Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1950, Side 26

Freyr - 01.07.1950, Side 26
192 FRE YR bandi að hægara er aö leggja heilræðin en halda þau, en þar sem mikið er undir því komið að vel takist til með þessi störf, varð- andi afurðaverð á sauðfé til bændanna sjálfra, tel ég mér skylt að vara við þeirn mistökum, sem í mörgum tilfellum er hægt að bægja frá. 2. Fjárréttir. Það er ekki meiningin í þessari grein að lýsa réttum í þeim tón, sem svo margir, ungir og gamlir menn, hugsa til þeirra, með einhverjum ævintýraljóma heillandi staða vegna glaums og gleði skemmtanalífsins, fögnuði yfir því, að heimta skepnur sínar heilar á húfi og vel framgengnar af kjarn- gresi óbyggðanna o. þ. u. 1. Ætlunin er að tala um réttina sem fjárrétt og það hlut- verk sem henni er ætlað, hvort heldur hún er á takmörkun beitasvæða landsfjórðung- anna, héraðaréttir í blómlegum byggðum við fjallaræturnar eða aðrekstrarbyrgið heima við bæina sjálfa. Allar þessar réttir hafa líku hlutverki að gegna sem kunnugt er, og þurfa grundvallaskilyrðin við útbún- að þeirra og umgengni að vera hliðstæð. Þær eiga að vera þurrar og hreinlegar og vel úr garði gerðar og byggðar í því formi, sem við á og hentugast þykir. En því miður eru margar þessara rétta forarstíur og langt frá því að vera til þess hæfar að reka fé inn í og sízt ef rigningartíð er. Heima- réttir eru margar hverjar forarbyrgi og at- ast hver skepna, sem inn kemur, óhrein- indum, að meira eða minna leyti. Héraða- réttirnar, sumar hverjar að minnsta kosti, eru alls ekki nothæfar í rigningar-veðráttu. Forartjarnir eru í dilkum og almenningi, sem gera það að verkum að féð útatast svo hörmulega að vart er hægt að greina raun- verulegan lit skepnunnar. Á þetta horfa menn ár eftir ár, án þess að gera tilraun til úrbóta. Þetta atriði vona ég að réttir hlutaðeigendur taki til athugunar og hefji umbætur þegar í stað eftir því sem fram- kvæmanlegt er. Ef til vill mun einhver segja sem svo, að óviðkomandi manni komi þetta lítið við, en svo er nú ekki í raun og veru. Mikið af slát- urfénaði er tekið úr slíkum réttum og kem- ur í þessu ástandi beint í sláturhúsið. Hver og einn, sem við slátrun hefir unnið, getur dæmt um það, hvaða erfiðleikum það er bundið að halda kjötinu hreinu af þeim kindum, þegar gæran er ötuð óhreinindum. Þau óhreinindi, sem í kjötið komast af gær- unni, er aldrei hægt að hreinsa til fulln- ustu með vatnsþvotti, þó ýtrasta vand- virkni sé viðhöfð. Aðfinnslum rignir yfir fláningsmennina og þeir hvattir til að skila kroppnum sem hreinustum úr gærunni, en ekkert dugar. Þó margt megi segja um vinnubrögð sumra þeirra varðandi lélega fláningu, er ekki ávallt sanngjarnt að skella allri skuld- inni á þá, ef mjög óhreint fé er um að ræða. Sú regla hefir almennt verið viðhöfð að fella kjötið ekki í mati fyrir framleiðend- anum vegna óhreininda, sem á það kunna að koma við slátrunina, en viðkomandi sláturleyfishafi látinn bera þann halla, ef um verðfellingu er að ræða á því. En vegna þess hve margir sýna óafsakanlegt kæru- leysi á þessu sviði, getur hver og einn átt von á því framvegis, að kjötið verði fellt í mati af þeim sökum að ókleyft hefir reynzt, vönum mönnum, að halda því sæmilega hreinu í fláningunni, vegna þess hve féð hefir verið óhreint, þegar það var afhent viðkomandi sláturhúsi. — Ég vil nú umfram allt biðja bændurna sjálfa um að gera allt það, sem í þeirra valdi stendur, svo ekki þurfi að grípa til þeirra ráðstafana að fella afurðir sauð- fjárins í verði af þessum sökum. Rétt er að geta þess hér, að hverjum sláturleyfishafa er nú gert að skyldu að hafa fjárrétt í góðu lagi við sláturhúsið. í 3. gr. reglugerðar um kjötmat o. fl., frá 8. sept. 1949, segir orðrétt: „Við sláturhúsið skal vera hreinleg og góð aðstaða við móttökudyr. Þar skal vera hæfi- lega stórt yfirbyggt hús •— fjárrétt — með góðri loftræstingu og hreinlegu gólfi — helzt rimlagólfi." Þessi ákvæði eru eitt skilyrði fyrir því að löggilding geti farið fram á sláturhúsinu, og verður framvegis gengið ríkt eftir að því verði framfylgt. Þá ættu bændur líka að vera vel á verði um þetta atriði og gera

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.