Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 27
FREYR
193
sínar athugasemdir, ef hætta getur stafað
af því að féð óhreinkist til muna í slík-
um réttum.
3. Fjárflutningar á bilum.
Mjög hefir það færst í vöxt á síðari ár-
um að sauðfénaður er fluttur á hílum til
sláturhúsanna. Þetta er mjög eðlileg ný-
breytni, þar sem vegakerfi og bílakostur
er fyrir hendi. Margra daga rekstur er lýj-
andi, bæði fyrir menn og skepnur, og tíma-
frekt fyrir bændur að eyða þannig mörgum
dögum frá nauösynlegum heimilisstörfum.
Á undanförnum árum hafa þessir flutn-
ingar, í mörgum tilfellum, gengið ágætlega,
eða þar sem samvizkusamir bílstjórar og
hlutaðeigandi bændur hafa lagst á eitt um
það að viðhafa nauðsynlegan útbúnað og
nærgætni. En aftur á móti hafa þau mis-
tök átt sér stað við þessa flutninga, að stór
vanvirða er þeim aðilum, sem þar hafa átt
hlut að máli. Þeim bílum, sem notaðir eru
til fjárflutninga, þarf meðal annars að vera
stjórnað af samvizkusömum og öruggum
bílstjórum. Aksturinn þarf að vera jafn og
viss, og haga þarf seglum eftir vindi gagn-
vart misjöfnum vegi. Ofsahraða, rykki og
kippi verður að forðast með öllu. Hliðar og
gaflar í byrgi bílpallsins verður að vera vel
fest og öruggt á allan hátt til þeirra nota,
sem hér er átt við. Venjulegum bílpalli skal
skipt í minnst fjögur hólf, þannig að fyrst
komi grind eftir miðjum endilöngum pall-
inum, vel fest í báða gafla, og síðan þver-
grind miðsvæðis á hvern pall-helming.
Grindum skal vel krækt saman svo engin
sláttur á þeim geti átt sér stað á misjöfn-
um vegi, á beygjum, hliðarhalla o. þ. h. Séu
grindurnar lausar og riðandi geta þær or-
sakað meiðsli á fénu, sem svo síðar kemur
fram á kjötinu. Á bílpallinn skal skilyrðis-
laust dreifa einhverju, t. d. þurru heyrusii,
tréspónum eða einhverju slíku, sem hand-
bært er og féð á gott með að fóta sig á, en
gæta þess vandlega að skipta um þennan
undirburð eftir hverja ferð, hafi hann
blotnað að ráði. Varast ber að hafa of
þröngt um féð, en þó svo að það hafi stuðn-
ing hvert af öðru, og nauðsynlegt er að
hafa sem jafnast fé að stærð í hverri stíu.
Ávallt skal maður standa hjá fénu á bíl-
pallinum og gæta að líðan þess meðan á
íerðinni stendur, og gera sitt bezta til þess
að forða því frá meiðslum á nokkurn hátt.
Ýtrustu varúð skal viðhafa þegar féð er
látið á bílana eða tekið af þeim, svo það
meiðist ekki í þeim meðförum, en einmitt
þá vill það oft við brenna að féð sé meira
og minna handleikið á óviðunandi hátt.
Páll
Hermannsson
Páll Hermannsson, fyrrverandi alþingis-
maður, er fæddur að Þorgerðarstöðum í
Suðurdal í Fljótsdalshreppi, 28. apríl 1880.
Hann er því nú að byrja áttunda áratug-
inn, og stendur þó enn í fylkingarbrjósti í
félagsmálum bænda á Austurlandi.
Hermann, faðir Páls, var Jónsson, Her-
mannssonar frá Firði í Mjóafirði, og er sú
ætt alkunn, enda fjöldi merkra manna frá
honum kominn. Móðir Páls var fyrri kona
Hermanns, Soffía Guðbrandsdóttir, en
hennar móðir var Gróa, er komin var af
ættlegg Þorsteins Jökuls, sem margir
Norð-Mýlingar rekja ættir sínar til.
Ekki naut Páll umhyggju og hlýju móð-
ur sinnar, því að hún dó sama árið og hann
fæddist. En faðir hans giftist aftur, Guð-
björgu Jónsdóttur, Hallgrímssonar skálds
á Stóra Sandfelli. Föður sinn missti Páll
innan við fermingu, og fór þá að vinna
fyrir sér sjálfur. í uppvexti naut hann
sömu menntunar og þá var títt með börn
fyrir fermingu. En þrá til meiri menntun-
ar var honum í brjóst borin, og ákvað hann
snemma að komast að Möðruvöllum og