Freyr - 01.07.1950, Page 34
200
FRE YR
þess að framleiða smjör handa okkur ef 15
kg eru borðuð að meðaltali á mann árlega.
Meðal-árshœnan
í U. S. A. gefur 156—160 egg á ári. Tilsvar-
andi tölur annarstaðar eru: 1 Canada 138—
140 egg, í Svíþjóð 150 egg, í Danmörku 140—
150 egg, í Noregi 125 egg, í Englandi 120—130
egg og hér á íslandi er talan áætluð 125—130
egg. Afurðamagnið er nokkuð háð því hvort
hænurnar eru gerðar aðeins eins eða tveggja
ára, eins og aigengast er vestan hafs, eða 1—3
ára eins og venja er meðal Evrópuþjóða. En
hversu lengi ber að nytja þær, er eðlilega háð
uppeldiskostnaði, hreysti og afurðamagni á
fyrsta ári, en hið síðastnefnda er sérstaklega
háð kyngæðum og svo meðferðinni.
Athuganir
hafa verið gerðar á nokkrum stöðum í Sví-
þjóð á því hve mikla mannsvinnu þyrfti til
þess að fylla 12 m há Sjöbysiló, 4 m í þvermál.
Umrædd vinna var: Sláttur, lestun vagna,
heimflutningur og turnfylling með saxblásara.
Þrír menn unnu að þessu, tveir vagnar voru
hafðir til heimflutnings, slegið var með drátt-
arvél og einnig ekið heim með henni. Mokað
var á vagnana og af þeim með handafli.
Vinnuþörfin var 2 mannsstundir á smálest
grænfóðurs. Miðað við 150 smálestir, sem í
viðeigandi síló var látið, eða 10 kýrfóður sam-
tals, svarar þetta til þess, að vera 2x 150 stund-
ir = 300 stundir, en miðað við verkamanna-
kaup hér mundi það kosta: 300 x 9.24 = 2.772
krónur. Við þetta bætist vélakostnaðurinn.
Stráng
landbúnaðarráðherra Svía hefir nýlega
skrifað grein í tímaritið ,,Fakta“ þar sem
hann gerir grein fyrir mjólkur- og smjörþörf
Svía og svo framleiðslu þessara vara. Hann
segir m.a.:
„Árið 1939 var meðal-kýrnytin 2400 kg á
ári, nú mun hún vera um 2800 kg. Ennþá er
hægt að auka afurðamagnið að mun, það
sýna eftirlitsfélögin. Á þessu tímabili hefir
meðalnytin innan þeirra hækkað um nálægt
1000 kg árlega á kú, en í félögunum eru með-
limir sem aðeins hafa 450 þúsund kýr. Fram-
FREYR
— búnaöarblað — gefið út af Eúnaðarfélag)
íslands og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023.
Sími 3110.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson.
Utgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júli.
Prentsmiðjan Edda h.f.
undan er því auðsæ framleiðsluaukning þótt
kúafjöldinn verði óbreyttur".
Á svína-tilraunastöðvunum
dönsku þarf venjulega 3.5—4.0 fóðureiningar
til þess að framleiða 1 kg flesk þegar grísirnir
eru aldir til 90 kg þunga. Hjá bændum al-
mennt þarf 5—6 fóðureiningar til þessa. Þessi
staðreynd liggur til grundvallar því, að bænd-
ur ráða nú fóðurráðunauta sér til aðstoðar við
svínaræktina í þeim tilgangi að læra að fóðra
svínin rétt.
Leiðréttingu
hefir verið óskað eftir á öðru erindi í kvæð-
inu „Afreksmaður — drengur", er birtist í sept-
emberblaði Freys í fyrra, en erindið er rétt
þannig:
Skýrum raka bregður brandi
beint að marki sækir fast.
Þó að fleiri fyrir standi
fá þeir maklegt afturkast.
Ægigeislum augun skjóta
undan skarpri hetjubrún.
Máls þíns skeyti markviss þjóta
mörkuð sigurkraftsins rún.