Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1950, Side 11

Freyr - 01.07.1950, Side 11
FREYR 177 Tungusar, 1 Sibir. Þeir búa til smjör og veitist þaö verk auðvelt. Þeir láta mjólkina bara í belg, binda hann á bak einum hrein- anna í hjörðinni og láta hann trítla með belginn allan daginn. Að kvöldi er fitan orðin að smjöri. ★ Um hagnýtingu sauðamjólkur, sem fæðu fólksins, þarf ekki að fjölyrða; við erum mörg hér á landi, bæði menn og konur, sem höfum gætt ásauða — kvíaánna--— eftir fráfærur og rekið þær á stöðul til mjalta. Sauðamjólkin er afbragð til smjör- og skyrgerðar en ýmsum þykir miður gott bragð að sauðamjólkinni. Sauðaþykkni þykir þó flestum hnossgæti og veizlumatur var það samkvæmt Heljarslóðarorrustu Benedikts Gröndals. Geitur hafa lítt verið nytjaðar hér á landi, en þekkjast þó. Um tíma var nokkuð af geitum í Þingeyjarsýslu og í nokkrum kauptúnum. í sumum öðrum fjallalöndum er geitin algengt húsdýr, nytjuð sem mjólkurframleiðandi, er gefur ágæta mjólk, að því er snertir næringar- gildi, en mörgum þykir bragð hennar miður gott. En það er þó auðvitað vana- atriði. Engir þjóðflokkar heimsins munu vera komnir eins langt í framleiðslu mjólkur, og hagnýting hennar á ýmsan hátt í fæðu fólksins, eins og Evrópuþjóðir. Að þessu stuðla í fyrsta lagi náttúrleg og góð skilyrði til nautgriparæktar. Þurrk- ar eru óvíða og sjaldan það miklir, að gras sviðni og beit þrjóti á sumrum og vöxtur þeirra jurta, sem hæfastar eru til nautgripaíóðurs, er góður yfirleitt og fóðurs fljótaflað á þessum slóðum. Víðlendi hafa verið ræktuð og á þeim framleitt fóður, sem fyrst og fremst hentar nautpeningi. All víða er eftirtekjan það mikil, að hver hektari ræktaðs lands framfleytir 2 kúm. Og þegar þar við bætist, að nautpeningur hefir verið ræktaður svo, að afurðamagn kúnna hefir tvöfaldazt á hálfri öld, þá eru um leið sköpuð skilyrði til þess að hag* nýta meira magn mjólkur og mjólkuraf- urða í daglegri fæðu fólksins. Enda þótt fólkinu hafi að sjálfsögðu fjölgað á sama tíma, þá er sú aukning hvergi nærri í samræmi við þær framfarir, sem orðið hafa á sviði mjólkurframleiðslunnar. Um gildi mjólkurinnar, fyrir mannkynið, eru næringarefnafræðingar á eitt sáttir, enda er það svo, þar sem skortur er á mjólk, að henni er jafnan miðlað handa börnum og lasburða eða veiku fólki, fyrst og fremst. Til skamms tíma hefir það skeð á vissum stöðum í Frakklandi, að læknar hafa skrif- að lyfseðla handa fólki, sem vísað var með í lyfjabúðirnar, til þess að fá mjólkina, sem því var svo nauðsynleg. Með ræktun nautpeningsins hefir tekizt að auka mjólkurmagn einstaklinganna ó- trúlega mikið, svo að hver kýr getur full- nægt mjólkurþörf margra manna, og þarf ekki nauðsynlega að senda kálfana út / skóg til þess að geta fengið dropa handa þurfalingum, eins og viðgengst í Indlandi. Ég gat þess í upphafi máls míns, að hér á landi mun hver kýr fullnægja þörfum — eða réttara núverandi neyzlumagni 5 manna, og drekkum og borðum við þó mun meiri mjólk en sumar aðrar þjóðir á svip- uðu breiddarstigi og við. En sums staðar fullnægir hver kýr ennþá stærri fjölskyldu en hér er raun á. ★ Neyzla mjólkur og mjólkurafurða í Dan- mörku er minni en hér á landi, en þar er nautgriparækt og afurðamagn einstakra

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.