Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 20
186
FRE YR
verið gerðar með hagsmuni framleiðenda
fyrir augum, í bráð eða lengd, mun áþreif-
anlegast koma í ljós, er þær falla niður, og
halda þarf afurðunum í fullu verði að
kaupendum, sem um langt skeið hafa
vamst mun lægra verði á þeim. Er næst-
um afsakanlegt þó almenningur haldi að
það verðlag, sem um er samið af opin-
berum, eða hálf-opinberum aðilum, sé
„normalt“ verð, og kippi að sér hendinni
með kaup á þeim, svo sem við má koma,
þegar fulls verðs er af þeim krafist — jafn
vel þó kaupgeta sé fyrir hendi. Uggir mig
að þær sjónhverfingar, sem bæði kaup-
endum og seljendum niðurgreiðsluvaranna
hafa verið gerðar í þessu sambandi, verði
bændastéttinni afleiðingaríkari og dýrari
en flest annað, sem breyta þarf, til að
koma viðskiptalífi landsins á réttan kjöl.
Þó ekki sé tilfærðar neinar tölur í fram-
anrituðu máli, kemur það allljóst fram,
sem reyndar mátti segja fyrir, að „gjalda-
bálkurinn“ í reikningsuppgerð bændastétt-
arinnar við gengislækkunina, muni vera
drjúgum hærri en tekjudálkurinn. Aðrar
stéttir þjóðfélagsins hafa því vart ástæðu
til að ganga með afbrýði í garð bænda-
stéttarinnar yfir því, að hún muni engar
byrðar á sig taka í sambandi við slíkar ráð-
stafanir, enda mun hún aldrei hafa ætlaö
sér að skerast þar úr leik, né heldur látið
sér til hugar koma að viðskiptaólagið yröi
lagfært án nokkurra fórna.
★
Aðalniðurstaðan af þeim hugleiðingum,
sem hér hafa verið skráðar, um áhrif
gengislækkunar á hag bænda er þá í stuttu
máli sú, að brekkan verði mun brattari
fyrir þá um stofnkostnað allra fram-
kvæmda, einkum vegna útlendra vöru-
kaupa til þeirra, — að almennar neyzlu-
vörur hækki í verði, og að kaupgjald
verkafólks stigi all verulega. Þar á móti
muni ekki nást nema takmörkuð verð-
hækkun á landbúnaðarafurðum, en vegna
bættra verðlagsskilyrða í utanlandssölu,
þó ekki muni svara til framleiðslukostn-
aðar, verði þó hægt að afstýra vandræðum
vegna offramleiðslu í bili á innanlands-
markaðinum einum.
Þrír fyrstu liðirnir í þessu dæmi, þeir,
sem til aukinna erfiðleika horfa fyrir land-
búnaðarreksturinn, eru að vissu marki
mælanlegir, þegar áhrif gengislækkunar-
innar koma nánar fram. Síðast taldi lið-
urinn, verðlag landbúnaðarafurða í fram-
tíðinni, er sízt mælanlegur, því þar koma
löggjafarákvæði ekki fyrst og fremst til
greina, heldur hitt, hvort kaupgeta al-
mennings í landinu verður slík, að hann
geti, svipað og að undanförnu, keypt all-
ar þær landbúnaðarvörur, sem selja þarf
innanlands, með þeírri verðhækkun frá
því, sem nú er, sem svarar til aukins fram-
leiðslukostnaðar og niðurgreiðsluupphæð-
anna í ófanálag. Bili þetta, er afkoma
landbúnaðarins fyrst alvarlega í hættu
stödd. Þá duga engir samningar um verð-
lag, því engri kaupskyldu verður fram
komið á hendur þeim, sem varan er ætluð,
enda ekki eftir þeim viðskiptum að slægj-
ast, sem kaupendur væru ekki borgunar-
menn fyrir. Það var með tilliti til þessarar
hættu, sem að því var vikið í upphafi þessa
máls, að bændastéttinni væri sú ein leið
út úr öngþveitmu hagstæð til langframa,
sem minnst skerti kjör og kaupgetur ann-
arar fjölmennustu stéttar í landinu, sem
hún þarf að hafa aðalviðskipti sín við.
Jafnvel þó að sú hætta, sem hér hefir
verið vakin athygli á, reyndist ekki tilfinn-
anleg, er til kastanna kemur, þarf bænda-
stéttin að vera viðbúin því að eiga allmikið
óhagstæðara viðskiptajafnvægi að mæta
framundan, en hún hefir búið við undan-
farið. Það eru byrðarnar, sem á hana
leggjast, og valda vissulega kjaraskerð-
ingu, nema þannig sé hægt að bregðast við
um framleiðsluafköstin, að afkoman verði
ekki lakari en áður, þrátt fyrir óhagstæð-
ara viðskiptajafnvægi í kaupum og sölum.
Er þá ekki fyrst og fremst átt við aukna
framleiðslu landbúnaðarins í heild sinni,
þó það sé bæði æskilegt og eðlilegt, að sú
aukning komi fram, heldur hitt, að fram-
leiðsluafköstin eftir hverja vinnustund
þeirra, sem við landbúnaðinn starfa, verði
meiri, án þess rekstrarkostnaður vaxi að