Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 24
48
FRE YR
nýár. Gimbrar, sem eru um eða yfir 40 kg. á haust-
nóttum, eru vcl fóðraðar, |)ó að þær hafi léttzt um
2—3 kg. frá október til áramóta.
Sp. 3: Vill Freyr gera svo vel og gefa mér svör við
eftirfarandi sþurningum:
a) Eru rafmagnsgirðingar öruggar?
b) Hvað þarf að vera langt milli stólpa?
c) Hvað þarf marga strengi?
d) Hvað má girðingin vera löng svo hleðslan verki?
c) Hvað á vírinn að vera sver?
f) Er notað þurrabatterí eða geymir?
g) Hvað þarf geymirinn að vera stór?
h) Hvað endist lileðslan lcngi samanber Iengd girð-
ingarinnar?
i) Eru rafmagnsgirðingar ódýrari en hinar?
Pétur Ólafsson.
Svar: a) Rafmagnsgirðingar eru allt annars eðlis
en venjulegar gaddavírsgirðingar, því að til hinna
fyrrnefndu má ekki gera aðrar kröfur en að þær séu
varzla fyrir stórgripi og hafi því sama hlutverk og
tvcggja strengja gaddavírsgirðingar, en tif þess má
telja þær öruggar, ef þær eru í lagi.
b) MiIIi stólpa má vera svo langt, að þráðurinn sé
strengdur og ekki slakur. Sakar ekki þó að 10—15 m.
séu milli staura.
c) Aðeins einn streng. Eigi að girða fyrir aðrar
skepnur cn stórgripi, þarf auðvitað fleiri strengi, en
hæpið er að mæla með rafgirðingum í þeim tilgangi
og með slíku fyrirkomulagi.
d) Lengdin fer eftir afli straumgjafans, en óhætt er
að girðingin sé 4—5 km að lengd miðað við þau tæki,
sem á markaði hafa verið að undanförnu.
e) Um það eru engin fyrirmæli, en sé vírinn mjög
grannur, endist hann verr og skepnur eru áræðnari
við hann cn hinn, sem sverari .er. Algengt er því að
nota venjulegan gaddavír.
f) Venjan hefir verið að nota Jturrgeyma, en sýru-
geymar hafa einnig verið notaðir og svo eru fram-
leidd tæki, sem sett cru í samhand við rafmagnskerfi
sveita eða heimila, en þau eru allsstaðar háð eftirliti
og fyrirmælum rafveitanna.
g) Hver verksmiðja hefir sína rafgeymisstærð og raf-
geymislögun, enda er rafhlaðan venjulega geymd á
ákveðnum stað í kassanum hjá tækniútbúnaðinum.
h) Ending hleðslunnar er ekki háð lengd girðing-
arinnar, heldur því, hve lengi tækið er í gangi í sólar-
hring. Venjulegar rafhlöður, sem fylgja tækjunum, cru
miðaðar við að þær endist heilt sumar, þó að tækin
séu í gangi nótt og dag í 4—5 mánuði að minnsta
kosti. Straumurinn, sem tækið gefur í hvert sinn, er
örlítill (telzt í millivöttum), en spennan er há, venju-
lega nokkur þúsund volt.
i) Kostnaðurinn fer mjög eftir atvikum, en víðast um
lönd hafa rafgirðingar náð útbreiðslu, sums staðar
geysilegri útbreiðslu, af því að þ;er eru miklu ódýrari
c:i aðrar girðingar og upp settar þannig, að þær skuli
fluttar er þörf gerist.
Sp. 4: Er hægt að nota eingöngu útlendan áburð
í flög í nýrækt? Hve mikinn áburð þarf af hverri teg-
und á ha og hvenær á að bera á? N. Ó.
Svar: Já, víst er það hægt, en á hvers konar landi
er nýræktin? Magn áburðar, sem flytja þarf jarðveg-
ir.um, fer eftir gæðuin hans og gerð. Hafi nýræktin
t. d. verið grasmóar, þá má nefna áburðarrskammt scm
dæmi þannig
75 kg köfnunarefni = 500 kg kalksaltpétur,
eða 365 kg ammónfumsúlfat
75 kg fosfór ...... = 165 kg þrífosfat
80 kg kali....... = 140 kg kalíáburður 60%,
eða 170 kg kalísúlfat.
Kalí- og fosfóráburð skal bera á snemma vors, en
köfnunarefnisáburð í gróanda.
Sp. 5: Er hægt að fá leyfi fyrir hænsnahúsum og
ef svo er, hve mikið er það? Hvað er talið að þurfi
stórt hús fyrir 200 hænsni og hvað mun þaö kosta?
S. Þ.
Svar: Fjárhagsráð hefir að undanförnu veitt hverj-
um bónda leyfi til að byggja eitt útihús á ári og er
líklegt að svo verði enn. Hús yfir 200 hænsni þarf að
vera 50 m- að flatarmáli itinan veggja og áhalda- og
fóðurgeymsla að auki. Gera má ráð fyrir að kostnað-
urinn sé a.m.k. 125 kr. á fugl, þ.e.a.s. að hús yfir 200
hænsni kosti 25 þúsund krónur.
Sp. 6: Hvar er hægt að fá lambamerki og hvað
kosta þau? S. Þ.
Svar: S. í. S. hefir lambamerki og á því að vera
hægt að kaupa þau í öllum kaupfélögum. Merkin
munu kosta milli 10—20 krónur kg, en svo eru stimplar
að auki. Þcir hafa vcrið vandfengnir að undanförnu.
Sp. 7: Verður afurðamagn kúnna ekki jafnmikið
þó að 13i% stund líði milli mjalta annað málið og