Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 16
40
FREYk
þurft að spara til menntunar og frama
barna sinna. Búið er líka svo stórt, móts
við vinnuafl það, sem til þess er lagt, að
það hlýtur að skila góðum arði. Þetta er
fyrirtæki aðeins lítillar fjölskyldu, en ár-
legar tekjur þess eru afurðir 14—17 kúa,
er skilað hafa yfir 3000 lítra meðalnyt á
hverju ári, 100—300 hænsna, auk mikilla
garðávaxta.
Ég hefi heyrt menn skýra gengi Jóns
Guðmanns við búskapinn með því, hve mik-
ill bóndi hann sé að upplagi. Ég vil engar
brigður bera á þá skýringu. Hann gengur
að búskapnum eins og frækinn íþróttamað-
ur að íþrótt, býr sér til skemmtunar og lífs-
fyllingar, jafnframt því sem hann býr til
þess að sjá fyrir sér og sínum. Hann hefir
á síðari árum einbeitt sér svo við búskap-
inn, að hann hefir fremur lítinn þátt tek-
ið í félagsmálum, þó að hann hafi áhuga
á þeim og þar sé hann vel liðtækur, hvenær
sem hann snýst þar að. Því má segja, að
búskapurinn fullnægi að mikiu bæði starfs-
þörf hans og félagsþörf, og má það vera
vitnisburður um, að hann hæfi upplagi
hans. En misskilningur er það, ef menn
halda, að hann gangi að bústörfum eftir
eðlisávísun einni saman. Hann á bezta
bókasafn í búfræðum, sem ég hefi séð hjá
íslenzkum bónda, honum er fátt ókunnugt,
er öðrum hefir vel heppnazt í íslenzkum
landbúnaði, og er fljótur að taka það upp,
sem er við hæfi hans búskapar, og hann
hefir kynnt sér furðu margt í erlendum
búnaði af bóklestri og einkum það, er helzt
má að gagni verða hér.
— En að endingu verð ég að gera þá játn-
ingu, að hinn ágseti búskapur Jóns Guð-
manns hefir á einn veg valdið mér áhyggj u,
er ekki vill við mig skilja: Er ekki arfur
okkar íslendinga í búskap til byrði einnar
saman? Á ekki Jón Guðmann afrek sín og
gæfu í búskapnum mjög því að þakka, hve
óbundinn hann er af íslenzkri búskapar-
erfð, því, að hann varð ekki bóndi ungur
á föðurleifð, heldur fullorðinn og marg-
reyndur maður, óháður og víðsýnn, er tók
búskapinn sem nýtt viðfangsefni á nýrri
jörð? Mér hefir sýnzt að þessu leyti líkt
komið með öðrum afreksbónda í nágrenni
mínu, Halldóri Albertssyni á Neðri Dálks-
stöðum á Svalbarðsströnd, er að vísu var
yngri kallaður í böndastöðu, en þó með
öllu arfslaus til slíks og snauður að öðru
en miklum gáfum og alúð við störf, jörð,
fé og fólk. Enn víðar hafa mér sýnzt þau
dæmin, að þeir bændur hafi verið bezt
vaxnir sínum tíma í stöðu sinni, er óháð-
astir hafa verið búskapararfi þjóðarinnar.
Þetta hefir orðið mér enn meira áhyggju-
efni vegna þess, að því hefi ég trúað, að
raunverulegur menningararfur væri hin
bezta kjalfesta, er fengin yrði. Athugun
mín á íslenzkum búskap og trú mín á
menningararf hafa því í sameiningu leitt
mig til þeirrar ályktunar, aö við ættum
engan þann menningararf í búskap okk-
ar, sem hald og traust er í, eins og nú
er komið og verða vill, heldur verðum við
þar flest að reisa frá nýjum grundvelli.
Mundu þá ekki reynast bezt, sem frum-
herjar, menn eins og Jón Guðmann, menn
með fjölþætta reynslu að baki, víðsýnir og
óháðir? Ef til vill er þá ekki annar búnað-
arskóli betri en að hafa rekið verzlun um
nokkur ár, því að vissulega er búnaður öðr-
um þræði viðskipti, viðskipti við jörðina,
sem tekin er til yrkingar, viðskipti við bú-
féð, sem er undir handleiðslu okkar, og
viðskipti við aðra menn heima og heiman,
í sömu atvinnugrein og öðrum. Og vel get-
ur það líka verið fullgilt búnaðarnám, að
hafa lært iðngrein, svo að ég ekki tali um
það, að hafa vaknað til áhuga á lands-
málum, því að það er hið sama og að vakna
til þátttöku í lífinu, hvar svo sem stríðið er
þreytt.
Mér hefir sýnzt, að íslenzkur nútíma-
búskapur þarfnist fyrst og fremst mikils
framtaks og mikilla gáfna bændanna.
Þessi þörf hans stafar ekki aðeins af fá-
tækt okkar af menningararfi í búskap,
heldur líka af því, hve aðstaðan við bú-
skap hér á landi er margvísleg, svo að taka
þarf hann sérstökum, frumlegum tökum
á hverri jörð. En þrátt fyrir þessa brýnu
þörf landbúnaðarins á framtakssömu og
snjöllu fólki, er það nærri undantekning, að