Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Menning DV Opnunargleði Listahátíðar er í kvöld og er ekki bara dragtir og ræður. Fjöldi at- riða er að auki til skemmtunar fyrir þá sem heima sitja við kassann og hina sem mæta boðnir í Hafnarhúsið. Sjónvarp ríkisins sendir herlegheitin út. Christoph Schlingensief: Verk hans Ani- matograph verður sýnt 5, 7 og 9 - rétt eins og bfóin í gamla daga Fimm,sjö og níu Um helgína verða sýningar á vegum Listahátíðar og annarra aðstandenda á verki Christophs Schlingensief, Animatograph. Christoph er einn athygl- isverðasti leikhús- maður sinnar kynslóðarí Þýskalandi og á að baki skrautlegan og uppreisnarríkan feril í kvikmynda- gerð, leikhúsi og nú í myndlist. Hugmyndir hans til grundvall- ar sýningunni sem verður í Hampiðjunni urn helgina byggja á gamalli tækni: hreyfimyndin sem var í myndkíkj- um og á myndstrimlum hreyfan- leg skóp þá myndblekkingu að myndin hreyfðist. Þetta er sama tækni og býr að baki kvikmyndinni, en Christoph færir hugmyndina í nýtt sam- hengi. Hami kastar myndum sem eru hver og ein kyrrstæö í röð úr fleiri en eirnú átt á fólk sem er á hreyfingu. Af þeim verkum sem í bígerð eru og sjá má næstu daga er sýn- ing sein Christoph lofar okkur að verði sannarlega eitthvað sem komi á óvart. Verldð sé í uppbygg- ingu óvenjulegt þótt það sæki minni sín langt aftur í tímann. Sýningar verða fimm, sjö og níu laugardag og sunnudag í Klink og Bank í Brautarholtinu. Fólk verður samkvæmt hefð að finna innganginn. Meðal þeirra atriða sem verða flutt við opnun Listahátíðar sem er á dagskrá Sjónvarpsins á laugardags- kvöldið er verkefni þeirra Filippíu Elísdóttur búningahönnuðar og Jó- hanns Freys Björgvinssonar dansara. Opnunarhátíð Ustahátíðar er sam- sett af fjölda liða en útsending hefst kl. 20.30 annað kvöld. Að afstöðnum ræðuhöldum listræns stjómanda og borgarstjóra brestur á með dagskrá: Mongólskir þulir kyrja, Trabant, Rússibanar og Steintryggur spila, Sjón og Einar Már róta f viðstöddum og fjarstöddum þjóðarmeðlimum og þá verður flutt verkið: Óðurinn til sauðkindarinnar - verk þeirra Jó- hanns og Fiiippíu. Tákn þjóðarinnar Adoration of the sheep, eða Óður til saukindarinnarer hádramatískur leikhúsgjörningur. f honum er sú skepna lofsungin sem leitt hefur þjóðina á tímum mikilla þrenginga og forðað henni frá sulti og seym allt frá landnámi, segir í kynningu þeirra. „Þetta er þakkaróður til skepnunnar sem hefur fætt okkur og klætt frá upphafi landnáms," segir Filippía. „Þetta er eins konar píslarganga gegnum gestafjöldann sem þarna verður í salnum frammi fyrir alþjóð." Lamb guðs Á henni er að heyra að hið forna tákn fórnardauðans, guðslambið, sé enn nýtanlegt listamönnum okkar tíma sem tákn. Filippía segir verkið vera promenað-verk, það sé gengið en endi sfðan á tableau - kyrrmynd, en sú listgrein var mikið stunduð af forgöngumanni ís- lenskra sviðslista og myndlista, Sigurði Guðmundssyni málara, fyr- ir nær einni og hálfri öld, skammt undan Hafnarhúsinu - á gamla Klúbbnum í Austurstræti. Ganga sem endar í kyrrmynd minnir í hina fornu kirkjugöngu sem endar í bæn framan við altaristöfluna og tekur á sig þá kyrru mynd í þessu tilviki. Verk í þróun Filippía lýsir verkinu sem þró- unardæmi en hún segir það muni fara víðar, meðal annars til Helsinki og þá taka breytingum eftir stað og stund. Þau Jóhann hafa áður átt í samstarfi en nýlega sýndu þau Játn- ingar minnisleysingjans í Klink og bank. „Við erum að fara til New York í sumar að opna NY Inter- national Dance Festival í Dicapo- óperuhúsinu og í Alvin Ailey theat- er með Græna verkið," segir Jó- hann. „Fullt að gerast hjá okkur og fleiri verkefni í bígerð! Finnland, ís- lenski dansflokkurinn og Nútíma- danshátíð næsta haust. Þar ætía ég að setja upp aftur Játningar minnis- leysingjans þar sem hætta varð sýn- ingum í vor." Leikarar, dans og söngvarar Sauðkindaóður þeirra er margra manna verk: Hreyfingar og sviðsetning eru þeirra Jóhanns og Filippíu Elísdóttur, tónlist er eftir Davíð Þór Jónsson, Alfred Schnittke úr kvikmyndinni Le Bal og Henry Purcell. Búninga og sviðsmynd gerir Filippía en Vytautas Narbutas leggur til íkona. Leikmuna- og búningagerð, förðun, snið og kollur eru fyrir- ferðarmikill hluti verksins en flytj- endur verða Guðrún S. Gísladótt- ir, Ólafur Egill Egilsson, Cameron Corbett, Steve Lorenz, Hulda Björk Garðarsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Það er eins gott að menn hafi augun opin því verkið er unnið í samstarfi við íslensku óperuna sem lagði til starfsaðstöðu, saumavélar og söngkonu; stutt í verki af Þjóðleikhúsinu og styrkt með peningum af Leiklistarráði, Menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar og Listahátíð í Reykjavík. .4 BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Siðustu sýningar HÍBÝLI VINPANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN Á LISTAHÁTIP Leiklestur nýrra þýskra verka Falk Richter og Theresia Walser Þri 17/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Mið 18/5 kl 17 Umræður við höfunda á eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - S/ðustv sýningar e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Siðasta sýnlng KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren í samstarfi við Á þakinu í dag kl 14 -UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPP&. Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 Börn 12 ára og yngri fá fritt i Borgarleikhúsið i fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 Siðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNADUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. I kvöld kl 20 - UPPS, Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS., Lau 21/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS. Fö 27/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20 RIDIÐ INN e. önnu Reynolds. f samstarfi við leikhópinn KLÁUS. í kvöld kl 20 - Siðosta sýning Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgar!eikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is * Miðasalan i Borgarleikhúsinu er opin: 1C-I8 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Þýsk grafík á Miðbakkanum Sjávarmegin í Hafnarhúsi em íslensk grafík og Grafiksafn ís- lands til húsa. Félagsskapurinn rekur þar verkstæði fyrir félags- menn, lítinn sýningarsal og sölu- horn með verkum grafíkera. Þessi starfsemi er ekki hávaðasöm í eðli sínu, eftir að þrykkið var haflð til vegs og virðingar á nýjan leik upp úr sjöunda áratugnum er grafik orðin fasti í myndlist okkar þótt verk mættu fara víðar. I dag opnar í Grafíksafni fs- lands, sal íslenskrar grafíkur, sýn- ing níu þýskra myndlistarmanna: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manffed Kastner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wass- mann, Klaus Staeck, Dik Jungling og Wemer Richter. öll em þau þekktir myndlistarmenn og félagar í galleríinu Fomm For Kunst í Heidelberg. Sýningin er liður í samvinnuverkefni miili íslenskrar grafíkur og Fomm For Kunst. Verkin á sýninguni em unnin á pappír og með ýmsum aðferðum, t.d. pappírsþrykk, offsetþrykk, æting, tölvugrafík, litógrafiuþrykk. Verk eftir Luitgaard Borlinghaus I fréttatilkynningu safnsins segir: „Það er einkar áhugavert að fá sýningu sem þessa þar sem unnið er með og á pappír. Tímabært er að vekja áhuga listamanna og allra sem áhuga hafa á listum á þeim miklu möguleikum sem pappír býður upp á í framsetningu á hug- myndum. Pappír gefur hverjum listamanni frelsi til persónu- legrar sköpunar, efnið er ódýrt, einfalt í notkun og afar heppi- legt ttí tilrauna. Þessir jákvæðu þættir leiða til þess að listunn- endur geta eignast frábær verk eftir þekkta listamenn á sann- gjömu verði." Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag og stendur til 12. júni, opið frá fimmtudegi tU sunnudags frá 14 tll 18. K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.