Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 29
FREYR
195
um, nokkurn kvíðboga fyrir því, a3 við
njótum ekki forustu Páls lengi úr þessu.
En maður kemur í manns stað, framrás
lífsins verður ekki stöðvuð. Manni finnst
stundum, að allt sé undir því komið, að
þessi eða hinn fái staðið áfram í fylkingar-
brjósti og gleyma því þá, að sá er öllu
stjórnar, lætur mann koma í manns stað
og þróunina halda áfram. Og stöðugt miðar
áfram, áfram til meiri andlegs þroska,
meira efnalegs sjálfstæðis. Undir forustu
Páls hefir miðað vel, en við vitum, að þeg-
ar hennar nýtur ekki lengur, verður um
það séð, að maður komi í hans stað, og að
áfram sækist á brautinni fram eftir leið.
Páll Zóphóniasson.
Vinnuþörf í fjósinu
í skýrslu nr. 68 frá Fóðrunardeild Bún-
aöarháskólans á Ás í Noregi, er greint frá
athugunum um vinnuþörf í fjósum.
Leitast var við að staðfesta hversu lang-
an tíma þyrfti til að afgreiða hin ýmsu
störf í fjósinu. Tor Honib segir í skýrslunni,
að athuganirnar hafi verið þannig fram-
kvæmdar, að gera mætti samanburð við
það, sem aðrir hafa fundið við hliðstæðar
athuganir. Fóru þær fram á vel reknum
búum og voru allsstaðar mjaltavélar en
fjósin voru sum gömul og önnur ný en að-
eins eitt þeirra var talið „nýtízkufjós“. Ár-
angurinn var, í stuttu máli sagt, þessi:
Mjaltirnar voru tímafrekastar, en til
þeirra þurfti 30% af vinnunni í fjósi. Vél-
mjöltun og hreytur kröfðu 6 mínútna
vinnu á nautgrip á dag, en mismunandi
frá tæplega 5 mín. til rúmlega 7 mín. á
einstökum býlum. Mjaltavélin var látin
vera minnst 3 mínútur og mest 15 á kúnni.
Á stöku stað tók of langan tíma að koma
mjaltavélunum á spenana og í gang. Að
meðaltali tók 1 y2 mínútu að hreyta.
Fóðrun og brynning tók tíma, sem nam
25% af fjósverkunum eða rúmlega 5 mín-
útur á stórgrip. Mismunur á þessu var mjög
mikill eftir starfsskilyrðunum, og auðsætt
að afstaða fjóss og fóðurrýmis er þýðing-
armikil í því sambandi.
Þrifun fjóss og gripa var nokkuð misjöfn
en allsstaðar talin viðunandi. Vinna, sem
til þess starfa þurfti, var 3 mínútur á stór-
grip eða 15—16% af vinnutímanum. Bás-
arnir voru verkaðir 4 sinum á dag en gang-
ar og stéttir tvisvar, þar sem bezt var
gert. Góð áhöld reyndust mikilsverð í því
sambandi. Stuttbásar virtust létta þrifun-
arstarfið en þetta varð þó ekki staðfest á
öllum býlum.
Mjólkurráðstöfun og þvottur mjaltavéla
varaði 2,4 mínútur að meðaltali á stórgrip
en nam 11% af fjósstörfunum. Stytzt
krafði þessi vinna 1 mínútu og mest 5 mín-
útur á stórgrip. Aðbúnaðurinn olli mestu
um þennan mikla mismun. Heitt vatn í
mjólkurhúsi og þvottalaug létti þessi störf
mjög. Öll fjósstörfin samanlögð tóku að
meðaltali 22,5 mínútur á stórgrip daglega
en mismunurinn var mikill frá stað til stað-
ar eða frá 16,5 upp í 28,9 mínútur á hinum
einstöku heimilum.
Mjög þýðingarmikið atriði er að stærð
áhafnar sé hæfileg, en hún þarf að vera
sú, að fjósverkin séu fullkomið starf fyrir
mann á meðan þau vara.
Á flestum búum, sem tóku þátt í athug-
unum, mátti benda á eitt eða annað, sem
til bóta skyldi ráða, en í megindráttum
þótti sannað, að Norðmenn stæðu því sem
næst jafnfætis Svíum og Ameríkumönn-
um að því er snerti afköst við fjósverk.
★
Sem leiðarvísir fyrir íslendinga má skoða
þessar tölur þannig, að þá eru meðal-af-
köst hjá okkur, ef fjósverkin vara daglega:
3% stund er 10 kýr eru í fjósi
51/2 stund er 15 kýr eru í fjósi
71/2 stund er 20 kýr eru í fjósi
Að því ber að stefna, að fjósin séu þann-
ig gerð, að fjósverkin séu auðunnin og helzt
nóg starf fyrir mann, en fyrir 2 menn eða
3 menn annars.
Getum við haft ofangreindar tölur til
hliðsjónar er við viljum vita hver eru af-
köst við hliðstæð störf hér.