Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 24
24 LAUGARDACUR 14. MAÍ2005 Helgarblað DV Herratískan míl í siwuif^ Herratískan vill oft gleymast í umræðunni um sumartískuna. DV heyrði í nokkrum sérfræðingum í faginu og forvitnaðist um hvernig karlmenn eiga að klæða sig í sólinni. Greinilegt er að snyrtileg föt eru málið auk þess sem allir karlmenn verða að geta skipt um ham þegar kvölda tekur. FRÁ ELVISYFIR í BÍTLANA „GaHabuxurnar verða náttúrulega vinsælar sem og pólóbolir í allavega litum," segir Sölvi Magnússon í versluninni Retro. „Sniðið á gallabuxunum verður annað hvort þröng eða mjög laust en það fer mest af því núna. Jakka fötin verða hins vegar úr þykku kakíe&ii, að- sniðin og kannski svolítið bítlaleg. Það verð- ur mikið um hreina liti, dökkir eru ailtaf vin- sælir en auk þess koma hvítur og beis inn og jakkarnir verða yfirleitt með tveimur tölum,“ segir Sölvi og bætir við að blazer-jakkarnir verði einnig vinsæUr áfram. „Blazer-jakkar og aðrir stakir jakkar við gallabuxur eru málið í sumar en þeir eru komnir úr nýjum efnum einnig. Þeir eru ekki lengur bara teinóttir heldur lika úr bómull og kakíefnum." Þegar Sölvi er spurður út í skótískuna segir hann tæmar alltaf að mjókka og að menn séu farnir að þora að ganga £ mjórri skóm auk þess sem gömlu Converse-skórnir séu þvílíkt að slá í gegn á allan aldur. „Herrat- ískan er á heildina litið að verða að- eins snyrtilegri. Það mætti segja að hún væri meira svona mitt á milli þess að vera ‘50s og ‘60s heldur en ‘70s og ‘80s eða svona frá Elvis yfir í Bítlana." Sölvi I Retro ÞegarSölvi er spuröur út í skótískuna segir hann tærnar alltafaö mjókka og að menn séu farnir aö þora aö ganga f mjórri skóm auk þess sem gömlu Converse-skórnir séu þvf- líkt aö slá I gegn á allan aldur. SEAN CONNERY-STEMNING Gunnar Hilmarsson í GK „Utlir kragar og mjó bindi veröa einnig vin- sæl, svona Michael Cane í Get Carter." „Við leggjum upp úr því að menn skipti um ham, fari ekki í jakkafötunum sem þeir voru í í vinnunni á kaffihús um kvöldið," Gunnar Hilmarsson eigandi GK á Laugaveginum. Gunnar segir karlmannatískuna í sumar því skiptast í tvennt. í fyrsta lagi séu það jakkafötin og bissnes-hliðin og í öðm lagi fötin sem notuð séu í frítím- anum og úti á lífinu. „Buxurnar em að þrengjast og verða beinni og það má segja að jakkafötin séu svolítið ‘60s svo það verður svona Sean Connery-stemning í gangi. Litíir kragar og mjó bindi verða einnig vinsæl, svona Michael Cane í Get Carter. Lit- irnir verða þessu hefðbundu, svartur, blár og teinóttur en ljósu litirnir koma líka alltaf inn á sumrin,“ segir Gunnar. „Hin hliðin er svo að nota jakkafatajakkann við gallabuxumar en gallabuxurnar em annað hvort þröngar eða baggí. Beinu buxurnar em notaðar með flottum svörtum eða bláum blazer-jökkum. Það sem . er einnig mjög sterkt hjá okkur er meira „pretty look“, Lacoste-bolirnir hafa til dæmis gengið mjög vel enda L er tískan að verða snyrtilegri og einfaldari þótt litimir og munstrin verði ennþá inni.“ GÆJALEGIR NÆLONJAKKAR OG STERKIR LITIR „Við eigum að vera í skyrtumussum í alls konar litum og þægilegu efni sem andar vel,“ segir Davíð Terrazas í TopShop í Smára- lind. Davíð segir pólóbolina einnig afar vinsæla og að strákar eigi ekki að vera feimnir við kvartbuxur, bæði úr gallaefni og með hermannasniði. „Jakkarnir verða ótrúlega gæjaleg- ir nælonjakkar sem em eins konar vindjakkar í sterkum litum. Rauður, grænn og blár em mjög vinsælir í sumar og strákarnir verða greinilega í sterkari tónum en maður bjóst við. Ég held að það verði einnig mikil beltatíska og flugstjórasólgleraugun verða vinsæl sem og köflóttar skyrtur með kúrekasniði sem eru flottar innan undir venjulega bómuUarboh," segir Davíð. „GaUabuxurnar verða frekar þröngar en ná samt yfir skóna. Þær verða hvorki of snjáðar né of rifnar og mun snyrtílegri en þær hafa verið. Skórnir verða bæði íþróttaskór frá Puma og svo vinsælu Converse-skórnir sem em í öUum litum. Strákamir em líka farnir að stýra svolítið saman Utunum í beltinu og skónum sem er mjög flott.“ Davlö (Topshop Davlösegir pólóbolina afar vinsæla og aö strákar eigi ekki aö vera feimnir viö kvatbuxur, bæöi úr gallaefni og meö hermannasniöi. LITSKRÚÐUGAR SKYRTUROG BINDI „Dökku jakkafötín em aUtaf vinsæl en á sumrin koma litímir inn. Skyrturnar og bindin verða litskrúðug og það verður mikið um líf þar," segir Sighvamr Har- aldsson verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni þegar hann er spurður hvernig karlmennirnir eigi að klæða sig í sumar. Sighvatur segir að í hversdags- klæðnaðinum verði meira um liti og að tískan þar verði sportíegri. „Það verður meiri aðgreining í kasjúal og fínni klæðnaðinum. Sniðin á jakkafötunum em að þrengjast og tölurnar eru tvær talsins en í kasjúal famaðnum em gaUa- buxurnar vinsælar og flestír bolir verða með lógóum í mismunandi útgáfum auk þess sem pólóboUrnir em vinsælir svo það má segja að það verði bjart yfir öUu. Þó svo að fínni klæðnaðurinn sé að verða snyrtUegri og sá sportíegri sport- legri, þá er einnig hægt að blanda þessu öUu saman og það er tíl dæmis flott að klæðast jakkafatajakka við gaUabuxurn- ar,“ segir Sighvatur. Þegar hann er spurður hvaðan þessi tíska komi segir hann litatímabiUð vera svipað og það hafi verið í kringum 1980 en stíUinn sé ekki sá sami. „Hugmyndafræðin er kom- in frá því tímabUi en útíitið er allt ann- að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.