Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 20
44
FRE YR
Bór
Eitt þeirra frumefna, sem telst til hinna
nauðsynlegu jurtanæringarefna, er bór.
Frumefni þetta þarf að vísu ekki í miklum
mæli og virðist ekki vera nauðsynlegt
nema fyrir vissar jurtir. Það telst til hinna
svonefndu míkrónæringarefna, af því að
þess er aðeins þörf í örsmáum skömmt-
um. Eigi að síður getur það haft mikil á-
hrif á uppskerumagnið og gæði uppsker-
unnar, hvort það er notað eða ekki. Þess
vegna hefir því verið gefinn mikill gaum-
ur hin síðari ár, eða síðan menn uppgötv-
uðu hina miklu þýðingu þess.
Tilraunir hafa verið gerðar með bór um
áraraðir erlendis. Má þar nefna t. d., að
prófessor Ödelin, við Búnaðarháskólann á
Ás, hefir lagt stund á þær um undanfarin
12 ár. í samræmi við það, sem annars-
staðar hefir verið sannað með hliðstæðum
tilraunum, hefir hann komizt að raun um,
að það eru fyrst og fremst rófur og græn-
meti, sem gera kröfu til þessa áburðarefn-
is. Sem áburður á kornekrur virðist það
litla eða enga þýðingu hafa og engu máli
skipta á graslendi.
Þar sem ræktað er verulegt magn af
rófum, hefir það svo mikla þýðingu, að
próf, Ödelin hefir gert að tillögu sinni,
að bóri verði framvegis blandað í tilbúinn
áburð. Verðsins vegna telur hann það engu
máli ssipta, þó að það sé einnig borið á
þar sem þess er ekki brýn þörf, en mikið
hagræði að hafa bað annaðhvort í kalí eða
fosfóráburðinum svo að því verði dreift
með honum.
Bórskortur er hvergi greinilegri en í róf-
um. Kemur hann þar í ljós, sem hörgul-
kvilli, er gerir sín vart á þann hátt, að
rófurnar verða harðar og varla eða ekki
mannamatur, því að þær verða ekki soðn-
ar meyrar. Ef mikið kveður að bórskort-
inum, verða þær dökkar innan eða svart-
ar, og rotna þegar verst fer.
Hér á landi, eins og annars staðar, hefir
bórskortur verið staðfestur á ýmsum stöð-
um og virðist ekkert benda til þess, að ís-
lenzk jörð geymi þetta efni svo að án þess
megi vera. Því verður að gera ráðstafanir
til að fyrirbyggja bórskort og það verður
gert með því að kaupa bórax. Það kostar
smámuni þar eð af því þarf sáralítið magn.
Eðlilegast er að afla þess í tæka tíð og er
því bezt að panta það ásamt öðrum tilbún-
um áburði.
Þar eð bórþörfin er ákaflega lítil, aðeins
2 g á hvern fermeter lands, (20 kg á ha)
er ekki hægt að dreifa því tómu, svo að í
lagi sé, nema leysa það upp og úða síðan
með upplausninni, eða blanda það öðrum
áburði og dreifa með honum. Hægt er að
vísu að blanda bóraxinu í sand, en hvort
sem sú aðferð er viðhöfð eða úðun, með
bórupplausn ,er það aukavinna, sem hægt
er að losna við með því að blanda bórinu
í kalí- eða fosfóráburðinn.
Því má telja hyggilegt, fyrir þá bændur,
sem ætla að rækta rófur eða grænmeti,
eða hvorutveggja, á komandi sumri, að
panta bórax samtímis og pöntun er gerð
í tilbúinn áburð í vetur. Magnið sem þarf
er 2 kg bórax á 1000 fermetra lands.
Þessi forskrift er að vísu fengin frá öðr-
um löndum, en jurtasjúkdómadeild At-
vinnudeildar Háskólans hefir að undan-
förnu notað þennan mælikvarða og telur
hann viðeigandi .
Áburðarsala ríkisins selur bórax eins og
aðrar tegundir áburðar. G.
Piltar og stúlkur,
sem óska að vinna við sveitastörf í Danmörku á kom-
andi sumri, geta komizt þangað á vegum fólksskiptafé-
lagsskapar landbúnaðarins. — Piltar, sem óska að taka
þátt í þessum skiptum, þurfa að tilkýnna sem fyrst, ef
þeir vilja fara ! vor. Kaupið er kr. 2S0 danskar á mán-
uði -þ fæði og húsnæði. Auk þess frítt vikunámskeið í
búfræðum, leyfi til að heimsækja landbúnaðarsýningar
og þátttaka í landbúnaðarstörfum ungmennafélaga. Hlut-
aðeigandi piltar skulu ganga að algengum bústörfum. Um
kjör kvenfólks er vitneskja ekki fengin enn.
Þeir, sem vilja sinna þessu, snúi sér hið fyrsta til Bún-
aðarfélags Íslands.