Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 11
FREYR
35
bæði utan húss og innan, bera þess vott,
að vel geti kvenhendur hafa um slíkan
gróður farið.
Hér er jarðvegur djúpur og frjór á milli
klappanna, þar sem fyrr voru mýrar, en
grýtt var sumsstaðar í kring um klappir
og þurfti bæði smáum steinum að ryðja
og mörg björg niður að kveða áður en fært
yrði um landið með hvers kyns vélar við
jarðyrkju og framleiðslustörf. Með þremur
hestum var landið brotið, með handafli
voru skurðirnir grafnir og með fjölskyldu-
höndum voru húsin reist að mestu; aðeins
var fengin aðstoð fagmanna þar, sem
nauðsyn krafði.
„Bændurnir þurfa að geta gert þetta
sem mest sjálfir“, segir Jón, þegar ég læt í
ljósi undrun mína yfir því, hve miklu fjöl-
skyldan hefir afkastað á aðeins rúmum
áratug, og hve vel hvert verk er hér af
hendi leyst.
★
Og hver er svo árangurinn að öðru leyti?
Ýmsir hafa ræktað land og bætt býli sín
á þessu tímabili. Hér var ekkert býli fyrr,
svo að Skarð er nýbýli í þess orðs fyllsta
skilningi — það hefir fjölskyldan reist og
ræktað um undanfarin ár, og hér er land
vel ræktað, því að mér telzt svo til, að upp-
skeran muni að meðaltali um 50—60 hest-
burðir heys af hverjum ha lands.
Síðastliðið sumar hefir fóðuröflunin
gengið erfiðlega hér, eins og víðar. Jón
segir, að það hafi bara gengið seint, en
árangurinn sé góður. Heyið var mest tekið
blautt, því ekið í hlöðu og svo blásið í það
látlaust, dag og nótt, vikum saman, enda
virðist heyið í hlöðunni vera ágætt. Við
fjósið, sem rúmar 15 fullvaxnar kýr, er
stór hlaða, með votheyshlöðu í einu horni,
en við ungviðafjósið, sem rúmar 10 gripi
— geldar kýr og ungviði — er önnur hlaða.
Allt fóður er undir þaki, nema hafrar og
fóðurkál til haustbeitar. Bæði eru fjósin
fullskipuð, svo að hér eru 25 gripir, og
meira þó, því að lítill kálfur er að auki,
afkvæmi metskepnu þeirrar, sem líklega
er mest allra, er uppi hafa verið á íslandi.
Og nóg fóður hefir aflast handa hóp þess-
um, því að meðaleftirtekjan mun vera um
1000 hestburðir heys.
Um allmörg undanfarin ár hefir eftir-
tekjan eftir kýrnar verið á fjórða þúsund
kg að meðaltali á fullmjólka kú, en hæst
árið 1947, 3700 kg. Og í fjósi Jóns stendur
nú kýrin Ljómalind, sem efalítið mun nyt-
hæst þeirra kúa, sem staðið hafa í íslenzku
fjósi.
Árið 1949 sló hún öll önnur hérlend met,
enda var nythæðin 6267 kg, en fitumagn-
ið 4,26% eða 268,25 kg smjörfita. Er það
afbragð, sem hafandi er til fyrirmyndar.
En það er engin tilviljun, að Jón fær góð-
ar nytjar úr Ljómalind og öðrum kúm sín-
um, því að hirðing og fóðrun er þar til
fyrirmyndar og „kýrnar borga það, sem vel
er fyrir þær gert“, segir hann.
Hér er ekki sauðland, en Jón hefir þó
haft kindur. „Ég hafði einu sinni 70 ær,
en svo kom niðurskurðurinn; ég var þá
búinn að fækka nokkuð, því að sauðfjár-
rækt og garðyrkja eiga ekki saman, en ég
hefi nú gaman af kindunum“, tjáir Jón,
og bætir við: „Ég á nú einn hest, en hann
gerir lítið annað en nasla túnið, hreykja
í görðunum og svo draga sleðann á vetrum,
þegar ekki er bílfært í bæinn með mjólk-
ina. Ég hafði 3 hesta áður, en nú er eigin-
lega ekkert með hesta að gera, síðan ég
fékk vélarnar, en ég hefi vélar til flestra
starfa — fékk þær á undan flestum og hefi
haft þeirra góð not, enda verið heppinn
með tegundir. Dráttarvélin dregur sláttu-
vélina, múgavélar, plóg, herfi, áburðar-
dreifara, heyhleðsluvél, heyvagna og kart-
öfluupptökuvél."
Hér má bæta við, að búið hefir bíl til
flutninga, mjaltavélar, súgþurrkunartæki
og mykjuhleðslutæki, eða með öðrum orð-
um vélar til allra þarfa og starfa.
★
Á meðan ég stanza er kartöfluupptöku-
vélin sett í gang, því að nú skal uppskera
garðaávöxtu. Ég spyr um uppskerumagnið
og fæ þau svör, að það muni ekki mikið
í ár, en mest var það árið 1939, eða 654
tunnur af kartöflum, en af rófum hefir