Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005 Menning DV Jeppamannabók Það grípur skrifarann nett öfund þegar flett er bókinni Utan alfara- leiðar eftir Jón G. Snæland sem ný- komin er út hjá Almenna bókafé- laginu. Hún er sögð fyrir jeppaeig- endur, jafnt margreynda jeppa- ferðalanga og þá sem eru að fara sínar fyrstu ferðir og því er ekki að neita. Fjallað er á aðgengilegan hátt í máli, myndum og kortum um 60 spennandi jeppaleiðir, sem fara má sumar og vetur, þar sem sérstök áhersla er lögð á leiðir I nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þar er að finna hnit - GPS-punkta - um leið- irnar, aksturstíma, vegalengdir, gistimöguleika, kröfurtil ökutækja, þjóðlegan fróðleik og margt fleira. Verkið skreyta svo myndir af á annað hundrað skálum, ám og vöð- um á leiðunum og áhugaverðum laugum f grennd við þær. Svo eru hér nauðsynlegar upplýsingar um fjarskiptatækni, GPS-staðsetningar- tækni, fjallaakstur og margt fleira. Maður verður grænn af öfund og fer að dreyma upphækkuð og breytt fjallatól. Höfundur bókarinnar, Jón G. Snæ- land, hefur mikla reynslu af jeppa- ferðum um hálendi (slands og hefur verið fararstjóri fjölda jeppaleið- angra. Fyrri bók Jóns, Ekið um óbyggðir, vakti mikla athygli og hlaut sérlega góðar viðtökur. Þessi bók er 264 bls. og leiðbelnandi verð er 3990 kr. Myndlykill Ritfregn Menningamefndir finnast í flest- um plássum. Á hinu landlitla Sel- stjamarnesi hefur nefndin sú gefið út bælding sem geymir myndir af þijátíu listaverkum í eigu bæjarins. Það er Ásdís Ólafsdóttir listfræðing- ur sem hefur valið verkin úr stóm safni bæjarins sem á upphaf sitt í gjöfum þeirra hjóna, Sverris Sig- urðssonar í Sjóklæðagerðinni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur konu hans, en þau vom í hópi þeirra ötulu safnara sem hafa fært íslenskum al- menningi stór söfn listaverka. Bæklingurinn er fallega hannað- ur og geymir snið úr safni bæjarins. Hverju verki em gerð skil í stuttu máli ogvoru pisd- ar og myndir upphaflega birt á vef og í Nesfréttum. Útgáfan er______________________ greinargóður vottur þess að menningamefndin vill veita almenningi upplýsingar um almannaeign og kærkomin við- bót við ritasafn um listasöfn. í Listasafninu á Akureyri hafa skrýmsli og óvættir af ólíku tagi tekið sér ból og munu húka þar bæjarbúum til yndisauka fram í hauströkkur. Verk Gabnelu og Matteusar Bjarkarmanns voru tekin niður í vikunni, en sýning þeirra í Lista- safrúnu stóð skemmst sýninga Listahátíðar. Gripir þeirra Gabríelu höfðu að vonum vakið athygli: Gríðarstór sköp ollu sumum gest- um hugarangri. En ekki batnar það. Helsti áhugamaður skrýmslafræð- innar var fenginn til að setja saman sýningu um skrýmslin. Bókverjan Úlfhildur Dagsdóttir er sýningar- stjóri skrýmslasýningarinnar sem opnar á morgun nyrðra. Tuttugu og þrjú hugskot SKRÝMSL - óvættir og afskræm- ingar er yfirskrift sýningarinnar sem opnar á morgun og lýkur þann 21. ágúst. Sýningin mótaðist af hug- myndum Úlfhildar og því úrvali verka sem finna má í fórum Lista- safna Reykjavíkur og íslands. Þá leitaði Úlfhildur til einstakra lista- manna sem lögðu til verk í þetta skrýmslasafn. Á sýningunni eru verk eftir 23 listamenn, en þeir eru Alfreð Flóki, Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Brynhildur Þorgeirsdótt- ir, Dunganon, Erró, Finnbogi Pét- ursson, Gabríela Friðriksdóttir, Gunnar örn Gunnarsson, Hulda Hákon, Jón Gunnar Ámason, Krist- ín Gunnlaugsdóttir, Magdalena Kjartansdóttir, Magnús Kjartans- son, Magnús Tómasson, Margrét Jónsdóttir, Olga Bergmann, Olöf Nordal, Sigurjón Ólafsson, Sissú (Sigþrúður Pálsdóttir), Sóley Eirílcs- dóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir og Þorri Hringsson. Hjarta mínu næst Úlfhildur sagði í viðtali við DV að það hefði verið ógeðslega gaman að koma sýningunni saman. Þetta er fyrsta verkefni hennar af þessu tagi, en hún hefur á síðustu misserum ritstýrt sýningarskrám um sam- tímalist og stóru myndasögu- sýninguna fyrir listasöfnin. Hún tók til við verkið f febr- úar og var fljót að taka stefnuna á þetta þema. „Skrýmslin standa hjarta Karlar eru menn í sýningarskrá sem Listasafnið gefur út í tilefni af sýningunni segir hún í stuttri ritsmíð um efnivið sýn- ingarinnar: „Skrýmsl er almennt tengt ótta og skelfingu, árásargirni og illsku. Skrýmslið er andstæða mennskunnar, það þrífst á mannin- um, bókstaflega, því flest skrýmsl eru mannætur, og í yfirfærðri merk- ingu á ótta mannsins (sbr. Monsters Inc.). Það er engin tilviljun að ég nota orðið „maður" hér, en ekki fólk, en fyrir mér vísar „maður“ fýrst og fremst í karlmenn, en ekki manneskjur eða fólk af öllum kynj- um.“ Konan og systir hennar Hún telur því óvættina óijúfan- Iegan hluta hins kvenlega: „Konan er því oft og iðulega vinur skrýmsl- isins eða hlið- stæða þess, og þetta á sér sínar skýr- ingar í skil- greining- unni á fyrir- Skrýmslið er afskræming á formi mannsins. Þannig er skrýmslið ekki aðeins andstæða mannsins í and- legum, húmanískum skilningi, heldur einnig afmyndun á líkama hans, hvort sem við lítum á þann lfkama í kristnu samhengi, sem líkneski guðs, eða gluggum í gríska heimspeki, en Aristóteles orðar þetta svo fallega þeg- ar hann bendir á að konan er ávallt af- skræming, frá því að fóstrið í móð- urkviði afmyndast úr hinu eðla og upphaflega formi karlmannsins og tekur á sig hið kvenlega form óvætt- arinnar. Eða er það hið óvætta form kvenleikans? Dimmar geymslur Úlfhildur sagðist fyrst af öllu hafa hugsað til ýmissa kvenna, þeirra Huldu Hákon, Ólafar Nordal og Olgu Bergmann. Hún mátti reiða sig á aðstoð stóru safnanna og átti hauk í horni sem var Þorbjörg Gunnarsdóttir hjá Listasafni Reykjavíkur. Árangur af hnýsni Úlf- hildar í verkasjóð safnanna er nú kominn á veggi Listasafiisins og geta gestir og gangandi glatt sig við óvættina sem hún hefur nú dregið út úr myrkri myndasafna þjóðar- innar. mínu nærri," en Úlfhildur hefur lengi unnið með jaðarþemu í bók- menntum, hið furðulega, og óvætti sem hún greinir raunar sem miðju í flestum rannsóknarefrium sínum. Úlfhildur Dags- dóttir sýningar- stjóri Þetta erfyrst og fremst hugsað sem gleðigjafí og ævintýri. Hanaegg I, - Ólöf Nordal. Nýr diskur kemur út í dag og uppákomur í vændum Strákarnir frá Syðri-A Bandið í einni af sínum mörgu myndum. DV-myndE.ÓI í dag kemur út þriðji diskurinn frá hinu virta bandi South river band. Hann er kenndur við flattan þorskinn sem verður góðgæti á borðum suðrænna manna - bacalao - og er það vísast tilvísun í að hann geymir söngdansa frá fjar- lægum löndum sem nú hafa fengið íslensk heiti og hljóðfæraleik. Tónlistarflokkurinn South river band (Drengimir frá SyÖri-Á) hefúr starfað frá árinu 2000, en flestir eru meðlimir sveitarinnar ættaðir frá Kleifum í Ólafsfirði. Þess vegna til- einka þeir söngvasveinar diskinn „Bacalao" Kleifafólkinu, sem verk- aði saltfisk í íjörunni vel fram yfir miðja síðustu öld. Lagasafriið var hljóðritað sunnudaginn 22. maí 2005 í stúdíó 12 í Rfkisútvarpinu. Hljóðritari var Páll S. Guðmundsson og var hann þrjár klukkustundir að rita efnið. Eingöngu er um Iiljóðfæraleik að ræða þar eð enginn tekur til söngs. Lögin eru flest öll þjóðlög og koma víða að, frá Úkraínu, Brasilíu, Am- eríku, írlandi, Svíþjóð og Finn- landi. Þetta eru lög sem safnast hafa upp hjá sveitinni í gegnum árin og þeim þótti upplagt að setja á disk. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir að slflcur diskur hafi ekki áður komið út hér á landi. Á disknum spilar Matthías Stef- ánsson á fiðlu, Ölafur Sigurðsson á mandólín, Helgi Þór Ingason á harmoniku, Ólafur Þórðarson á gít- ar, Kormákur Bragason á gítar og Einar Sigurðsson á kontrabassa. Lögin hafa þeir skýrt upp og gefa heitin vonandi hugmynd um tón- inn í spilamennskunni, Dramm fýrir dagmál, Dansað við Helgu, Gamla salthúsið svo dæmi séu nefnd. Strákarnir frá Syöri-Á verða á Dýrafjarðardögum á laugar- dagskveldið og spila svo uppá Skaga þann sjöunda og slá á strengi á Siglufirði á hinni marg- frægu Þjóðlagahátið sem þar verð- ur aðra helgi með miklum fögnuði. Á Skaganum verða tvær söngkonur þeim til aðstoðar, þær Hanna Þóra Guðbrandsdóttur og írsk-kana- díska söngkonan Melanie Adams. Sjá nánar um starfsemi sveitarinnar á www.southriver- band.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.