Guðrún og Baldur fluttu bflinn sjálf inn og spömðu þannig umtals- verða fjárhæð: „Ég gef ekki upp hvað bfllinn kostaði en hann kostaði að sjálfsögðu sitt. Síðast áttum við góðan Bens og þá fékk Bogi Ágústsson sér einn Bens líka. Nú verður gaman að sjá hvort hann fær sér BMW eins og við. Ég sagði Boga reyndar að hann væri í vit- lausu starfi ef hann ætlaði að keppa við mig í bflaeign. Hann ætti að hætta í þessu fréttastússi og gerast frekar þula,“ segir Guðrún sem ekur að sjálf- sögðu um með einkanúmerið GKE; Guðrún Kristín Erlingsdóttir. Hún er 6,2 sekúndur að komast á hundrað kflómetra hraða enda með 335 hestöfl á milli fótanna. Sjónvarpsþulan og bíllinn Guðrún er ánægð með BMW- inn enda er nudd í sætum og sjónvarp fyrir bílstjórann. húsgagnaverslun landsbyggð?'"- . Daisbraut 1 - 600 Aki Léttar veitingar Allir velkomnir Opnum laugardaginn 14. maí kl. 11:00 Gaman að skoða margvislegar gjafavðrur sem myndu prýða öll heimili Skoðið húsgögn frá Öndvegi, Heima, GA húsgögnum, og fleirum Mikið af nýjum vörum sem eingöngu eru fáanlegar á Akureyri Skemmtidagskrá C# songur Kynnið ykkur opnunartilboð sem eingöngu gilda í maí Úrval af fallegum kristal, glösum og matarstellum. Vid tærum ykkui HÚSGÖGNtN HEIM Fri heimseiuling á vöiukmipum yfii 100.00(1 kr. á stór- Akiiroyráisvæðinu. Dalsbraut 1 - 600 Akureyrí HUSGOGNIN HEIM SimI 4 61 1 15 0 Fnx 4 61 1121 Opið verður frá kl. 11-16:00 iaugardnginn 14. mai Mikið úrval af ýmsum gjafavörum. Myndir, spegiar, o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.