Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 13
FRE YR 37 ARNÓR SIGURJÓNSSON: Bóndi nútímans Síðan ég fór að búa á Þverá í Dalsmynni 1942, hefi ég veitt búskap eins nágranna- bænda minna sérstaka athygli, vegna þess hve mjög mér hefir sýnzt hann til fyrir- myndar. Þetta er Jón G. Guðmann, bóndi á Skarði við Akureyri. Mér hefir þótt ástæða til að vekja athygli annarra bænda á búskap hans og hefi vissulega haft í huga að gera það. En þegar ég loks mann- aði mig upp til að bjóða Gísla Kristjáns- syni, ritstjóra Freys, að skrifa greinarkorn í þessum tilgangi, skýrði Gísli mér frá því, að hann hefði þegar gert þetta sjálfur og sent grein sína til prentunar. En boð mitt varð til þess, að Gísli sótti grein sína til þess að sýna mér hana og óskaði að ég bætti við, ef ég vissi eitthvað framar. Við lestur greinar Gísla sá ég, að ég hafði engu við að bæta, er máli skipti, en fús er ég til að staðfesta frásagnir hans og varpa mínum sjónarmiðum á sum atriði þeirra. Ég skal þá fyrst gera ofurlítið fyllri grein fyrir Jóni Guðmann, áður en hann gerð- ist bóndi. Hann er fæddur á Breiðsstöðum í Gönguskörðum 14. nóv. 1896, sonur hjón- anna Gísla Þorsteinssonar og Helgu Jóns- dóttur. Vorið, er hann var á fyrsta árinu, fluttu foreldrar hans til Sauðárkróks, og þar ólst hann upp, gekk í barnaskóla og unglingaskóla, en vann aðallega við verzl- unarstörf og sjómennsku. Síðar lærði hann leturgröft og flutti til Akureyrar 1921 sem fullnuma iðnaðarmaður. Þegar til Akur- eyrar kom, fékk hann brátt mikinn áhuga á landsmálum, tók virkan þátt í baráttu Alþýðuflokksins á Akureyri og síðar, eftir að Alþýðuflokkurinn skiptist 1930, komm- únistaflokksins. Hann var í þrjú ár rit- stjóri Verkamannsins og vann einnig tals- vert að bókaútgáfu. Eigi vann hann þessi störf til framfæris sér, og þar sem letur- gröfturinn varð honum heldur eigi arð- vænlegur, tók hann að reka smáverzlun til þess að hafa tekjur af. Þar sem hann var mikill starfsmaður og reglumaður, gekk verzlunin sæmilega. Ég kynntist hon- um talsvert á þessum árum, af því að ég sóttist eftir kynningu hans. Mér þótti að- staða hans einkennileg og fannst hann, meðfram hennar vegna, óvenjulegur og skemmtilegur. Mér fannst honum það fleinn í holdi að þurfa að skipta sér milli svo ólíkra starfssviða sem kaupmennska og verklýðsbarátta óneitanlega eru, en þetta gerði hann glöggskyggnan bæði á sjálfan sig og þjóðlífsfyrirbrigðin, ef til vill fremur en orðið hefði, ef störf hans hefðu verið einþættari. Þó að tal okkar væri stundum mest smástríð og gaspur, var mér það mikil hressing, hvað hann kom mér oft skemmtilega á óvart. Svo missti ég sjónar af honum í rúm 10 ár, en frétti næst af honum sem fyrirmyndarbónda rétt fyr- ir ofan Akureyri. Þangað heimsótti ég hann skömmu eftir nýár 1944, og var þá búskap- ur hans að miklu leyti kominn í það horf, er haldizt hefir síðan. Eftir þetta hefi ég gert mér ferð a.m.k. einu sinni á ári til þess að líta á búskap hans, mér til sér- stakrar ánægju vegna þess, hve vel búskap- ur hans hefir verið rekinn, en til nokkurs sársauka um leið, af því hve minn búskap- ur hefir verið langt á eftir. Þrennt einkennir búskap Jóns Guðmanns í mínum augum: vönduð ræktun jarðar- innar, fullkomin tækni við alla vinnu og sérstök alúð við búféð. Þegar ég kom fyrst að Skarði, var jarðræktin komin lengst á veg. Mestur hluti landsins, sem býlinu fylg- ir, var þá þegar fullræktaður, alls 26 ha, túnið gaf af sér talsvert á annað þúsund hesta heys, og var það meiri heyfengur en búið nauðsynlega þurfti, enda var túnið í ágætri rækt, tvíslegið og vel um töðuna hirt. Kýrnar gengu þá þegar nær einvörð- ungu á ræktuðu landi á sumrin, sum árin var talsverð heysala frá búinu, og sumarið áður en fjárskipti urðu á Akureyri, 1946, hafði Guðmann efni á því að láta ærnar sínar, milli 30 og 40 að tölu, ganga í tún- inu allt sumarið. Verður ekki annað sagt en Guðmann hafi skilið vel við fjárstofn sinn, enda segir hann, að féð hafi borg-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.