Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 7
FREYR 31 sem búið er að færa þunga á inn í eitt ærbókarhefti. Meðalþungi 188 einlembinga .... 44 kg Meðalþungi 156 tvílembinga .... 38 — Á þessu sézt, að tvílemban hefir gefið rúm 30 kg af kjöti en einlemban rúm 17. Tel ég því fulla ástæðu til að stefna að því að fá ærnar sem flestar tvílembdar þó að því fylgi eitthvað aukinn fóðurkostnaður og snúningar. Verðmunurinn á I. og II. gæðaflokki dilkakjöts er mjög lítill nú orðið (allt of lítill) enda þurfa tvílembingar ekki að lenda margir í II. flokk, ef vaxtarlag fjár- ins er svipað því, sem alíra hluta vegna er bezt að hafa það. Eggert Ólafsson. III. Aðeins þegár um fóðurskort er að ræða eða harðæri, sækjast bændur ekki eftir því að hafa ærnar tvílembdar. En annars ber að stefna að frjósemi ánna. Það mega vera léleg lömb tvö, sem ekki leggja sig betur en einlembingur, þó að góður sé. Tvílembur endast nokkuð verr ef þeim er ekki sýndur nægilegur sómi og yfirleitt þarf meiri vinnu við tvílembur og að nokkru aukinn fóðurkostnað. Ég tek hér dæmi úr fjárbúi mínu frá síðasta hausti. Ég vel einlembing, 44 kg og tvo tvílemb- inga 40 kg hvorn, eða 80 kg samtals, á fæti. Þyngri einlembing mætti að vísu velja og léttari tvílembinga, en þetta dæmi er rétt fyrir það. Ég reikna með líflambasölu á fjárskipta- svæðið, en þar voru kr. 4,00 greiddar. Til samanburðar tek ég sömu lömb til frá- lags, með því verði sem greitt var síðast- liðið haust að Kaldrananesi. Reikna ég hér með 40% kjöti, sem er mjög lágt reiknað, miðað við lömb hér um slóðir. Þó að minni mismunur kynni að vera á milli einlembinga og tvílembinga, en hér greinir, verður munurinn alltaf það mik- ill, að stefna ber að því að fá sem flestar ær tvílembdar. Dæmin eru þá þannig: Til frálags: Einlenibingar, 44 kg. á fœti: Kjöt (40%) = 17.6 kg á 9.00 ........... 158.40 Gæra 4.5 kg á 5.00 ............... 22.50 Mör 2.5 kg á 7.50 ..................... 18.75 Slátur ................................ 15.00 Tvílembingar, 80 kg. á fæti: Kjöt (40%) = 32 kg á 9.00 ..... 288.00 Gærur 8 kg á 5.00 .................. 40.00 Mör 4.8 kg á 7.50 .................. 36.00 Slátur, 2 stk., á 15.00 ............ 30.00 Samtals kr. 214.65 Samtals kr. 394.00 Mismunur, tvíl. í vil, kr. 179.35 Líflömb seld á fjárskiptasvæðið: Lifandi þungi 44 kg á 4.00 ....... 176.00 2 lömb, samtals 80 kg á 4.00 .... 320.00 Mismunur kr. 144.00 Dæmi þetta sýnir, að langtum hagkvæm- ara er að hafa ærnar tvílembdar, og það sýnir ennfremur hversu mikill munur það er fyrir fjárbændur að geta hagnýtt sér góðan haustmarkað í stað þess að vera þvingaðir og sviptir fjárforræði vegna f j árskiptanna. Bændur, sem lentu í miklum fjárútlát- um — auk gífurlegrar vinnu — vegna hinna einstöku harðinda á árinu 1949, munar eflaust um minni upphæðir en kr. 38.65 — kr. 74.00, sem þeir fá minni greiðslu fyrir líflömbin eftir hverja á. Ingimundur Ingimundarson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.