Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 27
FREYR
51
með þýðviðri. Hélzt beit sæmileg yfir
þennan mánuð.
Febrúar varð miklu veðraverri. Hinn 7.
gekk til norðaustanáttar með snjókomu,
sem hélzt nær óslitið mánuðinn út. Frost
voru marga daga frá 8—15°. Varð mjög
þröngt um hagbeit og margir innistöðu-
dagar fyrir kindur.
Marz. Sömu veður héldust fram eftir
mánuðinum. Frostið komst hér hæst í 18
stig. Varð lítið beitt þar til hinn 20., en þá
lægði veðrin og héldust hægviðri með vægu
frosti til mánaðarloka, en snjór mikill og
haglítið.
Apríl varð veðraverstur þessara mánaða.
Hélzt stöðug norðaustanátt með mikilli
fannkomu og byljum, einkum var páska-
bylurinn vondur frá 9.—11. og svo bylur-
inn hinn 26. og 27. í lok mánaðarins var
fannfergi orðið mjög mikið. Reyndist erf-
itt að beita þennan mánuð til verulegra
muna, og mátti telja haglaust í lok mán-
aðarins.
Maí. Aðfaranótt hins 4. gerði frostlaust
og hafði þá aldrei komið frostlaus nótt í
13 vikur. Gerði þá haga, þýður nokkra
daga, svo að snjó tók, fyrir það mesta, af
túnum, og hægt var að koma út áburði.
Hinn 10. kólnaði aftur með norðaustlægri
átt og hörðum næturfrostum, sem hélzt
mánuðinn út. Þó var nær frostlaust næt-
urnar fyrir þann 22. og 23. Mátti telja hér
nær alveg gróðurlaust í lok mánaðarins
og lambfé allt á húsi. En geldfé slepptum
við hér hinn 11, eða 3 vikur af sumri, en
síðustu lambám var ekki sleppt fyrri en 10.
júní eða í byrjun 8. viku sumars. Vorið áð-
ur var fyrstu lambánum sleppt í 9. viku
sumars.
Júní. Fyrstu 6 dagar mánaðarins voru
hlýir og þaut þá upp gróður. En þá kóln-
aði og hélzt eftir það mánuðinn út köld
norðaustlæg átt með lítilli úrkomu nema
dagana 19. og 20., en þá var mikil og köld
norðan rigning. Nokkra daga í kring um
Jónsmessu komst hitinn ekki upp fyrir 2
stig. Aðfaranótt 26. renndi í skafla norður
á heiðum og frostkali var sumar nætur um
þetta bil niður við sjó. Nægur kúahagi var
ekki kominn í lok mánaðarins.
Júlí. Fyrstu 8 daga mánaðarins var úr-
komulaust og sólfar mikið, en sláttur þá
almennt ekki byrjaður hér um slóðir sök-
um grasleysis. Hinn 9. brá til norðaustlægr-
ar áttar með úrkomum og rigndi hér alla
daga mánaðarins það sem eftir var nema
tvo, en ekki var töðuþurrkur. Almennast
hófst hér sláttur síðustu þurrkdagana.
Eftir það tók gras að spretta hér fyrir al-
vöru. Þennan mánuð byrjuðu sumir bænd-
ur að láta í súrgrafir og þeir sem höfðu
súgþurrkun hirtu töluvert af töðu.
Ágúst. Austan og norðaustan átt allan
mánuðinn að telja mátti, aðeins einn og
einn þurrkhæsudagur, en aldrei heill þurrk-
dagur. í þessum mánuði dundu yfir meiri
úrhellisrigningar en fólk mundi til á þess-
um tíma. Mest var rigningin aðfaranótt
hins 17. Eftir þá nótt féllu víða fram ný
vatnsföll og fóru þá áveituengjar undir
vatn og urðu ekki heyjaðar, því að vatnið
þorrnaði aldrei af þeim.
Marga daga þess mánaðar var ekkert
hægt að vinna úti sökum stórrigninga.
Fyrstu 4 daga mánaðarins var rigningar-
lítið og var þá kúldrað inn töðum. Þessi
mánuður var versti ágústmánuður til hey-
skapar, sem ég man.
September. Almennt vonaðist fólk eftir
því að skipta mundi um tíð um höfuðdag
og ganga til sunnanáttar eins og mjög oft
hefir komið fyrir eftir stöðuga norðaustan
átt um langan tíma. En sú von brást og
var þessi mánuður hinn versti, sem fólk
mundi. Stórfelldar og stöðugar úrkomur,
en við og við þurrir dagpartar. Vatnselg-
urinn fór vaxandi. Hér á Laxamýri fór tún-
ið, sem lægst liggur, undir vatn og varð
ekki slegin sú há, sem ætlað var. Víða
komu nýjar uppsprettur og það jafnvel úr
túnum sem lágu í halla og jörðin gekk í
bylgjum undan fótum manns. Nú tók líka
að kólna í veðri. Hinn 3. var 0 gráða við
sólarupprás kl. 6 fyrir hádegi, en þann dag
skein til kl. 2 e. h. En þannig var það allt
sumarið, að aldrei var sólskin heilan dag,
eftir 8. júlí. Síðustu daga mánaðarins voru
stórfelldar krapahríðar.
OJctóber byrjaði með stórfelldri norð-
austan úrkomu. Tók nú mjög að kólna og