Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 15

Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 15
FRE YR 181 sem hann ætti að fá, mundi hækka ótrú- lega mikið. Lágmarkskrafan ætti að vera það, að bóndinn og sveitafólkið fengi dag- kaup fyrir hverja vinnustund, sem til framleiðslunnar fer. En eins og þetta hefir verið útfært, er langt frá því, að svo sé. Væri vinnustundafjöldinn talinn eins og hann raunverulega er, mundi tímakaupið stórum lækka. Hitt er svo annað mál, hvernig gengur að fá það upp, hver vinnustundafjcldinn raunverulega er. Hjá þeim, sem hafa bú- reikningá, ætti það að liggja ljóst fyrir. Hjá öðrum fæst það ekki, nema þeir haldi dag- lega vinnuskýrslu. En að því verður að vinna að fá um þetta sem nánastar upp- iýsingar eftir þeim leiðum, sem vænlegast- ar þykja. í þessu sambandi mætti einnig minna á sumarleyfi og önnur fríðindi, sem kaup- staðafólkið hefir fram yfir sveitafólkið. Þá langar mig til að minnast lítið eitt á annað atriði. Setjum nú svo, að lagafyrirmælunum sé fullnægt, og bóndinn og verkamaðurinn hafi álíka kaup. Það er þó fyllilega rétt- mætt? Er ekki bóndinn með slíku ákvæði settur skör lægra en honum ber? Eðlilegra virðist, að bóndinn hefði verkstjórakaup. Bóndinn er raunverulega verkstjóri, þó að liðið sé stundum ekki margt, sem hann hefir á að skipa. Hann hefir áhyggjur og ábyrgð, sem hinn óbreytti verkamaður hef- ir ekki, og þarf þess að auk, þótt á það skorti því miður oft, að hafa sérþekkingu á sínu starfi, og þá náttúrlega sérmenntun. Þar að auki á hann mikið fé, oftast allt sitt, í búskapnum, og það er undirorpið ýmiskonar áhættu og afföllum. Veikindi og slys á skepnum, afurðatjón bæði á skepn- um og jarðargróða, svo sem af harðindum, í sumum tilfellum skemmdir á landi o. fl. o. fl. Út frá þessu liggur nærri að minnast á húsaleiguna. Fulltrúar neytenda í verð- lagsnefndinni hafa haldið því fram, að húsaleiga verkamannsins væri mun hærri en bóndans. Ég held, að þetta orki nokkurs tvímælis, gæti jafnvel trúað, að það væri öfugt. Verkamaðurinn þarf ekki að kosta húsnæði nema yfir sig og sína fjölskyldu, og hann getur í flestum tilfellum komist af með minna húspláss heldur en bóndinn, þar sem í kaupstaðnum er svo að segja allt keypt eftir hendinni og þarf því minna geymslurúm. En auk íbúðar fyrir sig og sína þarf bóndinn að byggja yfir allar sín- ar skepnur, fóður, vélar og verkfæri, og allt það dót, sem búskapnum fylgir. Með þeim kröfum, sem nú er farið að gera til gripahúsa, verða þau mjcg dýr. Það er því geysimikið fé, sem stendur í byggingum bóndans, en vextir af því fé og fyrning og viðhald bygginganna er sú raunverulega húsaleiga, sem á bóndanum hvílir. Til kostnaðar við búreksturinn ber einn- ig að telja girðingarnar. Þær eru dýrar, fcæði í uppsetningu og viðhaldi. Að byggingar verði ódýrari í sveitum en kaupstcðum virðist fremur óeðlilegt. Kaup fagmanna og verkamanna er alls staðar orðið svo að segja það sama. En oft dýrt að koma að byggingarefni í sveitunum. Virðist því aðstaða kaupstaðanna vera betri að þessu leyti. Ég hefi hér minnzt á nokkur atriði, sem til greina koma, þegar ákveða skal kaup bóndans samkvæmt núverandi lagafyrir- mælum. En ég hefi ekki minnzt á kjarna málsins, sem er sá, að núverandi ákvæði um þetta efni eru í fyllsta máta óeðlileg og raunar óviðunandi. Hlýtur það að vera sameiginlegt og óumdeilanlegt baráttumál bændanna að fá því breytt í réttlátara horf. En meðan núverandi ákvæði gilda, og raunar hvort sem er, er það mikilsvert, að sem gleggst komi í ljós aðstaða bænd- anna og hver hin raunverulegu kjör þeirra séu. Er þá auðveldara að skapa sér heil- brigða og hleypidómalausa skoðun á hag þeirra og högum öllum og þörfum og að- stöðu búrekstursins. En það er einmitt eitt undirstöðuatriði fyrir heill þjóðfélagsins, að fullur skilningur og gagnkvæm velvild ríki milli allra stétta þess. Ég hefi hér að framan gert nokkurn samanburð á afkomumöguleikum bóndans og verkamannsins burtséð frá því, að báð-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.