Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Page 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 14. MAl2005 43 Keflvíkingar eru reiðir og sárir út í Guðjón Þórðarson fyrir að ganga í burtu frá því verkefni sem hann hafði skuldbundið sig til að sinna næstu þrjú árin. Formaður knattspyrnudeildar Keflavikur, Rúnar Arnarsson, segir þetta gróft samningsbrot af hálfu Guðjóns og að ástæður brotthvarfsins séu algjörlega úr lausu lofti gripnar. „Þetta er fráleitt og við vísum þessari yfirlýsingu Guðjóns algjör- lega til föðurhúsanna. Hann veit það best sjálfur að hann fer með lygar í öllu því sem hann heldur fram," sagði Rúnar Arnar- son, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, ómyrkur í máli í samtali við DV í gær eftir að Guðjón Þórðarson hafði rift samn- ingi sínum við félagið. Rúnar fer ófögrum orðum um framkomu Guðjóns og segir hann svikara. „Hann er að brjóta samninginn gróflega." Það var Borgar Þór Einarsson, lög- fræðingur Guðjóns, sem tilkynnti Rúnari um ákvörðun skjólstæðings síns. Rúnar segir heimsókn hans á skrifstofu sína í gærmorgun hafa komið sér algjörlega i opna skjöldu. Þess má geta að kvöldið áður hafði Guðjón stjómað liði Keflavíkur í æfingaleik á móti sínum gömlu félög- um í ÍA og lét eins og ekkert hafði í skorist. „Eftir þann leik spjölluðum við saman um vinnu okkar í að styrkja liðið ogkomandi fslandsmót. Það var ekkert minnst á samningsrof. Þetta var það síðasta sem ég átti von á,“ segir Rúnar. Hugleysingi Það sem vekur óneitanlega mikla athygli í allri þessari atburðarás er að Guðjón kýs að senda lögfræðing sinn til að sinna skítverkunum. Þegar DV ræddi við Rúnar seinni partinn í gær hafði hann ekkert heyrt frá Guðjóni sjáifum. „Hann hefur ekki haft manndóm til að hafa samband við mig sjálfur," segir Rúnar. Spurður um niðurlagið í fréttatilkynningu Guð- jóns, þar sem hann kveðst hafa boðið stjóm knattspymudeildarinnar að- stoð sína við þjálfun liðsins í upphafi fslandsmótsins, vera helbera lygi. „Eins og aift annað í þessari yfir- lýsingu frá honum. Hann hefur einmitt ekki boðið okkur aðstoð og ekki rætt við nokkum stjómarmann um það þótt hann haldi því fram. öll hans framkoma í þessu máli lýsir því best hvemig manneskja hann er. Hann veit það best sjálfur að hann fer með rakalausa þvælu.“ Skuldum honum ekki krónu f samningnum sem Guðjón gerði við Keflavík þann 16. desember síðasliðinn er klásúla sem segir að fari svo að Guðjón vilji fara þá sé hann bótaskyldur félaginu. Rúnar Ertu þá farinn? Guðjón | Þórðarson brostiútí annað þegar hann yfirgaf sjónvarpssal Stöðvar 2 f gærkvöldi þar sem hann útskýrði sfna hlið mála. DV-mynd Valli segir að með ásökunum sínum sé Guðjón að koma sér hjá því að greiða þá upphæð. „Við höfum stað- ið við allt sem samið var um. Allar greiðslur til hans hafa staðist og við skuldum Guðjóni Þórðarsyni ekki krónu." Rúnar segir að Keflvíkingar hafi ekki sagt sitt síðasta í þessu máli og að félagið hafi þegar leitað réttar síns. „Það er klárt að samningurinn er þarrnig að hann getur ekki sagt hon- um upp. En við ætlum ekki að fara á sama plan og hann með því að dreifa einhverju skítkasti. Lögfræðingar ókkar em komnir í málið og það verður klárað hjá þeim.“ Þegar þú handsalaðir samninginn við hann í desember, áttirðu ekki von á því að svona gæti farið? „Ég óttaðist ekki neitt. Hann skrif- aði undir þriggja ára samning og ég treysti því að maðurinn stæði við gerðan samning. Það ætlar hann greinilega ekki að gera. Þetta er bara örvænting manns sem er búinn að ráða sig erlendis og er að reyna að koma sér út úr þessu hér.“ Á eftir að sakna þeirra í samtali við DV í gær sagði Guðjón Þórðarson að fjárhagslegar og faglegar vanefndir Keflavíkur, án þess að vilja útskýra í kjölinn hyerjar „Öll hans framkoma í þessu máli lýsir því best hvernig mann- eskja hann er. Hann veitþað bestsjálfur að hann fer með raka- lausa þvælu.“ þær væm, hefðu ráðið ákvörðun sinni. „Ég hafnaði Stockport County í haust og tók að mér Keflavík vegna þess að mér fannst það vera meira spennandi kostur. Ég var með því að taka það skref að kveðja England en málin hér á íslandi hafa þróast öðm- vísi en ég átti von á. Ég sé mig til- neyddan til að taka þessa ákvörðun og nú verð ég að fara að leita mér að vinnu," sagði Guðjón. Hann kveðst eiga eftir að sakna lærisveina sinna hjá Keflavfk. „Ég hef átt mjög gott samstarf við strákana í liðinu og ég harma að málin skyldu þróast með þessum hætti. Ég vona svo sannarlega að þeim eigi eftir að ganga sem aiira best." eirikurst@dv.is, vignir@dv.is Staðfesting frá lögfræðingi Guðjóns Keflavík sveik samninginn Ástæða þess að Guðjón Þórðar- son sagði upp samningi sínum við Keflavík vom vanefndir á samningi af hálfu Keflvíkinga. Er um að ræða verulegar vanefndir, bæði fjárhags- legar og faglegar, að því er segir í fféttatilkynningu sem Guðjón sendi frá sér í gær. Guðjón samdi við Keflavík í byrjun desember en þegar iyrstu launagreiðslan átti að koma 1. jan- úar gerðist ekkert. Þau laun fékk Guðjón ekki fyrr en 75 dögum sfðar, eða 16. mars. Laun sem Guðjón átti að fá næstu mánuði vom heldur ekki greidd á tilsettum tfma og ssíðan hefur Guðjón ekki enn fengið greidd þau laun sem hann átti að fá 1. maí. Þetta staðfesti lögmaður Guðjóns, Borgar Þór Einarsson, við DVSportígær. Lögmaður Guðjóns Borgar Þór Einarsson sér um mál Guðjóns Þórðarsonar. Eru vanefndirnar yfirskyn á því sanna? Guðjón ræddi við for- ráðamenn Notts County DV hefur ömggar heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson hafi í síð- ustu viku rætt við forráðamenn enska knattspymuliðsins Notts County um að taka við hjá félaginu sem knatt- spymustjóri liðsins. Hann var þá á ferð um England að sinna einkaer- indum en svo virðist sem hann hafi nýtt ferðina til að kíkja á aðstæður hjá 2. deildar liðinu Notts County. Patrick Nelson, yfirmaður knattspymumála hjá Notts County vildi hvoríá játa því né neita að Guðjón yrði næsti fram- kvæmdastjóri liðsins né hvort þeir hefðu rætt við hann í vikunni. Guðjón neitaði að hafa rætt við forráðamenn félagsins þegar DV ræddi við hann skömmu eftir að hann sendi út yfirlýsingu sína. „Ég hef ekki sett mig í samband við þá né hef ég talað við neinn á Englandi því ég hef lagt allan minn kraft í að ná í leikmenn til að koma þangað," sagði Guðjón. Eftir þetta samtal fékk DV upplýs- ingar í hendumar sem vom akkúrat öfugt við það sem Guðjón hafði sagt - að Guðjón hefði í raun staðið í samn- ingaviðræðum við Notts County alla vikuna og að mjög lítið beri á milli beggja aðila í að komast að sam- komulagi. Ekki tókst að bera þessar nýju upplýsingar undir Guðjón þar sem ekki var hægt að ná sambandi við hann seinni part dagsins í gær. Hafðu hraðann ál BTnet gefur500.000kr.*! Sendu SMS skeytið EEZEó númeriðfktif‘lt Við sendum þér 3 spurningar sem þú svarar með því að _semfoSMS skeytið 3Bd númerið ••Sásems varar hraðast 3 spurningum fær SOO.OOOkr*l • • Allir sem svara 2 rétt gætu fengið aukavinning! • •10. hver vinnur aukavinning! Fartölvur • Flugmiðar með lceland Express • Heimabió • Sjónvörp • PS2 tölvur • Samsung GSM slmar •MPp3 spilarar • DVD spilarar • DVD myndir • Tölvuleikir • Kippur afCoca Cola og margt fleira. M 0 li I l I *Si sem vtnnur 500.000 kr f*r elnn dag tll að kaupa sér vörur I verslunum BT og lceland Express aö andvlröl 500.000 kr. Lelk lýkur 3. Jún( 2005 24.-00 Vlnnlngar veröa afhendir hji BT Smirallnd. Meö þv( aö taka þitt ertu kominn (SMS klúbb. 99 kr/skeytiö. Ef þaö tekur þlg lengur en 5 mln. aö svara spumlngu þarftu aö byrja lelkinn aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.