Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1950, Side 14

Freyr - 01.07.1950, Side 14
FREYR Í8Ó STEFÁN KR. VIGFÚSSON: Kaup bænda Um nokkur ár hefir sá háttur á verið að skammta bændum kaup eftir mati. Er svo fyrir mælt í lcgum, sem um þetta fjalla, að ákveða skuli kaup bændanna í sem nán- ustu samræmi við kaup annarra vinnandi stétta. í framkvæmdinni hefir þetta orðið þannig, að lagt er til grundvallar kaup óbreyttra verkamanna (Dagsbrúnarkaup). Leiðin, sem farin hefir verið til að finna út, hvaða verð þyrfti að vera á framleiðslu- vörum bændanna til þess að þeir fengju þetta kaup, er sú, að lagt er til grundvall- ar meðalbú, svokallað „vísitölubú“. Er svo reynt að finna kostnaðinn við búrekstur- inn, og verðlagið ákveðið út frá því. Þau gogn, sem stuðst hefir verið við, til að finna þetta, eru skýrslur ýmiskonar, skattaskýrslur, landbúnaðarskýrslur, bú- reikningar o. fl. Þrátt fyrir góða viðleitni hefir þó gengið erfiðlega að afla fullnægj- andi gagna í þessu máli, og því niðurstöð- urnar orðið hæpnar. Kemur þar líka til greina hið fornkveðna, að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Hafa fulltrúar neyt- enda reynzt tregir til að viðurkenna kröf- ur bændafu.ltrúanna og sýnt þar allmikla óbilgirni. Mun það sannast, að bændur hafi farið allmikið halloka í þeim viðskipt- um og borið skarðan hlut frá borði. í eftirfarand.i línum langar mig til að drepa á nokkra þætti þessa máls, sem mér finnst að hafi tæpl. komið nógu ljóst fram í þessum umræðum. Vil ég þá fyrst minn- ast á vinnutímann. Vinnutími sá, sem bændum er áætlaður, og kaup þeirra svo reiknað út frá, er 2700 klst. á ári. Eftir hvaða leiðum þetta hefir verið fundið út eða hvað þar hefir verið lagt til grundvallar, veit ég ekki, en það mun sanni nær, að þessi vinnustundafjöldi sé mjög fjarri raunveruleikanum. Með því að deila með 300 dögum í þessa upphæð, en niður undir það mun vera hægt að koma virku dögunum, ef allir helgi-, hátíða- og „frídagar“ eru frá dregnir, þá koma út 9 vinnustundir á dag. Sé nú hins vegar öll- um dögum ársins deilt í vinnustundafjöld- ann, sem mun láta sanni nær, því búskapn- um er nú einu sinni þannig háttað, að þar verður að vinna svipað flesta tíma árs, helga daga sem virka, þá kemur út tæpl. 7 y2 vinnustund á dag. Ekki þarf mikla þekkingu á sveitabú- skap til að sjá, hve fjarri þetta er öllum sanni. Eins og ég drap á áðan, þá er bú- skapnum þannig háttað, að ekki verður komizt hjá mikilli helgidagavinnu. Þar sem sauðfjárbúskapur er aðallega stundaður, má yfirleitt reikna með því, að helgidaga- vinna sé svipuð og aðra daga, frá því að göngur hefjast á haustin og þar til lokið er sauðburði á vorin og fénu sleppt. Þó get- ur orðið einhver undantekning frá þessu í skammdeginu, ef tíð er góð. Á kúabúunum er þetta svipað. Þar má reikna með fullri helgidagavinnu frá því að kýrnar komu á gjöf á haustin og þar til þær ganga út aft- ur á vorin. Á sumrin er einnig alltaf ein- hver helgidagavinna óhjákvæmileg, þó að hún sé mun minni, t. d. mjaltir og mjólk- urverk, pössun á kúm o. fl. Hér við bætist svo það, að vinnudagur bændanna er mun lengri en sá lögboðni vinnudagur verka- lýðsfélaganna og annarra launþega (8 klst.). Mun það ekki óalgengt, að bændur vinni 10—12—14. klst. á sólarhring, og und- ir sumum kringumstæðum meira. Að þessu athuguðu er augljóst mál, hversu fjarri lagi þessi áætlaði vinnustundafjöldi er, 7 y2 klst. á sólarhring. Mér þætti sennilegra, að hann rnætti alls ekki vera undir 10 klst. á sól- arhring allt árið. Þetta er atriði, sem mér finnst að þurfi að kryfja til mergjar og láta koma skýrt fram í þessum umræðum. Ef bóndanum væri reiknað kaup í samræmi við taxta verkalýðsfélaganna á alla þá vinnu, sem hann leggur fram við búið, — eftirvinnu og helgidagakaup á þá vinnu, sem undir það heyrir, — þá gæti ég trúað, að kaup það,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.