Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 26
50
FRE YR
Um veðurfar og búskap í Þingeyjarsýslu
1950 skrifar Jón H. Þorbergsson, um ára-
mótin eftirfarandi yfirlit:
Það er kunnugt, að þetta nýliðna ár
hefir orðið mjög þungt í skauti fyrir land-
búnað um norðausturhluta landsins. Er
ekki hægt að draga skarpar markalínur
við takmörk þessara harðinda, en ég hygg,
að næst þeim yrði komizt með því að telja
Vaðlaheiði að vestan en Breiðdalsheiði að
austan. Veðrið reynist ótrúlega ólíkt, sama
dag, á þessum hólma, eins og þegar mæl-
ist 2ja stiga hiti við suðurströndina, en 18
stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, jafn-
vel þótt engin veruleg veðurbreyting sé í
aðsigi og norðaustanáttin — sem hér hefir
staðið með litlu uppihaldi um undanfarin
þrjú ár — veldur hallæri í sumum sveitum
landsins, en fádæma árgæzku í öðrum
sveitum þess. Verður nú gefin stutt veður-
lýsing, árið sem leið, eins og veðrið reynd-
ist hér í Suður-Þingeyjarssýslu.
Janúar. Norðaustlæg átt ríkjandi, en úr-
koma ekki mjög stórfelld og frost ekki
mikil, einkum frá 17. til mánaðarloka, en
þann tíma var við og við suðaustlæg átt
an í Ijós, að hinir einstöku póstar eru mjög mismun-
andi £rá mánuði til mánaðar. Þetta er auðskilið mál.
Það er oftast hagkvæmt að kaupa nokkurt magn á-
kveðinnar vörutegundar í einu í stað þess að vera
ailtaf á hlaupum eftir því sem vantar og vera kannske
uppiskroppa a£ einhverju á hverjum degi eða artnan
hvern dag. Slíkt heimilishald er ömurlegt. Vissar vör-
ur er náttúrléga ekki hægt að kaupa nema til tveggja
eða þriggja.daga í einu, eins og t. d. nýjan fisk, eða
frosið kjöt að sumri. Aðrar vörutegundir má kaupa
i stærri mæli og stundum til tveggja eða þriggja mán-
aða í einu eða lengri tíma — ef þá er hægt að fá svo
mikið mun einhver ef til vill bæta viðl
Vissa mánuði ér heimilishaldið dýrara en annars.
Jólamánuðurinn er jáfnan sá dýrasti, nema undir-
búningur fyrir hann hafi verið gerður löngu áður.
Allar hátíðir hafa í för mcð sér meiri notkun af kaffi,
sykri, kakaó (ef það fæst) 'og kryddvörum, en vana-
legt er á öðrum tímum.
Það getur verið gaman að blaða í gömlurn heim-
ilis-reikningabókutn og sjá, hve miklu hefir verið eytt
til húshaldsins það og það árið eða mánuðinn fyrir
löngu síðan. Það gefur beint eða óbeint til kynna,
hvert verðlag hefir verið á hinum einstöku vörum og
jtað getur líka sagt til unt stærð heimilisins, sérstaka
viðburði ntá rifja upp í sambandi við það, og ýmis-
legt annað getur vaknað og upp risið í löndum gant-
alla minninga, þegar heimilisdagbókin er skoðuð.
Það er ágæt regla hinnar nýgiftu húsmóður að
kaupa sér húshaldsbók og byrja reikningshaldið strax
fyrsta árið, sem hún stýrir heimili sínu og halda því
svo áfram frá ári til árs. Og það er engin ofætlun
ntanni hennar að aðstoða við samlagning og útfærslu
þegar ltver mánuður og livert ár er liðið, skaffa henni
nýja bók með hverju nýju ári og aðstoða við færslu
hversdagslega eftir þörfum. Og fyrir konuna getur það
verið fyrirtak að geta sýnt manni sínum það svart
á hvítu, að hún hefir notað peningana skynsamlega,
ef hann einn góðan veðurdag fer að telja eftir það sem
af mörkum þarf að leggja til heimilishaldsins eða hann
krefst sagna um til hvers aurunum hafi eiginlega ver-
ið varið.