Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1950, Side 13

Freyr - 01.07.1950, Side 13
PRE YR 179 Nafnspjaldið - Bæjamafnið í júníhefti FREYS nr. 11 var auglýsing um nafnspjöld með bæjanöfnum, sem Skiltagerð H&kanssonar í Reykjavík framleiðir. Nafn- spjöld þessi eru gerð úr málmblöndu — steypt, með upphleyptum stöfum. — Hafa stafirnir annan lit en grunnurinn og eru það stórir, að lesa má bæjarnafnið úr 15—20 m fjarlægð. um ekki smjör ti þess að fita húð okkar með né til hársmyrsla. Hvorutveggja væri auðvitað hægt, en fyrst þarf að fullnægja þörfunum á sviði næringarinnar — það er að segja munni og maga. En svo er hægt að framleiða — og not- færa sér — margar tegundir osta. Við borð- um yfirleitt allt of lítið af osti. í mínu heimili, með 5 manns, er meðal ostanotk- un um 3 kg. á mánuði af Schweizerosti (auðvitað íslenzkum) en það verður rúm- lega 7 kg á mann um árið. Með sömu neyzlu, að meðaltali á mann í landinu, eins og hér segir, þyrfti 1000 smálestir af slíkum osti handa þjóðinni á ári. En auk þess má neyta annarra ostategunda að verulegum mun, þó ekki væri nema mysu- osta. Eitt kg af mysuosti á mann um árið eru þó 140 smálestir. Það er góð viðbót á neyzlu mjólkurafurða. Og svo gæti vel komið til mála að framleiða og borða ofur- lítið af gráðaosti, camemberosti, gorgon- zóla og emmenthaler. Að vísu yrði það aldrei mikið mjólkurmagn, sem til þessa færi, en það yki fjölbreytni afurðaneyzl- unnar. Á skyrið þarf ekki að minnast, það er notkun þess, sem gerir það að verkun, að íslendingar borða mun meiri mjólk en flestar aðrar þjóðir og miklu meira en vera mundi, ef ekki væri gert skyr. Eru þau ætluð til uppsetningar við vegamót og heimreiðar, eða annarsstaðar þar, sem vegfarendur geta lesið bæjanöfnin. Það er ekki lítil landkynning í því, að nöfn bæjanna, um gjörvallar sveitir landsins, séu auðsæ vegfarendum. Því fylgir þó kvöð, sem óumdeilanlega er húsbændanna á hverju heimili að uppfylla — sem sé sú, að um leið og bæjarnafnið er gert auðsætt og eftirminni- legt ferðamönnum, er í hugum þeirra mótuð mynd af heimilisháttum, eins og hún kem- ur þeim fyrir sjónir. Það er gott og sjálfsagt, að nafnspjald sé við vegamótin, er segi ferðamanninum hvar í sveit hann sé, en jafn sjálfsagt er að heimilin séu mótuð og löguð svo, að nöfn beri með rentu, þannig, að nafnspjaldið varpi birtu en ekki skugga í hugmyndasafn ferðamannsins, sem geymir endurminningarnar um för sína eða dvöl í sveitinni. Þeir munu margir, sem geta tekið undir það, að snyrtimennska í allri umgengni er afar mismunandi í sveitum landsins, og mjög mismunandi frá bæ til bæj- ar. Það eru ólíkar minningar og menningar- viðhorf tengd við heimilið, sem málar þök og veggi húsanna eða hitt, sem hefir flekkótt þök og ryðguð og skellótta veggi og flagnaða. Lagleg nafnspjöld og endingargóð eru nokkurs virði, og því meira virði ef þau geta orðið hvatning til bænda um að keppa að auk- inni urngengnismenningu í sveitum þessa lands. Þá getur svo farið, að útlendingar, sem hingað koma, hafi ekki lengur það markverð- ast að segja, er heim kemur, að trassamennska og hirðuleysi í umgengni sé almennt einkenni um menningarskort íslenzkra bænda. Þetta hefir átt sér stað, það er staðreynd, enda verið mælt á mælikvarða annarra þjóða. Hrindum þessu ámæli og látum nafnspjaldið sanna öra þróun umgengnismenningar í íslenzkum sveitum! G.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.