Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Gunnar Helgi Kristinsson þykir
nákvæmur og samviskusamur,
vel að sér og klár Iþvl sem hann
tekur sér fyrir hendur. Hann þyk-
ir sjaldan stlga feilspor í grein-
ingum sínum á samfélaginu
sem hitta oft beint I mark.
Vandvirki Gunnars þykir oft
há honum í hinu daglega
striti. Þess vegna þykir hann
óttalega smámunasamur og
margir kveða svo fast að orði
að kalla hann ófélagslyndan
þvergirðing.
„Gunnar Helga einkenna
feykilega traust vinnu-
brögð. Hann er mjög vel
að sér og beitir þeirri
þekkingu afskynsemi og
öryggi. Stundum er það þannig
að gallarnir eru kostir og
þannig er það að Gunnar Helgi
er mjög fastur fyrir, en jafnan á
þeim hlutum þar sem hann á
að vera fastur fyrir."
Þorbjörn Broddason félagsfræði-
prófessor.
„Kostir Gunnars Helga
eru þeir að hann er bæði
nákvæmur og samvisku-
samur. Gunnar er líka
reglusamurog traustur.
Gallarnir eru þeir að hann getur
verið smámunasamur og stund-
um dálitillþvergirðingur."
Hannes Hólmsteinn Glssurarson stjórn-
málafræðlprófessor.
„Gunnar Helgi er ákaf-
lega vandaður og klár
maður. Hann er líka ein-
staklega fjölhæfur. Það er
hugsanlega hans helsti
galli hversu duglegur hann er
og nær þannig oflítið að
blanda geði við samstarfsmenn
á vinnustað. Að minnsta kosti
gekk betur að ná honum á
krána hér I eina tlð."
Stefán Ólafsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson erprófessor viö
stjórnmálafræöiskor Háskóla íslands. Hann
tók BA.-prófí stjórnmálafræÖi áriö 1981.
Þaöan lá leiöin bæðil London School of
Economics og síðar I Háskólan I Essex, þar
sem hann lauk doktosprófí árið 1989.
Kaupmáttur
jókst í apríl
Kaupmáttur jókst um
2,3% í apríl samkvæmt
mælingu Hagstofunnar
eftir því sem fram kemur á
vef Alþýðusambands ís-
lands. Launavísitalan
mældist 264,2 stig og
hækkaði um 0,5% frá því í
mars. Alþýðusambandið
hefur þó áhyggjur af því að
þessi kaupmáttur sé ekki
kominn til að vera því enn
gæti áhrifa frá lögbundnum
hækkunum síðustu kjara-
samninga. ASÍ segir ekkert
benda til þess að launa-
skrið sé í þjóðfélaginu nú
um stundir því kaupmátt-
urinn muni minnka á nýjan
leik þegar launin hætta að
hækka líkt og þau hafa gert
að undanförnu.
Gömul kona féll niður hraunvegg og slasaðist við Gullfoss. Umhverfisstofnun
vill ekki útbúa stíga sem gætu komið í veg fyrir slys af þessu tagi. Fegurðar-
sjónarmið eru sögð ráða ferðinni.
■ • S?** -
Féll við Gullfoss Eldrikona
frá Þýskalandi slasaðist á
stað sem fjöldi ferðamanna
heimsækir á degi hverjum.
Ferðamönnum við Gullfoss var
brugðið á sunnudaginn þegar eldri
kona féll með þeim afleiðingum að
hún meiddist á fæti og hendi. Konan
var á svæði sem ekki er hægt að
nálgast nema með því að príla um
eins metra háan hraunvegg.
Árni Bragason hjá Umhverfis-
stofnun segir að ekki sé á prjónun-
um að lagfæra aðgengið og koma
þannig í veg fýrir að aldrað fólk, eða
aðrir, slasi sig. „Það verða engin
mannvirki gerð við ána. Við viljum
ekki eyðileggja myndefnið fyrir öll-
um. Ef við færum út í að gera stíga
þama myndi það gjörbreyta útíit-
inu. Okkur ber að reyna að varðveita
sem best staðinn og hafa sem
minnst áhrif, en samt gera þetta að-
gengilegt fyrir fólk,“ segir Ami, sem
telur að upp að vissu marki verði
fólk að bera ábyrgð á sjálfu sér.
Sjúkraliðar gerðu að sárum
gömlu konunnar við fossinn. Þeir
bám hana síðan upp stíginn í átt að
sjúkrabílnum, sem var lagt við hlið
íjögurra langferðabíla, en slegnir
ferðamenn fylgdust með. Konan
reyndist ekki mjög alvarlega slösuð.
jontrausti@dv.is
mm-r
n.
,\r
Barnaskólakennari horfir bjartsýnn til framtíðar
Giftist nemanda sem hún nauðgaði
Fyrrverandi bamaskólakennari
giftist fyrrverandi nemenda sínum tfu
árum eftir að hafa nauðgað honum
þegar hann var aðeins 12 ára. Mary
KayLetoumeau, 43ára, ogViliFuala-
au, 22 ára, gengu í það heilaga í leyni-
legri athöfa á föstudaginn einhvers
staðar nálægt Seattíe í Bandaríkjun-
um. Letoumeau var handtekin árið
1997 þegar hún var ófrísk af bami
sínu VUis. Hún var dæmd í sjö og hálfs
árs fangelsi og var látin laus í ágúst á
síðasta ári en þá hafði hún fætt annað
bam í fangelsinu.
Verðir stóðu vörð er athöfnin fór
fram en hjónakomin leyfðus starfs-
mönnum tveggja sjónvarpsstöðva að
vera viðstaddir. Dætur þeirra, sem
em átta og sjö ára, vom brúðarmeyjar
en stelpumar hafa verið í umsjá móð-
ur Fualaaus á meðan móðir þeirra sat
inni. í viðtali við sjónvarpsstöðina
Entertainment Tonight sagðist brúð-
VIII Fualaau Var 13 áraþegarhann eignað-
ist sitt fyrsta barn með Mary Kay.
urin vera hamingjusöm. „Við höfum
upplifað mikið mótíæti en þessir erf-
iðu tímar em nú afstaðnir og við horf-
um við björtum augum til
framtíðarinnar.“
Fyrrverandi eiginmaður Mary
Kate lét lögregluna vita af
ástarsambandi eiginkonu sinnar og
VIlis eftir að hafa fundið mörg ástar-
bréf frá nemendanum.
Mary Kay Letourneau „Við höfum upplif-
að mikið mótlæti en þessir erfiöu tímar eru
nú afstaðnir og við horfum björtum augum
til framtíðarinnar."
BBC lamað í
verkfalli
Ellefu þúsund starfsmenn
BBC fóm f verkfall í sólahring í
gær vegna þess að nýlega var
starfsmönnum fækkað um fjögur
þúsund.
Dagskrá
BBC var því
í lamasessi
í gær, bæði
sjónvarps-,
frétta- og
útvarps-
stöðvamar.
Verkfallsfólk kom sér fyrir fyrir
utan höfuöstöðvar BBC í Vestur-
London og var með borða sem
meðal annars stóð á „Við ætíum
að bjarga BBC“. Ekki fóm þó allir
í verkfall. Terry Wogan, sem er
þekktur fyrir skellegga
Eurovision-lýsingu, mætti til
vinnu í útvarpið og óskaði ver-
fallsmönnum góðs þegar hann
tróð sér i gegnum þvöguna.