Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Qupperneq 47
DV Sport
LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 47
Malcolm Glazer hefur keypt ráðandi hlut í Manchester United og sér fram á að
verða einráður í félaginu. Stuðningsmenn róa lífróður fyrir 125 ára sögu félagsins
og framtíð þess og ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Sjáið bara hvað
kom fyrir Leeds,“ segja stuðningsmennirnir og sjá fram á vonskutíma.
Glazer Ætlar sér að
einnast allan kldbbinn
Fyrir flesta stuðningsmenn Manchester United hefur hið óhugs-
anlega gerst. Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer hefur
keypt ráðandi eignarhlut í félaginu. Hann klófesti hlut íranna JP
McManus og Johns Magnier og er eignarhlutur Glazers er nú
70% og hefur hann lagt fram formlegt yfirtökutilboð í klúbbinn
og er sterklega búist við að hann sé hvergi nærri hættur - hann
ætli sér að eignast allan klúbbinn með húð og hári.
Malcolm Glazer Bandaríski auðkýfina-
^nnsemMarnúeignastmeirXa9
hiutabréfa í Manchester United
Fyrst þurfti Glazer að eignast
meirihluta hlutabréfanna. Nú þegar
það hefur tekist eru tvö skref eftir
áður en hann nær 100% hlut.
Hann þarf 75% hlutabréfa til að
gerast í raun einráður í félag-
inu. Með slíkan eignarhlut er
honum frjálst að gera hvað
sem er - hann getur endur-
skrifað lög og reglur félags-
ins eftir eigin hentisemi, og
þar með skrifað þau lán
sem hann tók til að kaupa
hlutabréfin á sjálft félagið.
Og þetta gremst fylgis-
mönnum félagsins mikið.
Þeir sjá fyrir sér að allt það
veldi sem byggt hefur verið
upp á síðustu áratugum verði
nú einfaldlega veðsett. Staða
félagsins í dag er gífurlega góð,
Manchester United er eitt ríkasta
íþróttafélag í heimi með glæsileg-
an heimavöll, toppaðstöðu og
leikmenn í heimsklassa. Með
75% eignarhlut gæti
Glazer einnig af-
skráð félagið í
kauphöll-
London og komið þannig í veg frek-
ari viðskipti með afgang hlutabréf-
anna.
Sérfræðingum finnst mjög líklegt
að Glazer takist að bæta við sig því
sem upp á vantar svo þetta sé mögu-
legt. Og ef honum tekst að ná 90%
eignarhlut er öðrum hluthöfúm
skylt að selja sitt ef Glazer óskar
þess.
Þeir stuðningsmenn Manchester
United sem mótmælt hafa yfirtöku
Glazers hafa alla tíð treyst írunum
tveimur, að þeir muni ekki leyfa
þessari atburðarás að eiga sér stað.
En þeir voru falir og hafa nú grætt
meira en 70 milljónir punda á sínum
viðskiptum.
í fyrra stofiiuðu stuðningsmenn
Manchester United hluthafafélag í
þeim tilgangi að komast yfir sem
stærstan eignarhlut í félaginu og
sporna við yfirtöku Glazers.
Shareholders United eiga nú
17% hlut og reyna nú allt það
sem þeir geta til að ná rúm-
lega 25% hlut áður en Glazer
nær 75%. Oliver Houston,
varastjórnarformaður stuðn-
ingsmannafélagsins, segir að
Glazer sé enginn Roman
Abramovich. „Hann mun
ekki koma með mikið af eig-
in fé til félagsins," segir
hann. „Hann er í raun að
biðja stuðningsmenn Man-
chester United að borga íyrir
yfirtöku hans með hækkuðu
miðaverði og dýrari vörum.
Einn liðsmaður Shar-
holders United, blaðamað-
„Hjarta og sál
Manchester
United hafa verið
seldídag. Félag-
ið hefur að eilífu
breyst."
urinn Michael Crick sem einnig er
ævisagnaritari Sir Alex Ferguson,
segir að aðkoma Glazers að klúbbn-
um komi fyrst og fremst niður á
stuðningsmönnunum. „Honum
verður það mikið kappsmál að
skapa sem mestan gróða, sérstak-
lega þar sem hann þurfti svo mikið
lánsfé til að kaupa klúbbinn."
Ef hins vegar allt fer á versta veg,
sem sumir sérffæðingar segja að sé
allt eins líklegt eins og hvað annað í
heimi viðskiptanna, blasir svarmæt-
ið við. „Sjáið bara hvað kom fyrir
Leeds,“ segja stuðningsmennimir.
Tommy Docherty, fyrrverandi
stjóri Manchester United, var ekki í
efa um hvernig komið væri fyrir fé-
laginu. „Hjarta og sál Manchester
United hafa verið seld í dag. Félagið
hefur að eilífu breyst.“
eirikurst@dv.is
Hvíl í friðl Stuöningsmenn Manchester United eru
svartsýnir á framtíð féiagsins eftir að i Ijós kom að
Malcolm Glazer haföi eignast ráðandi hlut. RE
Saga málsins: Yfirtaka Malcolms Glazer á Man. United
2003
2004
2005
Fritt inn a
Blikaleikina
Meistaraflokksráð kvennaliðs
Breiðabliks hefur gert tímamóta-
samning við Toyota um að kaupa
alla heimaleiki liðsins í..
sumar og því mun fyr- 'f yS}
irtækið bjóða áhorf- ,> /\
endum á leiki liðs- / ;
insíLands- \ ( sjC
bankadeild- | i i,
inni. Blikar \ 'j
emstórhuga . f,B..
fyrir tímabilið : I
og í dag fær / . íD
liöið til sín / yf JJ :
tvo bandaríska; /jt íj \
leikmenn og A j i U
voneráein- !(J n
umtilviðbót- . Á-—'■) J
ar á næstu dögúm. —
Stúlkur þessar hafa allar leikið
með amerískum háskólaliðum
undanfarið. Stúlkurnar heita Tes-
ia Kozlowski, Meghan Oglivie og
Casey McCluskey, en sú síðast-
nefnda er framheiji og hefur leik-
ið með undir 21 árs liði Banda-
ríkjanna. Stelpurnar em 22 og 23
ára gamlar og hafa aldrei komið
tU landsins áður.
Enskar koma
í heimsókn
Enska kvennalandsiiðið í
körfubolta kemur í heimsókn
hingað tU lands um næstu helgi
og leikur þrjá æfingaleiki við ís-
lenska A-landsliðið en þjóðirnar
em farnar að þekkjast vel því eftir
þessa leiki hafa liðin spUa átta
leiki á innan við áii. Leikimir
verða liður í undirbúningi
kvennaliðsins fyrir Smáþjóðaleik-
& ana í Andorra sem
| • hefjast um næstu már> -
. aðamót. ívar hefur
' valið æfingahópinn
/ og er hann skipaður
eftirtöldum leik-
^ mönnum: Alda
Leif lónsdóttir,
• # SignýHer-
mannsdóttir,
r,i Þórunn
tM Bjarnadóttir
- ogStellaRún
Kristjánsdóttir úr ÍS, Bima Val-
garðsdóttir, Rannveig Randvers-
dóttir, Bryndís Guðmundsdóttir
og María Ben Erlingsdóttir úr
Keflavflc, Ingibjörg Elva VUbergs-
dóttir og Helga Jónasdóttir úr
Njarðvík, Kristrún Siguijónsdótt-
ir, Pálína Gunnlaugsdóttir og
Helena Sverrisdóttir úr Haukum
auk Helgu Þorvaldsdóttur úr KR
og Hildar Sigurðardóttur frá
Jamtland.
Krakkarnir
borga ekki
Landsbankinn stendur fyrir
boðsmiðaleik í tengslum við
LandsbankadeUd karla í sumar
fyrir krakka 16 ára og yngri, lflct
og gert var á sfðasta ári. Krakkar
16 ára og yngri sækja boðsmiða í
útibú Landsbankans og skila
þeim við inngang á velli í deild-
inni. Hver miði fer síðan í pott
sem dregið verður úr í lok móts-
ins. Landsbankinn býður einnig
upp á forsölu aðgöngumiða á
leiki í Landsbankadeild karla í
útibúum sínum. Miðaverð í
forsöluer 1000 krónur (1200
krónur annars) og gUdir viðkom-
andi miði á leik að
eigin vali í Lands -
^ bankadeUd karla.
Fimm manna fjöl-
> skylda kemst því
t.d. áleikíLands-
bankadeUdinni
V fyrir einungis
\' 2.000 krónur, ef
W miðað er við tvo
fullorðna og þrjú
börn 16 ára og yngri.