Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005 15 Lækjarskóli nafnlaus Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á hús- næðið sem áður hýsti Lækjar- skóla. í dag kalla Hafnfirðingar húsið einfaldlega Gamla Lækj- arskóla, en ffæðsluráð sér ástæðu tii að finna annað og betra nafn. Húsið hýsir nú Námsflokka Hafnarfjarðar og Leikfélag Hafnarfjarðar. Þeir sem hafa áhuga á að senda inn tillögur að nafhi verða að gera það fyrir fyrsta ágúst. DV leggur auðvitað sitt að mörkum og leggur til að húsið heiti einfald- lega Gamli Lækjarskóli. Fuglar kúka á hvítabíla Vísindamenn við háskólann í Bristol hafa komist að því, eftir miklar rannsóknir, að fúglar vilja helst af öllu kúka á hvíta bíla. Yfir fjörutíu manns tóku þátt í rannsókninni sem spannaði yfir tvö þúsund tilvik þar sem fuglar kúkuðu á bila. Langólíkfegast var að fuglar kúkuðu á dökkbláa eða svarta bíla. Ekki er vitað með vissu af hveiju hvítur litur er í slíku uppáhaldi fugla. Fugla- sérfræðingar telja þó að þessi rannsókn sanni að fuglar skynji og bregðist við litum. Sófus Hólm er ósjálfbjarga í hjólastól og fær ekki aðstoð frá Reykjavíkurborg. Biðin eftir þjónustuíbúð er tvö ár. 326 manns bíða. Liggur í rúminu 20 tímu ú solarhring „Ég hefekkert fyrir stafni á daginn enda er ég nánast bjargarlaus um aiia hluti." Sófus er ellilífeyrisþegi sem er nánast alveg upp á vin sinn kom- inn vegna fötlunar. Hann er félagslega einangraður og liggur fyr- ir stóran hluta sólahringsins. Sófus er á biðlista eftir þjónustm- búð á vegum borgarinnar en þar er tveggja ára bið. „Ég er búinn að bíða f hálft ár eftir plássi í hjúkrunarheimili hjá Reykjavíkurborg, sem þykir ekíd langur tími," segir Sófus Hólm ellilíf- eyrisþegi. Sjúkdómur sem hann greindist með fyrir ári gerir það að verkum að hann hefur misst mátt í fótunum og er í hjólastól. Fær ekki aðstoð við daglega umhirðu „Ég var á biðlista hjá félagsbú- stöðum en gat ekki fengið húsnæði þar fyrir aðgengi hjólastóla, þá var ég settur á biðlista fyrir þjónustuí- búðir." Sófus segist fá staðfestingu frá Reykjavíkurborg reglulega um að hann sé í forgangshópi fyrir þjón- ustuíbúðir, en í bréfinu er hann samt beðinn um að halda umsókn- inni við á tólf mánaða fresti. „Ég bý í litlu herbergi í blokk þar sem ekki er lyfta en það er mjög erfitt fyrir mig." Sófus er farinn að fá aðstoð við þrif á íbúðinni og heimsendan mat, en hann hafði beðið eftir þessari þjón- ustu lengi. Hann fær hinsvegar ekki aðstoð við að baða sig eða við aðra líkamlega umhirðu. Kemst ekki hjálparlaust úr húsi Sófus kemst ekki út úr húsi hjálp- arlaust og hefur verið upp á vin sinn kominn með alla aðstoð. „Einn morguninn kom ég að Sófusi liggj- andi á gólfinu þar sem hann hafði legið bjargarlaus alla nóttina," segir vinur hans sem hefur l£ka þrifið af Sófusi fötin í nokkur ár. Vinur Sófus- ar fer með honum á kaffihús daglega og þarf fyrst að bera hann niður stig- ana á íbúðinni hans. Sófus kemur heim upp úr hádegi á daginn, leggst þá í rúmið og liggur þar næstu 20 tímana eða fram á næsta morgunn. „Ég hef ekkert fyrir stafiii á daginn enda er ég nánast bjargarlaus um alla hluti," segir Sófus. Tveggja ára bið eftir þjónustuíbúð Lára Björnsdóttir, sviðstjóri vel- ferðarsviðs, segir bið eftir þjónustu- íbúðum vera um tvö ár, en alls eru 326 á biðlista. „Fólk kvartar oft vegna biðlistanna en við biðjum fólk um að láta í sér heyra ef það er óánægt." Lára segir að þjónustu- íbúðir séu að taka við af hjúkrunar- heimilium, en þar hefur fólk meira pláss fyrir persónulega muni. „Við erum líka að auka þjónustuna heim til fólks, svo það þurfi ekki að flytja úr eigin húsnæði." hugrun@dv.is Sjómenn í kröppum dansi Milli 300 og 400 sjó- slys tilkynnt á ári Siglingastofnun hefur nú gefið út ársskýrslu fyrir árið 2004. Meðal hlutverka stofnunarinnar er að taka til afgreiðslu tillögur rannsóknar- nefndar sjóslysa til úrbóta í öryggis- málum á sjó. „Algengustu slysin verða þegar menn rerma og detta, erfitt er að koma í veg fyrir þau slys en það er alltaf verið að reyna," segir Jón Ingólfsson framkvæmdastjóri rannsóknarnefndar sjóslysa. Ljóst er að sfys um borð í skipum eru afar al- geng en samkvæmt Jóni eru á hverju ári skráð á milli 300-400 slys hjá Tryggingastofnun rfldsins og 18 dauðaslys hafa orðið frá árinu 1997. Á þessu ári hafa alls 84 slys verið skráð hjá rannsóknamefnd. Kallar á ríkisstjórnina að fjalla um hjónavígslur Össurvill aðhommar fái að giftast í kirkju Össur Skarphéðinsson alþingis- um hætti var þannig túlkað af okkur maður ritaði pistil á heimasíðu sem samþykktu þau lög, að sinni varðandi réttindi sam- IÉKfö|g. samkynhneigðum væri kynhneigðra og hjónabönd tryggt algert jafnræði á þeirra. Þar talar hann um ™') aðra. f eldri lögum hversu langt fsland er Mfrá.1993 semgildaum komið á eftir hvað varð- jÆjjfc »| hjúskap er hins vegar ar réttindi samkyn- ÍljWfe’ ÍXi ákvæði um skilyrði hneigðra, bæði í fyrir hjónavígslu þar frumættleiðingum og *•» Wmtj sem fortakslaust er hjúskaparmálum þeirra. ^SSf sagt hjónaband Hann vill taka á þessum ->jÉ| verði að vera milli karls málum á næsta þingi og og konu." Að mati Öss- segir m.a. því til stuðnings á ossur.hexia.net: „Stjóm- arskránni var breytt árið 1995 þar sem sett var inn ákvæði sem með ótvíræð- Össur Skarphéðinsson Vill aö samkynhneigðir fái að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir. urar er þetta málefni sem þarf að komast að hjá rfldsstjóm. Dauðaslys á fiskiskipum 1997-2004 1997 -2 1998 - 7 1999- 2 2000- 1 2001 - 7 2002 - 2 , • 2003 -1 ■&-. 2004-2 Tilkynnt slys til T ryggingarstofnunar 1997-2004 1997- 406 1998- 378 1999- 381 2000- 361 2001- 348 2002- 413 2003- 379 2004- 309 Slysásjó 18dauða- slys hafa orðið á slð- ustu átta árum. HREÐAVATNSSKÁLA í KVÖLD 1 .JÚLÍ FÉLÁGSHEIMILINU BOLUNGARVÍK ANNAÐ KVÖLD 2. JÚLÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.