Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 18
184
FRE YR
og ekki síður, er tilefni til að gaumgæfa,
hvaða skilyrði landbúnaðurinn, sem at-
vinnuvegur, getur búið sér, svo hann sé
fær um að bera þær byrðar án þess til
kyrkings leiði í lífskjörum eða framsókn-
arviðleitni.
Um stóreignaskattinn þarf ekki að hafa
mörg orð í þessu sambandi, því hann mun
ekki ná til margra manna i bændastétt,
og tekur því ekki til almennrar rekstrar-
afkomu landbúnaðarins. Rýrnun sú á
kaupmætti sparifjár, sem af gengislækk-
uninni leiðir, kemur að sjálfsögðu víða
fram hjá fólki í bændastétt. Tilfinnanleg-
ast verða þeir leiknir, sem lagt hafa fyrir
fé til nauðsynlegra og óhjákvæmilegra
framkvæmda, sem þeim hefir verið varnað
að koma á, einmitt vegna þess ástands,
sem nú á að lagfæra. Gamalt fólk, sem
lagt hefir fyrir fé til elliáranna, er betur
sett, nú en áður, að mæta skakkafalli,
vegna almannatrygginganna. Og gagnvart
kaupmáttarrýrnun sparifjár almennt
verður að gæta þess að eigna ekki gengis-
lækkuninni þá rýrnun á kaupmætti þess,
sem þegar var orðin, til allra innanlands-
viðskipta. Að leggja dæmið þannig niður
fyrir sér, er sama og að gera ráð fyrri að
verðhjöðnunarleiðin hefði verið auðfarin,
og spariféð þá, affallalaust, fengið þann
kaupmátt aftur, sem það eitt sinn hafði.
Slikt var reyndar óhugsandi, en sé, samt
sem áður, gert ráð fyrir að til þess hefði
getað komið, þá er hætt við að mörgum, og
þ. á m. ýmsum bændum, hefði orðið örð-
ugt að standa undir þeim skuldum, óaf-
dregnum, sem þeir hafa stofnað til. Séu því
þessar tvær leiðir, verðhjöðnun og gengis-
lækkun, bornar saman eingöngu með tilliti
til áhrifa þeirra á sparifé og skuldir, er
naumast vafamál, að gengislækkun er
bændastéttinni af tvennu til skárri. Mega
og allir eldri bændur minnast þess, hversu
gengishækkunin 1924 reyndist þeim örðug
í skauti um skuldagreiðslur og alla afkomu,
en verðhjöðnun hefði, að þessu leyti, sömu
áhrif og gengishækkun.
★
Þá er komið að beinum áhrifum gengis-
lækkunar á rekstur landbúnaðar. Eins og
kunnugt er, má telja, að fyrir allt megin-
magn landbúnaðarframleiðslunnar hafi
um langt skeið þurft að leita markaðar í
landinu sjálfu. Á vörur þær, sem við fram-
leiðum, er yfirleitt lagður hár innflutnings-
tollur í öllum þeim löndum, sem til mála
gæti komið að flytja þær til, og þær hefði
annars markað í. Verður það naumast met-
ið íslenzkum landbúnaði til ávirðingar, þó
hann geti ekki framleitt vörur þeim mun
ódýrara en aðrar þjóðir, sem tolli og flutn-
ingsgjaldi til þeirra nemur, jafnvel þó ekki
væri gert ráð fyrir, að gengisskráning
krónunnar rýrði hlut framleiðandans svo
mjög sem verið hefir um útflutningsvörur.
Verðlag landbúnaðarafurða undanfarið
hefir því ekki miðast við verð þeirra og
sölumöguleika utanlands, nema að því er
tekur til hinna smærri afurðagreina, eins
og gæra, ullar o. fl., og á verði þeirra ætti
gengislækkunin, eða réttar sagt, hærri
verðskráning ísl. krónu, að koma beinlínis
fram, og svaraði því mun betur til fram-
leiðslukostnaðar, að sínum hluta, en verið
hefir. Að sjálfsögðu hækkar söluverð ann-
ara landbúnaðarafurða, ef útfluttar væru,
jöfnum höndum við gengislækkunina, en
vegna harðrar samkeppni frá öðrum þeim
löndum, sem t. d. framleiða kjöt og mjólk
(eða mjólkurvörur), mun sú hækkun eng-
anvegin nægja til að mæta framleiðslu-
kostnaðarverði hér, og þá því síðar, að
ýmsir útgjaldaliðir þess eiga fyrir sér að
hækka, eins og síðar segir. Ei að síður er
það nú miklu nær en áður, að útlendur
markaður geti orðið eins konar öryggis-
ventill fyrir þann hluta aðallandbúnaðar-
varanna, sem ekki hefði markað innan-
lands á hverjum tíma. Þetta yrði þó að
hyggjast á, að verðjöfnun væri gerð milli
útflutnings og innanlandsverðs á hverri
tegund, án þess ríkisábyrgð kæmi til. Þess
vegna mætti útflutningsmagnið ekki ná
nema til lítils hluta framleiðslunnar, ef
verðmunur er verulegur. Miðað við útflutn-
ingsmöguleika á umliðnum árum (án rík-
isábyrgðar) er hér þó um allmikla trygg-